Körfubolti

Teitur um brotið í Hellinum: „Það verður ekkert gert í þessu“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Stólarnir voru ekki sáttir.
Stólarnir voru ekki sáttir. mynd/stöð 2 Sport
Eins og fram kom í gær braut Kevin Capers, leikmaður ÍR, illa á Viðari Ágústssyni í sigri Tindastóls í Breiðholtinu í Domino´s-deild karla í körfubolta á sunnudagskvöldið en Capers komst upp með að traðka á Viðari.

„Ég veit ekki hvernig dómararnir sjá þetta en því miður held ég að þetta sé viljandi því hann sér allan tímann hvar löppin á honum er og þú sérð viðbrögðin við þessu. Siggi Þorsteins sér þetta og rífur Capers í burtu,“ sagði Teitur Örlygsson í Domino´s-Körfuboltakvöldi í gærkvöldi þegar farið var yfir atvikið.

„Þetta er bara of mikið. Hvort sem að þetta sé bann eða ekki þá er þetta of mikið. Mesta áhyggjuefnið er að Capers sé að koma liðinu sínu í hættulega stöðu. Þeir eru að berjast um sæti í úrslitakeppninni en hann er mögulega að koma sér í bann. Hvað ef þetta hefði verið hnéð á Viðari en ekki ökklinn?“ sagði Finnur Freyr Stefánsson.

Óvíst er hvort aganefndin geri eitthvað í þessu þar sme að brotið sást á myndbandsupptöku en Teitur telur að sá bandaríski sleppi með skrekkinn.

„Það verður ekkert gert í þessu. Það er ekki gert neitt í neinu lengur. Það er alltaf talað um að það megi ekkert lengur en það má allt í körfubolta,“ sagði Teitur Örlygsson.

Alla umræðuna má sjá hér að neðan.

Klippa: Dominos-Körfuboltakvöld - Brotið í Hellinum

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×