Dýrasti nýi bíll sögunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. mars 2019 15:00 La Voiture Noire var kynntur til sögunnar á bílasýningunni í Genf. Epa/Martial Trezzini Franski bílaframleiðandinn Bugatti kynnti í gær dýrustu nýju bifreið sögunnar. Bíllinn, La Voiture Noire (ís. Svarti bíllinn), hefur þegar verið seldur og er kaupverðið sagt nema hið minnsta 11 milljónum evra, 1,5 milljörðum króna. Nákvæm upphæð hefur ekki verið gefin upp en ljóst er að hann er dýrari en fyrri methafi, Rolls Royce Sweptail, sem kostar að jafnaði rúmlega 1,2 milljarða. Bugatti-bíllinn er sagður geta náð rúmlega 100 kílómetra hraða á um 2,6 sekúndum og að hámarkshraði hans sé um 420 km/klst. Hann er með 1500 hestafla, 16 strokka vél og áætlað er að hann eyði um 35 lítrum á hundraði í venjulegum stórborgarakstri. Bíllinn er framleiddur í tilefni af 110 ára afmæli Bugatti sem fagnað er í ár. Aðeins einn La Voiture Noire hefur verið framleiddur og ekkert hefur fengist uppgefið um kaupandann. Breska ríkisútvarpið telur að um Ferdinand Piech kunni að vera að ræða en Piech þessi er barnabarn stofnanda bifreiðaframleiðandans Porsche. Það gerist ekki á hverjum degi sem bílaframleiðendur smíða einstaka, rándýra ofurbíla eins og þennan. Greinendur segja að þeir geti engu að síður grætt dágóðan skilding á slíkri framleiðslu, auk þess sem auglýsingagildið sé töluvert. Hér að neðan má sjá myndband sem Bloomberg tók saman um Svarta bílinn. Frekari upplýsingar um bílinn má nálgast á vef Bugatti. Bílar Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Franski bílaframleiðandinn Bugatti kynnti í gær dýrustu nýju bifreið sögunnar. Bíllinn, La Voiture Noire (ís. Svarti bíllinn), hefur þegar verið seldur og er kaupverðið sagt nema hið minnsta 11 milljónum evra, 1,5 milljörðum króna. Nákvæm upphæð hefur ekki verið gefin upp en ljóst er að hann er dýrari en fyrri methafi, Rolls Royce Sweptail, sem kostar að jafnaði rúmlega 1,2 milljarða. Bugatti-bíllinn er sagður geta náð rúmlega 100 kílómetra hraða á um 2,6 sekúndum og að hámarkshraði hans sé um 420 km/klst. Hann er með 1500 hestafla, 16 strokka vél og áætlað er að hann eyði um 35 lítrum á hundraði í venjulegum stórborgarakstri. Bíllinn er framleiddur í tilefni af 110 ára afmæli Bugatti sem fagnað er í ár. Aðeins einn La Voiture Noire hefur verið framleiddur og ekkert hefur fengist uppgefið um kaupandann. Breska ríkisútvarpið telur að um Ferdinand Piech kunni að vera að ræða en Piech þessi er barnabarn stofnanda bifreiðaframleiðandans Porsche. Það gerist ekki á hverjum degi sem bílaframleiðendur smíða einstaka, rándýra ofurbíla eins og þennan. Greinendur segja að þeir geti engu að síður grætt dágóðan skilding á slíkri framleiðslu, auk þess sem auglýsingagildið sé töluvert. Hér að neðan má sjá myndband sem Bloomberg tók saman um Svarta bílinn. Frekari upplýsingar um bílinn má nálgast á vef Bugatti.
Bílar Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira