Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar 13. október 2025 11:45 Friðarverðlaun Nóbels 2025 Viðbúið er að Kamala Harris hefði fengið friðarverðlaun Nóbels árið 2025, fyrir það eitt að vera til, ef hennar pólitíska ferli hefði þá ekki verið löngu lokið með afgerandi ósigri í forsetakosningum þar sem Donald Trump sigraði með yfirburðum. Fáir muna nú hvers vegna Obama hlaut friðarverðlaun Nóbels fyrir nokkrum árum. Kannski var það fyrir að gera út af við Osama Bin Laden? Það var almennt vitað, jafnvel af Trump sjálfum, að friðarverðlaunanefndin í Noregi myndi ekki þora að veita honum slík verðlaun, jafnvel þótt hann ætti þau fyllilega skilið, þar sem það hefði stangast á við ríkjandi hugmyndafræði (les: rétttrúnað). Því vakti það mikla undrun þegar verðlaunin voru veitt einum nánasta bandamanni hans í Suður-Ameríku, „járnfrúnni“ og lýðræðissinnanum Maríu Corinu Machado. Fyrr á árinu óskaði hún eftir því við Trump að Bandaríkin gripu til frekari aðgerða gegn forseta Venesúela, Nicolás Maduro, meðal annars með því að framfylgja viðskiptaþvingunum og berjast gegn glæpasamtökum sem tengjast stjórnvöldum í landinu. Friðarsúlan í Viðey og friðarráðstefna í Höfða Ísland er herlaus þjóð og hefur stært sig af friðsömu landi og verið boðberi friðar á alþjóðavettvangi. Hefð hefur skapast fyrir því að kveikja á friðarsúlunni sem reist var John Lennon og Yoko Ono til heiðurs í Viðey á afmælisdegi Lennons, 9. október ár hvert, og halda árlega friðarráðstefnu í Höfða daginn eftir. Þorgerður Katrín, utanríkis- og varnarmálaráðherra Íslands, óttaðist mjög að Donald Trump hlyti friðarverðlaun Nóbels fyrir að stuðla að friði í deilum Pakistan og Indlands, og ekki síst fyrir að stuðla að friði á Gaza. Það þótti ekki ólíklegt. Hvað var þá til ráða til að beina athyglinni frá mögulegum sigri Trumps, sem gjarnan er sagður sigra í öllum keppnum? Hann var meðal annars fyrsti sitjandi forseti Bandaríkjanna sem hitti leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-un, árið 2018 í Singapúr, með það að markmiði að draga úr spennu og ræða mögulega kjarnorkuafvopnun. Árið 2020 stóð stjórn Trumps að svokölluðum Abraham-samningunum, sem leiddu til þess að Ísrael stofnaði formleg samskipti við Sameinuðu arabísku furstadæmin, Barein, Marokkó og Súdan, sem var stórt diplómatískt skref í átt að friði milli Ísraels og nokkurra arabaþjóða. Hann hefur ítrekað talað fyrir friði í heiminum, ekki síst í Úkraínu og á Gaza. Andstæðingar hans hefðu hins vegar kosið að Volódímír Selenskí hlyti verðlaunin, en óljóst er fyrir hvað, líkt og þegar Obama hlaut þau, nema það sé möguleiki á að núverandi og fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, eða jafnvel fyrrverandi utanríkisráðherra Úkraínu sem þurfti að flýja heimaland sitt til Póllands vegna spillingarmála hefi einhvern sameiginlegan skilning á því. Utanríkisráðherra Palestínu Engu að síður. Á áðurnefndri friðarráðstefnu í Höfða var heiðursgesturinn svonefndur „utanríkisráðherra“ Palestínu, frú Varsen Aghabekian, virðuleg og ötul kona á miðjum aldri. Raunin er sú, að hún gegnir ekki embætti utanríkisráðherra fyrir alla Palestínu, heldur var skipuð í mars 2024 af Palestínsku heimastjórninni (PA, undirstofnun PLO, sem eru heildarsamtök Palestínu til sjálfstæðis) sem utanríkis- og ferðamálaráðherra. Lögsaga hennar, þ.e. sú sem PLO nær til, takmarkast við um 70% af Vesturbakkanum, en nær hvorki til Gaza né Austur-Jerúsalem. Þess vegna er sú fullyrðing um að Aghabekian sé utanríkisráðherra (allrar) Palestínu röng , því vald og lögsaga eru mun flóknari en það eftir klofningsins Fatah/PLO vs. Hamas. Hver