Innlent

Fjórir á Landspítalanum smitaðir af mislingum

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá Landspítalanum.
Frá Landspítalanum. Fréttablaðið/GVA
Fjórir eru nú á Landspítalanum smitaðir af mislingum. Greint var fyrst frá þessu á vef Fréttablaðsins en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir staðfestir þetta í samtali við Vísi.

Um er að ræða tvo fullorðna og tvö börn en öll voru þau í flug Air Iceland Connect frá Reykjavík til Egilsstaða 15. febrúar síðastliðinn að sögn Þórólfs.

Annað barnanna er ellefu mánaða gamalt og greindist það með mislinga síðastliðinn laugardag. Hitt barnið er tæplega átján mánaða gamalt og greindist með mislinga á Barnaspítalanum í nótt.

Barnið sem greindist í nótt var síðast á leikskólanum Hnoðraholti í Garðabæ á fimmtudag en ákveðið hefur verið að tuttugu börn sem eru á leikskólanum, sem eru óbólusett sökum aldurs, verði heima næstu tvær og hálfa vikuna til að varna því að þau smiti óbólusetta einstaklinga. Ekki er bólusett fyrir mislingum fyrr en við átján mánaða aldur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×