Ríkið sýknað af skaðabótakröfu Ástu Kristínar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. mars 2019 10:23 Ásta Kristín var sýknuð af ákæru ríkissaksóknara í málinu gegn henni. Hún krafðist skaðabóta vegna málsóknarinnar. Vísir/Vilhelm. Hæstiréttur hefur sýknað íslenska ríkið af fjögurra milljóna króna skaðabótakröfu hjúkrunafræðings sem var sýknuð af ákæru um gáleysi í starfi sem leiddi til dauða sjúklings. Árið 2015 var Ásta Kristín Andrésdóttir ákærð fyrir manndráp af gáleysi og fyrir brot á hjúkrunarlögum á þeim grundelli að hún hefði gleymt að tæma loft úr kraga barkaraufarrennu þegar hún tók sjúkling úr öndunarvél 3. október 2012. Ásta var sýknuð af ákærunni og fór hún fram á miskabætur vegna málsins. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði ríki hins vegar af miskabótakröfu Ástu. Landsréttur staðfesti þann dóm 28. september síðastliðinn. Hæstiréttur samþykkti málskotsbeiðni Ástu og áfrýjaði hún því málinu til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Ásta Kristín Andrésdóttir í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir að sýknudómurinn lá fyrir árið 2015.Fréttablaðið/Stefán Í umfjöllun um málið á vef Hæstaréttar segir að útgáfa ákæru og höfðun sakamáls gæti ekki leitt til bótaskyldu á grundvelli hlutlægrar bótaábyrgða. Þeir einir ættu rétt á bótum er sætt hefðu nánar tilgreindum rannsóknaraðgerðum svo sem símahlustun, handtöku eða gæsluvarðhaldi. Ásta sætti hins vegar ekki slíkum aðgerðum var kröfu hennar um bætur á grundvelli hlutlægrar bótaábyrgða því hafnað. Þá var ekki talið að færðar hefðu verið sönnur á að íslenska ríkið hefði með saknæmum og ólögmætum hætti brotið gegn frelsi, friði, æru eða persónu hennar í skilningi skaðabótalaga. Var íslenska ríkið því sýknað af kröfu konunnar. Í viðtali við fréttastofu eftir að dómur Landsréttar féll á síðasta ári sagði Ásta að niðurstaðan væri mikið áfall. Rannsóknin hefði haft gríðarleg áhrif á mannorð hennar og einkalíf fjölskyldu hennar.„Þetta hefur haft rosaleg áhrif á mig og fjölskyldu mína. Barnið mitt sem er unglingur þurfti að fullorðnast þegar ég sagði henni frá þessu og það hefur áhrif á okkar samskipti og hvernig henni og mér líður,“ sagði Ásta. Dóm Hæstaréttar má lesa hér. Dómsmál Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Tengdar fréttir Bótamál hjúkrunarfræðings fer til Hæstaréttar Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni Ástu Kristínar Andrésdóttur um áfrýjun dóms Landsréttar sem hafnaði kröfu hennar um skaðabætur frá ríkinu. 16. nóvember 2018 07:00 „Þetta hefur haft rosaleg áhrif á mig og fjölskyldu mína“ Ásta Kristín segir niðurstöðuna áfall og ætlar að áfrýja dómnum. 29. september 2018 20:00 Fjögurra milljóna króna bótakröfu Ástu Kristínar hafnað Var sýknuð af ákæru um manndráp af gáleysi. 28. september 2018 15:37 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Hæstiréttur hefur sýknað íslenska ríkið af fjögurra milljóna króna skaðabótakröfu hjúkrunafræðings sem var sýknuð af ákæru um gáleysi í starfi sem leiddi til dauða sjúklings. Árið 2015 var Ásta Kristín Andrésdóttir ákærð fyrir manndráp af gáleysi og fyrir brot á hjúkrunarlögum á þeim grundelli að hún hefði gleymt að tæma loft úr kraga barkaraufarrennu þegar hún tók sjúkling úr öndunarvél 3. október 2012. Ásta var sýknuð af ákærunni og fór hún fram á miskabætur vegna málsins. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði ríki hins vegar af miskabótakröfu Ástu. Landsréttur staðfesti þann dóm 28. september síðastliðinn. Hæstiréttur samþykkti málskotsbeiðni Ástu og áfrýjaði hún því málinu til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Ásta Kristín Andrésdóttir í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir að sýknudómurinn lá fyrir árið 2015.Fréttablaðið/Stefán Í umfjöllun um málið á vef Hæstaréttar segir að útgáfa ákæru og höfðun sakamáls gæti ekki leitt til bótaskyldu á grundvelli hlutlægrar bótaábyrgða. Þeir einir ættu rétt á bótum er sætt hefðu nánar tilgreindum rannsóknaraðgerðum svo sem símahlustun, handtöku eða gæsluvarðhaldi. Ásta sætti hins vegar ekki slíkum aðgerðum var kröfu hennar um bætur á grundvelli hlutlægrar bótaábyrgða því hafnað. Þá var ekki talið að færðar hefðu verið sönnur á að íslenska ríkið hefði með saknæmum og ólögmætum hætti brotið gegn frelsi, friði, æru eða persónu hennar í skilningi skaðabótalaga. Var íslenska ríkið því sýknað af kröfu konunnar. Í viðtali við fréttastofu eftir að dómur Landsréttar féll á síðasta ári sagði Ásta að niðurstaðan væri mikið áfall. Rannsóknin hefði haft gríðarleg áhrif á mannorð hennar og einkalíf fjölskyldu hennar.„Þetta hefur haft rosaleg áhrif á mig og fjölskyldu mína. Barnið mitt sem er unglingur þurfti að fullorðnast þegar ég sagði henni frá þessu og það hefur áhrif á okkar samskipti og hvernig henni og mér líður,“ sagði Ásta. Dóm Hæstaréttar má lesa hér.
Dómsmál Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Tengdar fréttir Bótamál hjúkrunarfræðings fer til Hæstaréttar Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni Ástu Kristínar Andrésdóttur um áfrýjun dóms Landsréttar sem hafnaði kröfu hennar um skaðabætur frá ríkinu. 16. nóvember 2018 07:00 „Þetta hefur haft rosaleg áhrif á mig og fjölskyldu mína“ Ásta Kristín segir niðurstöðuna áfall og ætlar að áfrýja dómnum. 29. september 2018 20:00 Fjögurra milljóna króna bótakröfu Ástu Kristínar hafnað Var sýknuð af ákæru um manndráp af gáleysi. 28. september 2018 15:37 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Bótamál hjúkrunarfræðings fer til Hæstaréttar Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni Ástu Kristínar Andrésdóttur um áfrýjun dóms Landsréttar sem hafnaði kröfu hennar um skaðabætur frá ríkinu. 16. nóvember 2018 07:00
„Þetta hefur haft rosaleg áhrif á mig og fjölskyldu mína“ Ásta Kristín segir niðurstöðuna áfall og ætlar að áfrýja dómnum. 29. september 2018 20:00
Fjögurra milljóna króna bótakröfu Ástu Kristínar hafnað Var sýknuð af ákæru um manndráp af gáleysi. 28. september 2018 15:37