Yrði að segja Birnu upp til að lækka bankastjóralaunin háu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 7. mars 2019 06:00 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Fréttablaðið/Ernir Verði stjórn Íslandsbanka gert að lækka laun Birnu Einarsdóttur bankastjóra einhliða og án þess að gagnkvæmt samkomulag ríki um það þarf að segja upp ráðningarsamningnum við bankastjórann. Við tæki þá tólf mánaða uppsagnarfrestur bankastjórans. Eins og greint hefur verið frá er Birna nýbúin að láta lækka laun sín um 14 prósent að eigin frumkvæði og þá hefur stjórn bankans nýverið varið launaákvarðanir sínar sem réttlætanlegar í svari til Bankasýslu ríkisins. Í ljósi þessa er ólíklegt að mikill vilji sé til frekari lækkana. Bjarni Benediktsson, fjármála og efnahagsráðherra, kallaði á dögunum eftir tafarlausri endurskoðun launa bankastjóra ríkisbankanna í harðorðu bréfi til Bankasýslu ríkisins. Bankasýslan hefur brugðist við því bréfi með að taka undir með Bjarna um að stjórnir bankanna hafi hunsað tilmæli um hófsemi við launahækkanir. Samhliða boðaðri ítarlegri úttekt óháðs aðila á launaþróun innan viðskiptabankanna hefur Bankasýslan nú sagst vera að vinna að breytingum á starfskjarastefnu bankanna í „samráði við stjórnir þeirra“ þar sem hafðar verða að leiðarljósi skýringar, afstaða og tilmæli fjármálaráðuneytisins. Enn liggur ekki fyrir hvað kemur út úr þeirri vinnu en innan bankanna er beðið eftir því útspili sem lagt verður fyrir á komandi aðalfundi bankanna. En af bréfi Bjarna og viðbrögðum Bankasýslunnar má ráða að krafa sé um lækkun launa bankastjóra ríkisbankanna. Í svari bankans við fyrirspurn Fréttablaðsins um hvort lækkun launa kalli á uppsögn á ráðningarsamningi, líkt og var uppi á teningnum þegar til stóð að færa laun Birnu undir kjararáð í ársbyrjun 2017 með tilheyrandi 40 prósenta lækkun, segir að um ráðningarsamband bankastjóra gildi ráðningarsamningur milli hans og bankans. „Hvorugur aðilinn á rétt á því að breyta ákvæðum hans einhliða. Vilji annar aðilinn gera breytingar á einstökum ákvæðum samningsins án þess að gagnkvæmt samkomulag ríki um þá breytingu, þyrfti að segja ráðningarsamningnum upp með samningsbundnum uppsagnarfresti.“ Sá uppsagnarfrestur er tólf mánuðir en áætluð mánaðarlaun Birnu á þessu ári eru 4,4 milljónir króna sem hún mun halda út þann tíma. Annað sem gæti flækt málin er að Bjarni Benediktsson hefur lýst því yfir að hann vonist til að hægt verði að hefja söluferlið á bankanum á þessu kjörtímabili líkt og lagt er til í hvítbók um fjármálakerfið. Ljóst er að óheppilegt yrði að vera með bankastjóra á uppsagnarfresti að leiða bankann inn í hugsanlegt söluferli eða hvað þá heldur nýráðinn bankastjóra sem hugsanlega yrði síðan skipt út með nýjum eigendum Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Einhuga vegna launahækkana bankastjóra Fjármálaráðherra segir stjórnendur Íslandsbanka og Landsbankans ekki hafa virt tilmæli um hófsemi og varfærni við launahækkanir og boðar aðgerðir. Forsætisráðherra og samgönguráðherra taka undir í samtali við Fréttablaðið. 1. mars 2019 06:00 Bjarni fer fram á tafarlausa endurskoðun launa bankastjóra Segir launahækkanirnar senda ósættanleg skilaboð inn í yfirstandandi kjaraviðræður. 28. febrúar 2019 16:28 „Ólíkt harðar slegist um íslenska stjórnendur erlendis en norska“ Misjafnt er eftir forsendunum hve há meðallaun norskra stjórnenda eru talin vera. 27. febrúar 2019 10:55 Mest lesið Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Sjá meira
Verði stjórn Íslandsbanka gert að lækka laun Birnu Einarsdóttur bankastjóra einhliða og án þess að gagnkvæmt samkomulag ríki um það þarf að segja upp ráðningarsamningnum við bankastjórann. Við tæki þá tólf mánaða uppsagnarfrestur bankastjórans. Eins og greint hefur verið frá er Birna nýbúin að láta lækka laun sín um 14 prósent að eigin frumkvæði og þá hefur stjórn bankans nýverið varið launaákvarðanir sínar sem réttlætanlegar í svari til Bankasýslu ríkisins. Í ljósi þessa er ólíklegt að mikill vilji sé til frekari lækkana. Bjarni Benediktsson, fjármála og efnahagsráðherra, kallaði á dögunum eftir tafarlausri endurskoðun launa bankastjóra ríkisbankanna í harðorðu bréfi til Bankasýslu ríkisins. Bankasýslan hefur brugðist við því bréfi með að taka undir með Bjarna um að stjórnir bankanna hafi hunsað tilmæli um hófsemi við launahækkanir. Samhliða boðaðri ítarlegri úttekt óháðs aðila á launaþróun innan viðskiptabankanna hefur Bankasýslan nú sagst vera að vinna að breytingum á starfskjarastefnu bankanna í „samráði við stjórnir þeirra“ þar sem hafðar verða að leiðarljósi skýringar, afstaða og tilmæli fjármálaráðuneytisins. Enn liggur ekki fyrir hvað kemur út úr þeirri vinnu en innan bankanna er beðið eftir því útspili sem lagt verður fyrir á komandi aðalfundi bankanna. En af bréfi Bjarna og viðbrögðum Bankasýslunnar má ráða að krafa sé um lækkun launa bankastjóra ríkisbankanna. Í svari bankans við fyrirspurn Fréttablaðsins um hvort lækkun launa kalli á uppsögn á ráðningarsamningi, líkt og var uppi á teningnum þegar til stóð að færa laun Birnu undir kjararáð í ársbyrjun 2017 með tilheyrandi 40 prósenta lækkun, segir að um ráðningarsamband bankastjóra gildi ráðningarsamningur milli hans og bankans. „Hvorugur aðilinn á rétt á því að breyta ákvæðum hans einhliða. Vilji annar aðilinn gera breytingar á einstökum ákvæðum samningsins án þess að gagnkvæmt samkomulag ríki um þá breytingu, þyrfti að segja ráðningarsamningnum upp með samningsbundnum uppsagnarfresti.“ Sá uppsagnarfrestur er tólf mánuðir en áætluð mánaðarlaun Birnu á þessu ári eru 4,4 milljónir króna sem hún mun halda út þann tíma. Annað sem gæti flækt málin er að Bjarni Benediktsson hefur lýst því yfir að hann vonist til að hægt verði að hefja söluferlið á bankanum á þessu kjörtímabili líkt og lagt er til í hvítbók um fjármálakerfið. Ljóst er að óheppilegt yrði að vera með bankastjóra á uppsagnarfresti að leiða bankann inn í hugsanlegt söluferli eða hvað þá heldur nýráðinn bankastjóra sem hugsanlega yrði síðan skipt út með nýjum eigendum
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Einhuga vegna launahækkana bankastjóra Fjármálaráðherra segir stjórnendur Íslandsbanka og Landsbankans ekki hafa virt tilmæli um hófsemi og varfærni við launahækkanir og boðar aðgerðir. Forsætisráðherra og samgönguráðherra taka undir í samtali við Fréttablaðið. 1. mars 2019 06:00 Bjarni fer fram á tafarlausa endurskoðun launa bankastjóra Segir launahækkanirnar senda ósættanleg skilaboð inn í yfirstandandi kjaraviðræður. 28. febrúar 2019 16:28 „Ólíkt harðar slegist um íslenska stjórnendur erlendis en norska“ Misjafnt er eftir forsendunum hve há meðallaun norskra stjórnenda eru talin vera. 27. febrúar 2019 10:55 Mest lesið Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Sjá meira
Einhuga vegna launahækkana bankastjóra Fjármálaráðherra segir stjórnendur Íslandsbanka og Landsbankans ekki hafa virt tilmæli um hófsemi og varfærni við launahækkanir og boðar aðgerðir. Forsætisráðherra og samgönguráðherra taka undir í samtali við Fréttablaðið. 1. mars 2019 06:00
Bjarni fer fram á tafarlausa endurskoðun launa bankastjóra Segir launahækkanirnar senda ósættanleg skilaboð inn í yfirstandandi kjaraviðræður. 28. febrúar 2019 16:28
„Ólíkt harðar slegist um íslenska stjórnendur erlendis en norska“ Misjafnt er eftir forsendunum hve há meðallaun norskra stjórnenda eru talin vera. 27. febrúar 2019 10:55