Yrði að segja Birnu upp til að lækka bankastjóralaunin háu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 7. mars 2019 06:00 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Fréttablaðið/Ernir Verði stjórn Íslandsbanka gert að lækka laun Birnu Einarsdóttur bankastjóra einhliða og án þess að gagnkvæmt samkomulag ríki um það þarf að segja upp ráðningarsamningnum við bankastjórann. Við tæki þá tólf mánaða uppsagnarfrestur bankastjórans. Eins og greint hefur verið frá er Birna nýbúin að láta lækka laun sín um 14 prósent að eigin frumkvæði og þá hefur stjórn bankans nýverið varið launaákvarðanir sínar sem réttlætanlegar í svari til Bankasýslu ríkisins. Í ljósi þessa er ólíklegt að mikill vilji sé til frekari lækkana. Bjarni Benediktsson, fjármála og efnahagsráðherra, kallaði á dögunum eftir tafarlausri endurskoðun launa bankastjóra ríkisbankanna í harðorðu bréfi til Bankasýslu ríkisins. Bankasýslan hefur brugðist við því bréfi með að taka undir með Bjarna um að stjórnir bankanna hafi hunsað tilmæli um hófsemi við launahækkanir. Samhliða boðaðri ítarlegri úttekt óháðs aðila á launaþróun innan viðskiptabankanna hefur Bankasýslan nú sagst vera að vinna að breytingum á starfskjarastefnu bankanna í „samráði við stjórnir þeirra“ þar sem hafðar verða að leiðarljósi skýringar, afstaða og tilmæli fjármálaráðuneytisins. Enn liggur ekki fyrir hvað kemur út úr þeirri vinnu en innan bankanna er beðið eftir því útspili sem lagt verður fyrir á komandi aðalfundi bankanna. En af bréfi Bjarna og viðbrögðum Bankasýslunnar má ráða að krafa sé um lækkun launa bankastjóra ríkisbankanna. Í svari bankans við fyrirspurn Fréttablaðsins um hvort lækkun launa kalli á uppsögn á ráðningarsamningi, líkt og var uppi á teningnum þegar til stóð að færa laun Birnu undir kjararáð í ársbyrjun 2017 með tilheyrandi 40 prósenta lækkun, segir að um ráðningarsamband bankastjóra gildi ráðningarsamningur milli hans og bankans. „Hvorugur aðilinn á rétt á því að breyta ákvæðum hans einhliða. Vilji annar aðilinn gera breytingar á einstökum ákvæðum samningsins án þess að gagnkvæmt samkomulag ríki um þá breytingu, þyrfti að segja ráðningarsamningnum upp með samningsbundnum uppsagnarfresti.“ Sá uppsagnarfrestur er tólf mánuðir en áætluð mánaðarlaun Birnu á þessu ári eru 4,4 milljónir króna sem hún mun halda út þann tíma. Annað sem gæti flækt málin er að Bjarni Benediktsson hefur lýst því yfir að hann vonist til að hægt verði að hefja söluferlið á bankanum á þessu kjörtímabili líkt og lagt er til í hvítbók um fjármálakerfið. Ljóst er að óheppilegt yrði að vera með bankastjóra á uppsagnarfresti að leiða bankann inn í hugsanlegt söluferli eða hvað þá heldur nýráðinn bankastjóra sem hugsanlega yrði síðan skipt út með nýjum eigendum Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Einhuga vegna launahækkana bankastjóra Fjármálaráðherra segir stjórnendur Íslandsbanka og Landsbankans ekki hafa virt tilmæli um hófsemi og varfærni við launahækkanir og boðar aðgerðir. Forsætisráðherra og samgönguráðherra taka undir í samtali við Fréttablaðið. 1. mars 2019 06:00 Bjarni fer fram á tafarlausa endurskoðun launa bankastjóra Segir launahækkanirnar senda ósættanleg skilaboð inn í yfirstandandi kjaraviðræður. 28. febrúar 2019 16:28 „Ólíkt harðar slegist um íslenska stjórnendur erlendis en norska“ Misjafnt er eftir forsendunum hve há meðallaun norskra stjórnenda eru talin vera. 27. febrúar 2019 10:55 Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Verði stjórn Íslandsbanka gert að lækka laun Birnu Einarsdóttur bankastjóra einhliða og án þess að gagnkvæmt samkomulag ríki um það þarf að segja upp ráðningarsamningnum við bankastjórann. Við tæki þá tólf mánaða uppsagnarfrestur bankastjórans. Eins og greint hefur verið frá er Birna nýbúin að láta lækka laun sín um 14 prósent að eigin frumkvæði og þá hefur stjórn bankans nýverið varið launaákvarðanir sínar sem réttlætanlegar í svari til Bankasýslu ríkisins. Í ljósi þessa er ólíklegt að mikill vilji sé til frekari lækkana. Bjarni Benediktsson, fjármála og efnahagsráðherra, kallaði á dögunum eftir tafarlausri endurskoðun launa bankastjóra ríkisbankanna í harðorðu bréfi til Bankasýslu ríkisins. Bankasýslan hefur brugðist við því bréfi með að taka undir með Bjarna um að stjórnir bankanna hafi hunsað tilmæli um hófsemi við launahækkanir. Samhliða boðaðri ítarlegri úttekt óháðs aðila á launaþróun innan viðskiptabankanna hefur Bankasýslan nú sagst vera að vinna að breytingum á starfskjarastefnu bankanna í „samráði við stjórnir þeirra“ þar sem hafðar verða að leiðarljósi skýringar, afstaða og tilmæli fjármálaráðuneytisins. Enn liggur ekki fyrir hvað kemur út úr þeirri vinnu en innan bankanna er beðið eftir því útspili sem lagt verður fyrir á komandi aðalfundi bankanna. En af bréfi Bjarna og viðbrögðum Bankasýslunnar má ráða að krafa sé um lækkun launa bankastjóra ríkisbankanna. Í svari bankans við fyrirspurn Fréttablaðsins um hvort lækkun launa kalli á uppsögn á ráðningarsamningi, líkt og var uppi á teningnum þegar til stóð að færa laun Birnu undir kjararáð í ársbyrjun 2017 með tilheyrandi 40 prósenta lækkun, segir að um ráðningarsamband bankastjóra gildi ráðningarsamningur milli hans og bankans. „Hvorugur aðilinn á rétt á því að breyta ákvæðum hans einhliða. Vilji annar aðilinn gera breytingar á einstökum ákvæðum samningsins án þess að gagnkvæmt samkomulag ríki um þá breytingu, þyrfti að segja ráðningarsamningnum upp með samningsbundnum uppsagnarfresti.“ Sá uppsagnarfrestur er tólf mánuðir en áætluð mánaðarlaun Birnu á þessu ári eru 4,4 milljónir króna sem hún mun halda út þann tíma. Annað sem gæti flækt málin er að Bjarni Benediktsson hefur lýst því yfir að hann vonist til að hægt verði að hefja söluferlið á bankanum á þessu kjörtímabili líkt og lagt er til í hvítbók um fjármálakerfið. Ljóst er að óheppilegt yrði að vera með bankastjóra á uppsagnarfresti að leiða bankann inn í hugsanlegt söluferli eða hvað þá heldur nýráðinn bankastjóra sem hugsanlega yrði síðan skipt út með nýjum eigendum
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Einhuga vegna launahækkana bankastjóra Fjármálaráðherra segir stjórnendur Íslandsbanka og Landsbankans ekki hafa virt tilmæli um hófsemi og varfærni við launahækkanir og boðar aðgerðir. Forsætisráðherra og samgönguráðherra taka undir í samtali við Fréttablaðið. 1. mars 2019 06:00 Bjarni fer fram á tafarlausa endurskoðun launa bankastjóra Segir launahækkanirnar senda ósættanleg skilaboð inn í yfirstandandi kjaraviðræður. 28. febrúar 2019 16:28 „Ólíkt harðar slegist um íslenska stjórnendur erlendis en norska“ Misjafnt er eftir forsendunum hve há meðallaun norskra stjórnenda eru talin vera. 27. febrúar 2019 10:55 Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Einhuga vegna launahækkana bankastjóra Fjármálaráðherra segir stjórnendur Íslandsbanka og Landsbankans ekki hafa virt tilmæli um hófsemi og varfærni við launahækkanir og boðar aðgerðir. Forsætisráðherra og samgönguráðherra taka undir í samtali við Fréttablaðið. 1. mars 2019 06:00
Bjarni fer fram á tafarlausa endurskoðun launa bankastjóra Segir launahækkanirnar senda ósættanleg skilaboð inn í yfirstandandi kjaraviðræður. 28. febrúar 2019 16:28
„Ólíkt harðar slegist um íslenska stjórnendur erlendis en norska“ Misjafnt er eftir forsendunum hve há meðallaun norskra stjórnenda eru talin vera. 27. febrúar 2019 10:55