Umboðsmaður um Samherjamálið: „Verður að vera alveg ljóst að svona gera menn ekki“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. mars 2019 14:44 Umboðsmaður var afdráttarlaus á fundinum í morgun. Alþingi Samherjamálið er ágætis dæmi um að það sé óheppilegt að reglusetning, rannsókn mála og ákvörðun viðurlaga sé á einni hendi, að mati Umboðsmanns Alþingis. Umboðsmaður fór yfir málið á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Formaður nefndarinnar segir að þetta þurfi að skoða. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis kom fyrir stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun og ræddi málefni gjaldeyriseftirlits Seðlabankans og Samherjamálið. Á vef umboðsmanns var í morgun birt bréf hans til forsætisráðherra. Þar segir að tilefni sé til þess að kalla eftir upplýsingum um hver hafi í raun verið hlutur starfsmanna gjaldeyriseftirlits í því að veita Ríkisútvarpinu upplýsingar um fyrirhugaða húsleit gjaldeyriseftirlitsins hjá Samherja, 27. mars 2012 en málið er nú á borði forsætisráðherra. Þá gerir hann athugasemdir við að í bréfi sem seðlabankastjóri sendi forsætisráðherra 29. janúar síðastliðinn sé talað um að aðgerðir seðlabankans á þeim tíma hafi haft töluverð fælingaráhrif. Segir umboðsmaður þetta vekja upp spurningar um hvaða tilgangur hafi raun búið að baki því að veita upplýsingar um húsleitina og dreifa frétt um hana.Frá fundinum í morgun.Vísir/Friðrik Þór„Hvað sem líður öllu frelsi fjölmiðla til upplýsingagjafar þá er það mjög alvarlegt í ljósi þeirra viðamiklu rannsóknarúrræða sem þarna er verið að grípa til að það reynist rétt vera að starfsmenn hins opinbera eru fyrir fram búnir að upplýsa um stað og stund slíkra athafna. Það verður að vera alveg ljóst að svona gera menn ekki,“ segir Tryggvi Gunnarsson. Umboðsmaður Alþingis sagði málið ágætis dæmi um að það sé óheppilegt að reglusetning, ákvarðanataka og ákvörðun viðurlaga sé hjá einu og sama stjórnvaldi. Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er sammála því. „Í þessum minni málum, þar sem eru sektarheimildir, þar hefur Seðlabankinn þessa heimild enn þá. Það kann að vera óheppilegt því við höfum jú ákveðið að rannsóknir og svo ákvarðanir um viðurlög eiga ekki að vera á sömu hendi. Við þurfum klárlega að taka þetta til skoðunar,“ segir Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.Upptöku frá fundinum má sjá hér að neðan. Alþingi Seðlabankinn Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Vill að Seðlabankinn rétti hlut þeirra sem sættu sektum Seðlabanki Íslands ætti að hafa frumkvæði að því að rétta hlut þeirra sem sættu sektum af hálfu bankans eða gerðu sátt við bankann undir þvingun í tilvikum þar sem gildar viðurlagaheimildir voru ekki til staðar. 13. febrúar 2019 07:15 Mest lesið Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Sjá meira
Samherjamálið er ágætis dæmi um að það sé óheppilegt að reglusetning, rannsókn mála og ákvörðun viðurlaga sé á einni hendi, að mati Umboðsmanns Alþingis. Umboðsmaður fór yfir málið á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Formaður nefndarinnar segir að þetta þurfi að skoða. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis kom fyrir stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun og ræddi málefni gjaldeyriseftirlits Seðlabankans og Samherjamálið. Á vef umboðsmanns var í morgun birt bréf hans til forsætisráðherra. Þar segir að tilefni sé til þess að kalla eftir upplýsingum um hver hafi í raun verið hlutur starfsmanna gjaldeyriseftirlits í því að veita Ríkisútvarpinu upplýsingar um fyrirhugaða húsleit gjaldeyriseftirlitsins hjá Samherja, 27. mars 2012 en málið er nú á borði forsætisráðherra. Þá gerir hann athugasemdir við að í bréfi sem seðlabankastjóri sendi forsætisráðherra 29. janúar síðastliðinn sé talað um að aðgerðir seðlabankans á þeim tíma hafi haft töluverð fælingaráhrif. Segir umboðsmaður þetta vekja upp spurningar um hvaða tilgangur hafi raun búið að baki því að veita upplýsingar um húsleitina og dreifa frétt um hana.Frá fundinum í morgun.Vísir/Friðrik Þór„Hvað sem líður öllu frelsi fjölmiðla til upplýsingagjafar þá er það mjög alvarlegt í ljósi þeirra viðamiklu rannsóknarúrræða sem þarna er verið að grípa til að það reynist rétt vera að starfsmenn hins opinbera eru fyrir fram búnir að upplýsa um stað og stund slíkra athafna. Það verður að vera alveg ljóst að svona gera menn ekki,“ segir Tryggvi Gunnarsson. Umboðsmaður Alþingis sagði málið ágætis dæmi um að það sé óheppilegt að reglusetning, ákvarðanataka og ákvörðun viðurlaga sé hjá einu og sama stjórnvaldi. Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er sammála því. „Í þessum minni málum, þar sem eru sektarheimildir, þar hefur Seðlabankinn þessa heimild enn þá. Það kann að vera óheppilegt því við höfum jú ákveðið að rannsóknir og svo ákvarðanir um viðurlög eiga ekki að vera á sömu hendi. Við þurfum klárlega að taka þetta til skoðunar,“ segir Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.Upptöku frá fundinum má sjá hér að neðan.
Alþingi Seðlabankinn Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Vill að Seðlabankinn rétti hlut þeirra sem sættu sektum Seðlabanki Íslands ætti að hafa frumkvæði að því að rétta hlut þeirra sem sættu sektum af hálfu bankans eða gerðu sátt við bankann undir þvingun í tilvikum þar sem gildar viðurlagaheimildir voru ekki til staðar. 13. febrúar 2019 07:15 Mest lesið Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Sjá meira
Vill að Seðlabankinn rétti hlut þeirra sem sættu sektum Seðlabanki Íslands ætti að hafa frumkvæði að því að rétta hlut þeirra sem sættu sektum af hálfu bankans eða gerðu sátt við bankann undir þvingun í tilvikum þar sem gildar viðurlagaheimildir voru ekki til staðar. 13. febrúar 2019 07:15