kom á friði á Gaza? Á friðarfundinum var frú Aghabekian stillt upp með utanríkisráðherra Íslands og af myndum og viðtölum mátti helst ráða að þær hefðu tvær í sameiningu komið á friði á Gaza, en hvorki Trump, Ísrael né Hamas. Sannleikurinn er sá að þótt Varsen Aghabekian hafi beitt sér duglega á alþjóðavettvangi fyrir þjóð sína, þá virðist sem áhrif hennar hafi fyrst og fremst verið diplómatísk og hún hafi beitt alþjóðlegum þrýstingi en að hún hafi ekki verið beinn þátttakandi í samningaviðræðum milli Hamas og Ísraels. Hún hefur því lítið sem ekkert haft með núverandi friðarsamkomulag að gera. Hún hefur lýst því yfir í viðtali í Al Jazeera að „það sé PLO sem hafi löggjafarvald og pólitíska stjórn á Gaza“ og telur að Gaza eigi að komast undir stjórn Palestínu og PLO en síðarnefndu samtökin eru eini aðilinn sem Ísrael og alþjóðasamfélagið viðurkenna formlega sem samningsaðila í deilunni um Gaza. Hins vegar hefur áhrifamáttur PLO minnkað til muna eftir 2007, þegar Hamas tók yfir stjórn á Gaza eftir lýðræðislegar kosningar og klofningurinn gerði það að verkum að Palestína talar í raun með tveimur röddum. Frúin hefur ekki svo vitað sé átt í neinum beinum samskiptum við Donald Trump forseta í deilunni um Gaza. Utanríkisstefna ESB er nú utanríkisstefna Íslands Það hefði því verið sterkt pólitískt útspil að boða fulltrúa Bandaríkjanna á fundinn, veita honum fjölmiðlaumfjöllun og mynda hann með utanríkisráðherra Íslands, þar sem Trump hafði lagt sitt af mörkum til friðar á Gaza og hefði hugsanlega getað hlotið friðarverðlaun Nóbels, eða í næst besta lagi einhver nánasti bandamaður hans. Ísland fylgir nú utanríkisstefnu Evrópusambandsins (ESB) en innan sambandsins njóta fulltrúar Bandaríkjanna takmarkaðs álits, og núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur lítið álit á leiðtogum ESB eða stefnu sambandsins í utanríkis- og varnarmálum. Heræsingur ESB í málefnum Úkraínu ríður ekki við einteyming og Ísland hangir að sjálfsögðu með á halanum skv. einhliða ákvörðun Þorgerðar Katrínar. Hún gleymdi því miður að fá leyfi til þessa gjörninga hjá Alþingi Íslendinga eða hvað þá hjá þjóðinni sjálfri. Valdið kemur frá fólkinu, því má ekki gleyma. Það kemur ekki á óvart að íslenskum diplómötum reynist erfitt að ná samningum við ríkisstjórn Donalds Trump um tollamál og önnur mikilvæg málefni. Þeim hefur jafnvel reynst ómögulegt að fá fundartíma í Hvíta húsinu, ekki einu sinni eitt viðtalsbil! Helga Þórólfsdóttir, sáttamiðlari á átakasvæðum í áratugi segir í þættinum Vikulokin á RÚV þ. 11. október s.l. m.a: „Friðurinn kemur að neðan og upp en ekki frá leiðtogum sem eru tilbúnir að nota vopnavald.“ Helga sagði einnig að sér fyndist ofuráherslan á þátt leiðtoga í friðarviðræðum, eða það sem hún kallar leiðtogablæti, vera vandamál. Að fólk væri alltaf að líta til leiðtoga sem beittu vopnavaldi og að þeir ættu líka að koma til bjargar og koma á friði. „Mér finnst það mjög alvarlegt mál þegar verið er að tala um það að nú eigi Vesturveldin að fara þarna með her til þess að bjarga Palestínumönnum. Það eru svo margir hlutir sem ég sé að munu ekki ganga upp bara út frá minni reynslu, hafandi verið í Afganistan, hafandi verið í Írak. Við leysum engin mál með ofbeldi. Við leysum engin mál með hernaði, það er bara þannig,“ sagði Helga. Utanríkisráðherrar Íslands, núverandi og ekki síður sá fyrrverandi, ættu að hafa þessi orð Helgu Þórólfsdóttur í huga næst þegar þær sóa tugum eða jafnvel hundruðum milljörðum af skattfé íslenskra ríkisborgara í vopnakaup í Úkraínu. Höfundur er læknir og fullveldissinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlíus