Segir samband Vigdísar við sannleikann einkennast af sveigjanleika og hefur áhyggjur af lýðræðinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. mars 2019 21:42 Dóra Björt, forseti borgarstjórnar, hefur áhyggjur af þróun lýðræðisins á Íslandi. Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar og borgarfulltrúi Pírata, segir samband Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, við sannleikann einkennast af sveigjanleika í anda Bandaríkjaforseta. Þetta segir Dóra Björt á Facebook síðu sinni en tilefnið er ræða Vigdísar í borgarstjórn í kvöld þar sem hún lagði fram tillögu um að „fella niður álögð innviðagjöld“ en Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, finnst orðalag tillögunnar vera sniðið að því að skapa hugrenningartengsl á milli innviðagreiðslna og lögbrota. Vigdís segir á fundi borgarstjórnar að hún telji að innviðagjöldin séu ólögleg en Dóra bendir á að lögfræði sé ekki huglægt mat. „Eitt dæmi af óteljandi um það hve sveigjanlegt samband borgarfulltrúinn hefur við sannleikann. Allt er beygt og teygt eftir hentisemi, að Trumpískum sið,“ segir Dóra. Hún spyr þá hvernig heiðvirt fólk eigi að bregðast við. „Það er ekki hlustað á rök. Það er ekki hlustað á staðreyndir. Og þegar við útskýrum hvernig þessi staðhæfing er alröng þá er það eins og að skvetta vatni á gæs. Og svo dreifist svona vitleysa um samfélagið og almenningur fer að trúa þessu. Það er lýðræðislegt vandamál,“ segir Dóra sem bætir við að hún hafi verulegar áhyggjur af lýðræðinu um þessar mundir. Vigdís svaraði Dóru um hæl í ummælakerfi Facebook og sagði Dóru hafa opinberað sjálfa sig með færslunni. „Vel gert Dóra, frú forseti borgarstjórnar – færir tuddalætin inn á facebook – þurfti að ræða ónæðið og geiflurnar og flissið í lok máls míns – nú opinberar þú þig alveg og kærar þakkir fyrir það,“ skrifar Vigdís.Dagur vísar því algjörlega á bug að innviðagreiðslur séu ólöglegar.Dagur vísar því algjörlega á bug að innviðagjöld séu ólögleg. „Ég vísa því alfarið á bug að það að semja um innviðagreiðslur í tengslum við tiltekna uppbyggingu í einkaréttarlegum samningum sé lögbrot. Hvað þá að framkvæmdin hjá Reykjavíkurborg sé lögbrot enda hefur ekkert í máli borgarfulltrúans stutt við það þó hún hafi vissulega reifað blaðagrein þar sem því er haldið fram að af því þetta sé ekki í lögum þá sé þetta ekki lögmætur skattur en það er verið að semja um þetta á einkaréttarlegum grunni nákvæmlega eins og var gert varðandi gatnagerðargjaldið og þess vegna var ég að rifja upp þessa sögu vegna þess að samningar um slíkt eru fullkomlega eðlilegir þegar verið er að brjóta nýtt land, þeir eru líka fullkomlega eðlilegir þegar verið er að endurskipuleggja svæði vegna þess að gatnagerðagjaldaumhverfið miðast við lóðaúthlutanir og ný svæði,“ segir Dagur.Vigdís Hauksdóttir telur að innviðagjöld séu ólögleg. Fréttablaðið/Anton BrinkVigdís tekur svari borgarstjóra óstinnt upp og sakar hann um að réttlæta meint lögbrot með dæmum frá því í gamla daga. „Það er verið að réttlæta hér lögbrot með því að vísa í eitthvað sem gerðist fyrir einhverjum mörgum tugum ára þegar allt annað lagaumhverfi var. Innviðagjöldin eru ólögmæt að mínu mati og margra annarra hér í þessu samfélagi. Það verður ekki leiðrétt með einhverjum öðrum lagasetningum á þinginu. Ef þetta eiga að vera rökin hjá öllum sem búa í Reykjavík og öllum sem búa á Íslandi að ég megi gera ákveðna hluti út af því að það var einhver á síðustu öld sem gerði sambærilega hluti en þó samt með afbrigðum að þá sé í lagi að ég bara brjóti lög. Þetta er alveg í takt við allt sem hefur komið fram hjá borginni eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Það