Umboðsmaður um Samherjamálið: „Verður að vera alveg ljóst að svona gera menn ekki“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. mars 2019 14:44 Umboðsmaður var afdráttarlaus á fundinum í morgun. Alþingi Samherjamálið er ágætis dæmi um að það sé óheppilegt að reglusetning, rannsókn mála og ákvörðun viðurlaga sé á einni hendi, að mati Umboðsmanns Alþingis. Umboðsmaður fór yfir málið á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Formaður nefndarinnar segir að þetta þurfi að skoða. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis kom fyrir stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun og ræddi málefni gjaldeyriseftirlits Seðlabankans og Samherjamálið. Á vef umboðsmanns var í morgun birt bréf hans til forsætisráðherra. Þar segir að tilefni sé til þess að kalla eftir upplýsingum um hver hafi í raun verið hlutur starfsmanna gjaldeyriseftirlits í því að veita Ríkisútvarpinu upplýsingar um fyrirhugaða húsleit gjaldeyriseftirlitsins hjá Samherja, 27. mars 2012 en málið er nú á borði forsætisráðherra. Þá gerir hann athugasemdir við að í bréfi sem seðlabankastjóri sendi forsætisráðherra 29. janúar síðastliðinn sé talað um að aðgerðir seðlabankans á þeim tíma hafi haft töluverð fælingaráhrif. Segir umboðsmaður þetta vekja upp spurningar um hvaða tilgangur hafi raun búið að baki því að veita upplýsingar um húsleitina og dreifa frétt um hana.Frá fundinum í morgun.Vísir/Friðrik Þór„Hvað sem líður öllu frelsi fjölmiðla til upplýsingagjafar þá er það mjög alvarlegt í ljósi þeirra viðamiklu rannsóknarúrræða sem þarna er verið að grípa til að það reynist rétt vera að starfsmenn hins opinbera eru fyrir fram búnir að upplýsa um stað og stund slíkra athafna. Það verður að vera alveg ljóst að svona gera menn ekki,“ segir Tryggvi Gunnarsson. Umboðsmaður Alþingis sagði málið ágætis dæmi um að það sé óheppilegt að reglusetning, ákvarðanataka og ákvörðun viðurlaga sé hjá einu og sama stjórnvaldi. Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er sammála því. „Í þessum minni málum, þar sem eru sektarheimildir, þar hefur Seðlabankinn þessa heimild enn þá. Það kann að vera óheppilegt því við höfum jú ákveðið að rannsóknir og svo ákvarðanir um viðurlög eiga ekki að vera á sömu hendi. Við þurfum klárlega að taka þetta til skoðunar,“ segir Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.Upptöku frá fundinum má sjá hér að neðan. Alþingi Seðlabankinn Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Vill að Seðlabankinn rétti hlut þeirra sem sættu sektum Seðlabanki Íslands ætti að hafa frumkvæði að því að rétta hlut þeirra sem sættu sektum af hálfu bankans eða gerðu sátt við bankann undir þvingun í tilvikum þar sem gildar viðurlagaheimildir voru ekki til staðar. 13. febrúar 2019 07:15 Mest lesið Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
Samherjamálið er ágætis dæmi um að það sé óheppilegt að reglusetning, rannsókn mála og ákvörðun viðurlaga sé á einni hendi, að mati Umboðsmanns Alþingis. Umboðsmaður fór yfir málið á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Formaður nefndarinnar segir að þetta þurfi að skoða. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis kom fyrir stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun og ræddi málefni gjaldeyriseftirlits Seðlabankans og Samherjamálið. Á vef umboðsmanns var í morgun birt bréf hans til forsætisráðherra. Þar segir að tilefni sé til þess að kalla eftir upplýsingum um hver hafi í raun verið hlutur starfsmanna gjaldeyriseftirlits í því að veita Ríkisútvarpinu upplýsingar um fyrirhugaða húsleit gjaldeyriseftirlitsins hjá Samherja, 27. mars 2012 en málið er nú á borði forsætisráðherra. Þá gerir hann athugasemdir við að í bréfi sem seðlabankastjóri sendi forsætisráðherra 29. janúar síðastliðinn sé talað um að aðgerðir seðlabankans á þeim tíma hafi haft töluverð fælingaráhrif. Segir umboðsmaður þetta vekja upp spurningar um hvaða tilgangur hafi raun búið að baki því að veita upplýsingar um húsleitina og dreifa frétt um hana.Frá fundinum í morgun.Vísir/Friðrik Þór„Hvað sem líður öllu frelsi fjölmiðla til upplýsingagjafar þá er það mjög alvarlegt í ljósi þeirra viðamiklu rannsóknarúrræða sem þarna er verið að grípa til að það reynist rétt vera að starfsmenn hins opinbera eru fyrir fram búnir að upplýsa um stað og stund slíkra athafna. Það verður að vera alveg ljóst að svona gera menn ekki,“ segir Tryggvi Gunnarsson. Umboðsmaður Alþingis sagði málið ágætis dæmi um að það sé óheppilegt að reglusetning, ákvarðanataka og ákvörðun viðurlaga sé hjá einu og sama stjórnvaldi. Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er sammála því. „Í þessum minni málum, þar sem eru sektarheimildir, þar hefur Seðlabankinn þessa heimild enn þá. Það kann að vera óheppilegt því við höfum jú ákveðið að rannsóknir og svo ákvarðanir um viðurlög eiga ekki að vera á sömu hendi. Við þurfum klárlega að taka þetta til skoðunar,“ segir Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.Upptöku frá fundinum má sjá hér að neðan.
Alþingi Seðlabankinn Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Vill að Seðlabankinn rétti hlut þeirra sem sættu sektum Seðlabanki Íslands ætti að hafa frumkvæði að því að rétta hlut þeirra sem sættu sektum af hálfu bankans eða gerðu sátt við bankann undir þvingun í tilvikum þar sem gildar viðurlagaheimildir voru ekki til staðar. 13. febrúar 2019 07:15 Mest lesið Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
Vill að Seðlabankinn rétti hlut þeirra sem sættu sektum Seðlabanki Íslands ætti að hafa frumkvæði að því að rétta hlut þeirra sem sættu sektum af hálfu bankans eða gerðu sátt við bankann undir þvingun í tilvikum þar sem gildar viðurlagaheimildir voru ekki til staðar. 13. febrúar 2019 07:15