Dýrasti nýi bíll sögunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. mars 2019 15:00 La Voiture Noire var kynntur til sögunnar á bílasýningunni í Genf. Epa/Martial Trezzini Franski bílaframleiðandinn Bugatti kynnti í gær dýrustu nýju bifreið sögunnar. Bíllinn, La Voiture Noire (ís. Svarti bíllinn), hefur þegar verið seldur og er kaupverðið sagt nema hið minnsta 11 milljónum evra, 1,5 milljörðum króna. Nákvæm upphæð hefur ekki verið gefin upp en ljóst er að hann er dýrari en fyrri methafi, Rolls Royce Sweptail, sem kostar að jafnaði rúmlega 1,2 milljarða. Bugatti-bíllinn er sagður geta náð rúmlega 100 kílómetra hraða á um 2,6 sekúndum og að hámarkshraði hans sé um 420 km/klst. Hann er með 1500 hestafla, 16 strokka vél og áætlað er að hann eyði um 35 lítrum á hundraði í venjulegum stórborgarakstri. Bíllinn er framleiddur í tilefni af 110 ára afmæli Bugatti sem fagnað er í ár. Aðeins einn La Voiture Noire hefur verið framleiddur og ekkert hefur fengist uppgefið um kaupandann. Breska ríkisútvarpið telur að um Ferdinand Piech kunni að vera að ræða en Piech þessi er barnabarn stofnanda bifreiðaframleiðandans Porsche. Það gerist ekki á hverjum degi sem bílaframleiðendur smíða einstaka, rándýra ofurbíla eins og þennan. Greinendur segja að þeir geti engu að síður grætt dágóðan skilding á slíkri framleiðslu, auk þess sem auglýsingagildið sé töluvert. Hér að neðan má sjá myndband sem Bloomberg tók saman um Svarta bílinn. Frekari upplýsingar um bílinn má nálgast á vef Bugatti. Bílar Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Franski bílaframleiðandinn Bugatti kynnti í gær dýrustu nýju bifreið sögunnar. Bíllinn, La Voiture Noire (ís. Svarti bíllinn), hefur þegar verið seldur og er kaupverðið sagt nema hið minnsta 11 milljónum evra, 1,5 milljörðum króna. Nákvæm upphæð hefur ekki verið gefin upp en ljóst er að hann er dýrari en fyrri methafi, Rolls Royce Sweptail, sem kostar að jafnaði rúmlega 1,2 milljarða. Bugatti-bíllinn er sagður geta náð rúmlega 100 kílómetra hraða á um 2,6 sekúndum og að hámarkshraði hans sé um 420 km/klst. Hann er með 1500 hestafla, 16 strokka vél og áætlað er að hann eyði um 35 lítrum á hundraði í venjulegum stórborgarakstri. Bíllinn er framleiddur í tilefni af 110 ára afmæli Bugatti sem fagnað er í ár. Aðeins einn La Voiture Noire hefur verið framleiddur og ekkert hefur fengist uppgefið um kaupandann. Breska ríkisútvarpið telur að um Ferdinand Piech kunni að vera að ræða en Piech þessi er barnabarn stofnanda bifreiðaframleiðandans Porsche. Það gerist ekki á hverjum degi sem bílaframleiðendur smíða einstaka, rándýra ofurbíla eins og þennan. Greinendur segja að þeir geti engu að síður grætt dágóðan skilding á slíkri framleiðslu, auk þess sem auglýsingagildið sé töluvert. Hér að neðan má sjá myndband sem Bloomberg tók saman um Svarta bílinn. Frekari upplýsingar um bílinn má nálgast á vef Bugatti.
Bílar Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira