Lögregla vaktaði mótmæli hælisleitenda við Útlendingastofnun Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. mars 2019 12:49 Mótmælendur munduðu borða með kröfum sínum. Vísir/Egill Hópur fólks safnaðist saman til mótmæla fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar að Bæjarhrauni 18 í Hafnarfirði í dag. Fólkið mótmælti þar aðstæðum hælisleitenda hér á landi en boðað var til mótmælanna á Facebook-síðunni Refugees in Iceland. Á síðunni kemur fram að um sé að ræða þriðju mótmælin sem boðað er til á einum mánuði. Flóttamenn hafi krafist þess að íslensk stjórnvöld gangi til fundar við þá en ekki fengið nein viðbrögð. „Á meðan er fólki vísað nauðugu úr landi í hverri viku, okkur er haldið í einangrun þangað til við sökkvum í þunglyndi og örvæntingu sem fær of marga til að fremja sjálfsvíg og sjálfsskaða.“Frá mótmælunum í dag.Vísir/EgillÞá krefjast mótmælendur þess að brottvísunum verði hætt, að flóttamannabúðunum að Ásbrú á Reykjanesi verði lokað og að allir hælisleitendur fái sanngjarna meðferð á umsókn sinni auk atvinnuleyfis og aðgengis að heilbrigðisþjónustu. Mótmælendurnir í dag hrópuðu slagorð á borð við „enginn maður er ólöglegur“ og munduðu mótmælaborða. „Fólk er pirrað, við erum með sjálfsvígshugsanir, hjálpið okkur núna, líf okkar eru í húfi!“ var m.a. ritað á einn þeirra. Þá sýna myndir frá vettvangi að lögregla hélt úti töluverðum viðbúnaði vegna mótmælanna. Greint var frá því um helgina að hælisleitandi sem dvalið hefur að Ásbrú hafi verið fluttur á sjúkrahús eftir sjálfsvígstilraun. Þá var sagt frá annarri sjálfsvígstilraun hælisleitanda að Ásbrú á Facebook-síðu Refugees in Iceland í gær en lögreglan á Suðurnesjum vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið leitaði eftir því.Töluverður fjöldi lögreglumanna vaktaði mótmælin.Vísir/Egill Flóttafólk á Íslandi Hafnarfjörður Hælisleitendur Tengdar fréttir Alþingi hætti að veita ríkisborgararétt Dómsmálaráðherra leggur til að veiting ríkisborgararéttar verði einungis á hendi Útlendingastofnunar og að heimild Alþingis til að veita mönnum ríkisborgararétt með lögum verði afnumin. 21. febrúar 2019 06:15 Þjóðskrá sýknuð og fjölskyldunni að óbreyttu vísað úr landi Þjóðskrá Íslands var sýknuð í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af öllum kröfum albanskra foreldra 22 mánaða stúlku sem fæddist hér á landi. Þjóðskrá skráði lögheimili stúlkunnar sem ótilgreint í Evrópu en ekki var fallist á kröfu foreldranna um ólögmæti skráningarinnar. Fjölskyldunni verður að óbreyttu vísað úr landi. 20. febrúar 2019 12:41 Fluttur á sjúkrahús eftir sjálfsvígstilraun á Ásbrú Hælisleitandi sem dvalist hefur á Ásbrú á Reykjanesi var fluttur á sjúkrahús í gær eftir sjálfsvígstilraun. 2. mars 2019 11:56 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