Valsson Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Friðarverðlaun Nóbels 2025 Viðbúið er að Kamala Harris hefði fengið friðarverðlaun Nóbels árið 2025, fyrir það eitt að vera til, ef hennar pólitíska ferli hefði þá ekki verið löngu lokið með afgerandi ósigri í forsetakosningum þar sem Donald Trump sigraði með yfirburðum. Fáir muna nú hvers vegna Obama hlaut friðarverðlaun Nóbels fyrir nokkrum árum. Kannski var það fyrir að gera út af við Osama Bin Laden? Það var almennt vitað, jafnvel af Trump sjálfum, að friðarverðlaunanefndin í Noregi myndi ekki þora að veita honum slík verðlaun, jafnvel þótt hann ætti þau fyllilega skilið, þar sem það hefði stangast á við ríkjandi hugmyndafræði (les: rétttrúnað). Því vakti það mikla undrun þegar verðlaunin voru veitt einum nánasta bandamanni hans í Suður-Ameríku, „járnfrúnni“ og lýðræðissinnanum Maríu Corinu Machado. Fyrr á árinu óskaði hún eftir því við Trump að Bandaríkin gripu til frekari aðgerða gegn forseta Venesúela, Nicolás Maduro, meðal annars með því að framfylgja viðskiptaþvingunum og berjast gegn glæpasamtökum sem tengjast stjórnvöldum í landinu. Friðarsúlan í Viðey og friðarráðstefna í Höfða Ísland er herlaus þjóð og hefur stært sig af friðsömu landi og verið boðberi friðar á alþjóðavettvangi. Hefð hefur skapast fyrir því að kveikja á friðarsúlunni sem reist var John Lennon og Yoko Ono til heiðurs í Viðey á afmælisdegi Lennons, 9. október ár hvert, og halda árlega friðarráðstefnu í Höfða daginn eftir. Þorgerður Katrín, utanríkis- og varnarmálaráðherra Íslands, óttaðist mjög að Donald Trump hlyti friðarverðlaun Nóbels fyrir að stuðla að friði í deilum Pakistan og Indlands, og ekki síst fyrir að stuðla að friði á Gaza. Það þótti ekki ólíklegt. Hvað var þá til ráða til að beina athyglinni frá mögulegum sigri Trumps, sem gjarnan er sagður sigra í öllum keppnum? Hann var meðal annars fyrsti sitjandi forseti Bandaríkjanna sem hitti leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-un, árið 2018 í Singapúr, með það að markmiði að draga úr spennu og ræða mögulega kjarnorkuafvopnun. Árið 2020 stóð stjórn Trumps að svokölluðum Abraham-samningunum, sem leiddu til þess að Ísrael stofnaði formleg samskipti við Sameinuðu arabísku furstadæmin, Barein, Marokkó og Súdan, sem var stórt diplómatískt skref í átt að friði milli Ísraels og nokkurra arabaþjóða. Hann hefur ítrekað talað fyrir friði í heiminum, ekki síst í Úkraínu og á Gaza. Andstæðingar hans hefðu hins vegar kosið að Volódímír Selenskí hlyti verðlaunin, en óljóst er fyrir hvað, líkt og þegar Obama hlaut þau, nema það sé möguleiki á að núverandi og fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, eða jafnvel fyrrverandi utanríkisráðherra Úkraínu sem þurfti að flýja heimaland sitt til Póllands vegna spillingarmála hefi einhvern sameiginlegan skilning á því. Utanríkisráðherra Palestínu Engu að síður. Á áðurnefndri friðarráðstefnu í Höfða var heiðursgesturinn svonefndur „utanríkisráðherra“ Palestínu, frú Varsen Aghabekian, virðuleg og ötul kona á miðjum aldri. Raunin er sú, að hún gegnir ekki embætti utanríkisráðherra fyrir alla Palestínu, heldur var skipuð í mars 2024 af Palestínsku heimastjórninni (PA, undirstofnun PLO, sem eru heildarsamtök Palestínu til sjálfstæðis) sem utanríkis- og ferðamálaráðherra. Lögsaga hennar, þ.e. sú sem PLO nær til, takmarkast við um 70% af Vesturbakkanum, en nær hvorki til Gaza né Austur-Jerúsalem. Þess vegna er sú fullyrðing um að Aghabekian sé utanríkisráðherra (allrar) Palestínu röng , því vald og lögsaga eru mun flóknari en það eftir klofningsins Fatah/PLO vs. Hamas. Hver kom á friði á Gaza? Á friðarfundinum var frú Aghabekian stillt upp með utanríkisráðherra Íslands og af myndum og viðtölum mátti helst ráða að þær hefðu tvær í sameiningu komið á friði á Gaza, en hvorki Trump, Ísrael né Hamas. Sannleikurinn er sá að þótt Varsen Aghabekian hafi beitt sér duglega á alþjóðavettvangi fyrir þjóð sína, þá virðist sem áhrif hennar hafi fyrst og fremst verið diplómatísk og hún hafi beitt alþjóðlegum þrýstingi en að hún hafi ekki verið beinn þátttakandi í samningaviðræðum milli Hamas og Ísraels. Hún hefur því lítið sem ekkert haft með núverandi friðarsamkomulag að gera. Hún hefur lýst því yfir í viðtali í Al Jazeera að „það sé PLO sem hafi löggjafarvald og pólitíska stjórn á Gaza“ og telur að Gaza eigi að komast undir stjórn Palestínu og PLO en síðarnefndu samtökin eru eini aðilinn sem Ísrael og alþjóðasamfélagið viðurkenna formlega sem samningsaðila í deilunni um Gaza. Hins vegar hefur áhrifamáttur PLO minnkað til muna eftir 2007, þegar Hamas tók yfir stjórn á Gaza eftir lýðræðislegar kosningar og klofningurinn gerði það að verkum að Palestína talar í raun með tveimur röddum. Frúin hefur ekki svo vitað sé átt í neinum beinum samskiptum við Donald Trump forseta í deilunni um Gaza. Utanríkisstefna ESB er nú utanríkisstefna Íslands Það hefði því verið sterkt pólitískt útspil að boða fulltrúa Bandaríkjanna á fundinn, veita honum fjölmiðlaumfjöllun og mynda hann með utanríkisráðherra Íslands, þar sem Trump hafði lagt sitt af mörkum til friðar á Gaza og hefði hugsanlega getað hlotið friðarverðlaun Nóbels, eða í næst besta lagi einhver nánasti bandamaður hans. Ísland fylgir nú utanríkisstefnu Evrópusambandsins (ESB) en innan sambandsins njóta fulltrúar Bandaríkjanna takmarkaðs álits, og núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur lítið álit á leiðtogum ESB eða stefnu sambandsins í utanríkis- og varnarmálum. Heræsingur ESB í málefnum Úkraínu ríður ekki við einteyming og Ísland hangir að sjálfsögðu með á halanum skv. einhliða ákvörðun Þorgerðar Katrínar. Hún gleymdi því miður að fá leyfi til þessa gjörninga hjá Alþingi Íslendinga eða hvað þá hjá þjóðinni sjálfri. Valdið kemur frá fólkinu, því má ekki gleyma. Það kemur ekki á óvart að íslenskum diplómötum reynist erfitt að ná samningum við ríkisstjórn Donalds Trump um tollamál og önnur mikilvæg málefni. Þeim hefur jafnvel reynst ómögulegt að fá fundartíma í Hvíta húsinu, ekki einu sinni eitt viðtalsbil! Helga Þórólfsdóttir, sáttamiðlari á átakasvæðum í áratugi segir í þættinum Vikulokin á RÚV þ. 11. október s.l. m.a: „Friðurinn kemur að neðan og upp en ekki frá leiðtogum sem eru tilbúnir að nota vopnavald.“ Helga sagði einnig að sér fyndist ofuráherslan á þátt leiðtoga í friðarviðræðum, eða það sem hún kallar leiðtogablæti, vera vandamál. Að fólk væri alltaf að líta til leiðtoga sem beittu vopnavaldi og að þeir ættu líka að koma til bjargar og koma á friði. „Mér finnst það mjög alvarlegt mál þegar verið er að tala um það að nú eigi Vesturveldin að fara þarna með her til þess að bjarga Palestínumönnum. Það eru svo margir hlutir sem ég sé að munu ekki ganga upp bara út frá minni reynslu, hafandi verið í Afganistan, hafandi verið í Írak. Við leysum engin mál með ofbeldi. Við leysum engin mál með hernaði, það er bara þannig,“ sagði Helga. Utanríkisráðherrar Íslands, núverandi og ekki síður sá fyrrverandi, ættu að hafa þessi orð Helgu Þórólfsdóttur í huga næst þegar þær sóa tugum eða jafnvel hundruðum milljörðum af skattfé íslenskra ríkisborgara í vopnakaup í Úkraínu. Höfundur er læknir og fullveldissinni.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar