Lögregla vaktaði mótmæli hælisleitenda við Útlendingastofnun Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. mars 2019 12:49 Mótmælendur munduðu borða með kröfum sínum. Vísir/Egill Hópur fólks safnaðist saman til mótmæla fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar að Bæjarhrauni 18 í Hafnarfirði í dag. Fólkið mótmælti þar aðstæðum hælisleitenda hér á landi en boðað var til mótmælanna á Facebook-síðunni Refugees in Iceland. Á síðunni kemur fram að um sé að ræða þriðju mótmælin sem boðað er til á einum mánuði. Flóttamenn hafi krafist þess að íslensk stjórnvöld gangi til fundar við þá en ekki fengið nein viðbrögð. „Á meðan er fólki vísað nauðugu úr landi í hverri viku, okkur er haldið í einangrun þangað til við sökkvum í þunglyndi og örvæntingu sem fær of marga til að fremja sjálfsvíg og sjálfsskaða.“Frá mótmælunum í dag.Vísir/EgillÞá krefjast mótmælendur þess að brottvísunum verði hætt, að flóttamannabúðunum að Ásbrú á Reykjanesi verði lokað og að allir hælisleitendur fái sanngjarna meðferð á umsókn sinni auk atvinnuleyfis og aðgengis að heilbrigðisþjónustu. Mótmælendurnir í dag hrópuðu slagorð á borð við „enginn maður er ólöglegur“ og munduðu mótmælaborða. „Fólk er pirrað, við erum með sjálfsvígshugsanir, hjálpið okkur núna, líf okkar eru í húfi!“ var m.a. ritað á einn þeirra. Þá sýna myndir frá vettvangi að lögregla hélt úti töluverðum viðbúnaði vegna mótmælanna. Greint var frá því um helgina að hælisleitandi sem dvalið hefur að Ásbrú hafi verið fluttur á sjúkrahús eftir sjálfsvígstilraun. Þá var sagt frá annarri sjálfsvígstilraun hælisleitanda að Ásbrú á Facebook-síðu Refugees in Iceland í gær en lögreglan á Suðurnesjum vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið leitaði eftir því.Töluverður fjöldi lögreglumanna vaktaði mótmælin.Vísir/Egill Flóttafólk á Íslandi Hafnarfjörður Hælisleitendur Tengdar fréttir Alþingi hætti að veita ríkisborgararétt Dómsmálaráðherra leggur til að veiting ríkisborgararéttar verði einungis á hendi Útlendingastofnunar og að heimild Alþingis til að veita mönnum ríkisborgararétt með lögum verði afnumin. 21. febrúar 2019 06:15 Þjóðskrá sýknuð og fjölskyldunni að óbreyttu vísað úr landi Þjóðskrá Íslands var sýknuð í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af öllum kröfum albanskra foreldra 22 mánaða stúlku sem fæddist hér á landi. Þjóðskrá skráði lögheimili stúlkunnar sem ótilgreint í Evrópu en ekki var fallist á kröfu foreldranna um ólögmæti skráningarinnar. Fjölskyldunni verður að óbreyttu vísað úr landi. 20. febrúar 2019 12:41 Fluttur á sjúkrahús eftir sjálfsvígstilraun á Ásbrú Hælisleitandi sem dvalist hefur á Ásbrú á Reykjanesi var fluttur á sjúkrahús í gær eftir sjálfsvígstilraun. 2. mars 2019 11:56 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Hópur fólks safnaðist saman til mótmæla fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar að Bæjarhrauni 18 í Hafnarfirði í dag. Fólkið mótmælti þar aðstæðum hælisleitenda hér á landi en boðað var til mótmælanna á Facebook-síðunni Refugees in Iceland. Á síðunni kemur fram að um sé að ræða þriðju mótmælin sem boðað er til á einum mánuði. Flóttamenn hafi krafist þess að íslensk stjórnvöld gangi til fundar við þá en ekki fengið nein viðbrögð. „Á meðan er fólki vísað nauðugu úr landi í hverri viku, okkur er haldið í einangrun þangað til við sökkvum í þunglyndi og örvæntingu sem fær of marga til að fremja sjálfsvíg og sjálfsskaða.“Frá mótmælunum í dag.Vísir/EgillÞá krefjast mótmælendur þess að brottvísunum verði hætt, að flóttamannabúðunum að Ásbrú á Reykjanesi verði lokað og að allir hælisleitendur fái sanngjarna meðferð á umsókn sinni auk atvinnuleyfis og aðgengis að heilbrigðisþjónustu. Mótmælendurnir í dag hrópuðu slagorð á borð við „enginn maður er ólöglegur“ og munduðu mótmælaborða. „Fólk er pirrað, við erum með sjálfsvígshugsanir, hjálpið okkur núna, líf okkar eru í húfi!“ var m.a. ritað á einn þeirra. Þá sýna myndir frá vettvangi að lögregla hélt úti töluverðum viðbúnaði vegna mótmælanna. Greint var frá því um helgina að hælisleitandi sem dvalið hefur að Ásbrú hafi verið fluttur á sjúkrahús eftir sjálfsvígstilraun. Þá var sagt frá annarri sjálfsvígstilraun hælisleitanda að Ásbrú á Facebook-síðu Refugees in Iceland í gær en lögreglan á Suðurnesjum vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið leitaði eftir því.Töluverður fjöldi lögreglumanna vaktaði mótmælin.Vísir/Egill
Flóttafólk á Íslandi Hafnarfjörður Hælisleitendur Tengdar fréttir Alþingi hætti að veita ríkisborgararétt Dómsmálaráðherra leggur til að veiting ríkisborgararéttar verði einungis á hendi Útlendingastofnunar og að heimild Alþingis til að veita mönnum ríkisborgararétt með lögum verði afnumin. 21. febrúar 2019 06:15 Þjóðskrá sýknuð og fjölskyldunni að óbreyttu vísað úr landi Þjóðskrá Íslands var sýknuð í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af öllum kröfum albanskra foreldra 22 mánaða stúlku sem fæddist hér á landi. Þjóðskrá skráði lögheimili stúlkunnar sem ótilgreint í Evrópu en ekki var fallist á kröfu foreldranna um ólögmæti skráningarinnar. Fjölskyldunni verður að óbreyttu vísað úr landi. 20. febrúar 2019 12:41 Fluttur á sjúkrahús eftir sjálfsvígstilraun á Ásbrú Hælisleitandi sem dvalist hefur á Ásbrú á Reykjanesi var fluttur á sjúkrahús í gær eftir sjálfsvígstilraun. 2. mars 2019 11:56 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Alþingi hætti að veita ríkisborgararétt Dómsmálaráðherra leggur til að veiting ríkisborgararéttar verði einungis á hendi Útlendingastofnunar og að heimild Alþingis til að veita mönnum ríkisborgararétt með lögum verði afnumin. 21. febrúar 2019 06:15
Þjóðskrá sýknuð og fjölskyldunni að óbreyttu vísað úr landi Þjóðskrá Íslands var sýknuð í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af öllum kröfum albanskra foreldra 22 mánaða stúlku sem fæddist hér á landi. Þjóðskrá skráði lögheimili stúlkunnar sem ótilgreint í Evrópu en ekki var fallist á kröfu foreldranna um ólögmæti skráningarinnar. Fjölskyldunni verður að óbreyttu vísað úr landi. 20. febrúar 2019 12:41
Fluttur á sjúkrahús eftir sjálfsvígstilraun á Ásbrú Hælisleitandi sem dvalist hefur á Ásbrú á Reykjanesi var fluttur á sjúkrahús í gær eftir sjálfsvígstilraun. 2. mars 2019 11:56