Hópur fólks safnaðist saman til mótmæla fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar að Bæjarhrauni 18 í Hafnarfirði í dag. Fólkið mótmælti þar aðstæðum hælisleitenda hér á landi en boðað var til mótmælanna á Facebook-síðunni Refugees in Iceland. Á síðunni kemur fram að um sé að ræða þriðju mótmælin sem boðað er til á einum mánuði. Flóttamenn hafi krafist þess að íslensk stjórnvöld gangi til fundar við þá en ekki fengið nein viðbrögð. „Á meðan er fólki vísað nauðugu úr landi í hverri viku, okkur er haldið í einangrun þangað til við sökkvum í þunglyndi og örvæntingu sem fær of marga til að fremja sjálfsvíg og sjálfsskaða.“Frá mótmælunum í dag.Vísir/EgillÞá krefjast mótmælendur þess að brottvísunum verði hætt, að flóttamannabúðunum að Ásbrú á Reykjanesi verði lokað og að allir hælisleitendur fái sanngjarna meðferð á umsókn sinni auk atvinnuleyfis og aðgengis að heilbrigðisþjónustu. Mótmælendurnir í dag hrópuðu slagorð á borð við „enginn maður er ólöglegur“ og munduðu mótmælaborða. „Fólk er pirrað, við erum með sjálfsvígshugsanir, hjálpið okkur núna, líf okkar eru í húfi!“ var m.a. ritað á einn þeirra. Þá sýna myndir frá vettvangi að lögregla hélt úti töluverðum viðbúnaði vegna mótmælanna. Greint var frá því um helgina að hælisleitandi sem dvalið hefur að Ásbrú hafi verið fluttur á sjúkrahús eftir sjálfsvígstilraun. Þá var sagt frá annarri sjálfsvígstilraun hælisleitanda að Ásbrú á Facebook-síðu Refugees in Iceland í gær en lögreglan á Suðurnesjum vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið leitaði eftir því.Töluverður fjöldi lögreglumanna vaktaði mótmælin.Vísir/Egill
Flóttafólk á Íslandi Hafnarfjörður Hælisleitendur Tengdar fréttir Alþingi hætti að veita ríkisborgararétt Dómsmálaráðherra leggur til að veiting ríkisborgararéttar verði einungis á hendi Útlendingastofnunar og að heimild Alþingis til að veita mönnum ríkisborgararétt með lögum verði afnumin. 21. febrúar 2019 06:15 Þjóðskrá sýknuð og fjölskyldunni að óbreyttu vísað úr landi Þjóðskrá Íslands var sýknuð í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af öllum kröfum albanskra foreldra 22 mánaða stúlku sem fæddist hér á landi. Þjóðskrá skráði lögheimili stúlkunnar sem ótilgreint í Evrópu en ekki var fallist á kröfu foreldranna um ólögmæti skráningarinnar. Fjölskyldunni verður að óbreyttu vísað úr landi. 20. febrúar 2019 12:41 Fluttur á sjúkrahús eftir sjálfsvígstilraun á Ásbrú Hælisleitandi sem dvalist hefur á Ásbrú á Reykjanesi var fluttur á sjúkrahús í gær eftir sjálfsvígstilraun. 2. mars 2019 11:56 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
Alþingi hætti að veita ríkisborgararétt Dómsmálaráðherra leggur til að veiting ríkisborgararéttar verði einungis á hendi Útlendingastofnunar og að heimild Alþingis til að veita mönnum ríkisborgararétt með lögum verði afnumin. 21. febrúar 2019 06:15
Þjóðskrá sýknuð og fjölskyldunni að óbreyttu vísað úr landi Þjóðskrá Íslands var sýknuð í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af öllum kröfum albanskra foreldra 22 mánaða stúlku sem fæddist hér á landi. Þjóðskrá skráði lögheimili stúlkunnar sem ótilgreint í Evrópu en ekki var fallist á kröfu foreldranna um ólögmæti skráningarinnar. Fjölskyldunni verður að óbreyttu vísað úr landi. 20. febrúar 2019 12:41
Fluttur á sjúkrahús eftir sjálfsvígstilraun á Ásbrú Hælisleitandi sem dvalist hefur á Ásbrú á Reykjanesi var fluttur á sjúkrahús í gær eftir sjálfsvígstilraun. 2. mars 2019 11:56