er litið á lögbrot af léttúð,“ segir Vigdís. Borgarstjórn Miðflokkurinn Píratar Reykjavík Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar og borgarfulltrúi Pírata, segir samband Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, við sannleikann einkennast af sveigjanleika í anda Bandaríkjaforseta. Þetta segir Dóra Björt á Facebook síðu sinni en tilefnið er ræða Vigdísar í borgarstjórn í kvöld þar sem hún lagði fram tillögu um að „fella niður álögð innviðagjöld“ en Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, finnst orðalag tillögunnar vera sniðið að því að skapa hugrenningartengsl á milli innviðagreiðslna og lögbrota. Vigdís segir á fundi borgarstjórnar að hún telji að innviðagjöldin séu ólögleg en Dóra bendir á að lögfræði sé ekki huglægt mat. „Eitt dæmi af óteljandi um það hve sveigjanlegt samband borgarfulltrúinn hefur við sannleikann. Allt er beygt og teygt eftir hentisemi, að Trumpískum sið,“ segir Dóra. Hún spyr þá hvernig heiðvirt fólk eigi að bregðast við. „Það er ekki hlustað á rök. Það er ekki hlustað á staðreyndir. Og þegar við útskýrum hvernig þessi staðhæfing er alröng þá er það eins og að skvetta vatni á gæs. Og svo dreifist svona vitleysa um samfélagið og almenningur fer að trúa þessu. Það er lýðræðislegt vandamál,“ segir Dóra sem bætir við að hún hafi verulegar áhyggjur af lýðræðinu um þessar mundir. Vigdís svaraði Dóru um hæl í ummælakerfi Facebook og sagði Dóru hafa opinberað sjálfa sig með færslunni. „Vel gert Dóra, frú forseti borgarstjórnar – færir tuddalætin inn á facebook – þurfti að ræða ónæðið og geiflurnar og flissið í lok máls míns – nú opinberar þú þig alveg og kærar þakkir fyrir það,“ skrifar Vigdís.Dagur vísar því algjörlega á bug að innviðagreiðslur séu ólöglegar.Dagur vísar því algjörlega á bug að innviðagjöld séu ólögleg. „Ég vísa því alfarið á bug að það að semja um innviðagreiðslur í tengslum við tiltekna uppbyggingu í einkaréttarlegum samningum sé lögbrot. Hvað þá að framkvæmdin hjá Reykjavíkurborg sé lögbrot enda hefur ekkert í máli borgarfulltrúans stutt við það þó hún hafi vissulega reifað blaðagrein þar sem því er haldið fram að af því þetta sé ekki í lögum þá sé þetta ekki lögmætur skattur en það er verið að semja um þetta á einkaréttarlegum grunni nákvæmlega eins og var gert varðandi gatnagerðargjaldið og þess vegna var ég að rifja upp þessa sögu vegna þess að samningar um slíkt eru fullkomlega eðlilegir þegar verið er að brjóta nýtt land, þeir eru líka fullkomlega eðlilegir þegar verið er að endurskipuleggja svæði vegna þess að gatnagerðagjaldaumhverfið miðast við lóðaúthlutanir og ný svæði,“ segir Dagur.Vigdís Hauksdóttir telur að innviðagjöld séu ólögleg. Fréttablaðið/Anton BrinkVigdís tekur svari borgarstjóra óstinnt upp og sakar hann um að réttlæta meint lögbrot með dæmum frá því í gamla daga. „Það er verið að réttlæta hér lögbrot með því að vísa í eitthvað sem gerðist fyrir einhverjum mörgum tugum ára þegar allt annað lagaumhverfi var. Innviðagjöldin eru ólögmæt að mínu mati og margra annarra hér í þessu samfélagi. Það verður ekki leiðrétt með einhverjum öðrum lagasetningum á þinginu. Ef þetta eiga að vera rökin hjá öllum sem búa í Reykjavík og öllum sem búa á Íslandi að ég megi gera ákveðna hluti út af því að það var einhver á síðustu öld sem gerði sambærilega hluti en þó samt með afbrigðum að þá sé í lagi að ég bara brjóti lög. Þetta er alveg í takt við allt sem hefur komið fram hjá borginni eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Það er litið á lögbrot af léttúð,“ segir Vigdís.
Borgarstjórn Miðflokkurinn Píratar Reykjavík Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira