Yrði að segja Birnu upp til að lækka bankastjóralaunin háu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 7. mars 2019 06:00 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Fréttablaðið/Ernir Verði stjórn Íslandsbanka gert að lækka laun Birnu Einarsdóttur bankastjóra einhliða og án þess að gagnkvæmt samkomulag ríki um það þarf að segja upp ráðningarsamningnum við bankastjórann. Við tæki þá tólf mánaða uppsagnarfrestur bankastjórans. Eins og greint hefur verið frá er Birna nýbúin að láta lækka laun sín um 14 prósent að eigin frumkvæði og þá hefur stjórn bankans nýverið varið launaákvarðanir sínar sem réttlætanlegar í svari til Bankasýslu ríkisins. Í ljósi þessa er ólíklegt að mikill vilji sé til frekari lækkana. Bjarni Benediktsson, fjármála og efnahagsráðherra, kallaði á dögunum eftir tafarlausri endurskoðun launa bankastjóra ríkisbankanna í harðorðu bréfi til Bankasýslu ríkisins. Bankasýslan hefur brugðist við því bréfi með að taka undir með Bjarna um að stjórnir bankanna hafi hunsað tilmæli um hófsemi við launahækkanir. Samhliða boðaðri ítarlegri úttekt óháðs aðila á launaþróun innan viðskiptabankanna hefur Bankasýslan nú sagst vera að vinna að breytingum á starfskjarastefnu bankanna í „samráði við stjórnir þeirra“ þar sem hafðar verða að leiðarljósi skýringar, afstaða og tilmæli fjármálaráðuneytisins. Enn liggur ekki fyrir hvað kemur út úr þeirri vinnu en innan bankanna er beðið eftir því útspili sem lagt verður fyrir á komandi aðalfundi bankanna. En af bréfi Bjarna og viðbrögðum Bankasýslunnar má ráða að krafa sé um lækkun launa bankastjóra ríkisbankanna. Í svari bankans við fyrirspurn Fréttablaðsins um hvort lækkun launa kalli á uppsögn á ráðningarsamningi, líkt og var uppi á teningnum þegar til stóð að færa laun Birnu undir kjararáð í ársbyrjun 2017 með tilheyrandi 40 prósenta lækkun, segir að um ráðningarsamband bankastjóra gildi ráðningarsamningur milli hans og bankans. „Hvorugur aðilinn á rétt á því að breyta ákvæðum hans einhliða. Vilji annar aðilinn gera breytingar á einstökum ákvæðum samningsins án þess að gagnkvæmt samkomulag ríki um þá breytingu, þyrfti að segja ráðningarsamningnum upp með samningsbundnum uppsagnarfresti.“ Sá uppsagnarfrestur er tólf mánuðir en áætluð mánaðarlaun Birnu á þessu ári eru 4,4 milljónir króna sem hún mun halda út þann tíma. Annað sem gæti flækt málin er að Bjarni Benediktsson hefur lýst því yfir að hann vonist til að hægt verði að hefja söluferlið á bankanum á þessu kjörtímabili líkt og lagt er til í hvítbók um fjármálakerfið. Ljóst er að óheppilegt yrði að vera með bankastjóra á uppsagnarfresti að leiða bankann inn í hugsanlegt söluferli eða hvað þá heldur nýráðinn bankastjóra sem hugsanlega yrði síðan skipt út með nýjum eigendum Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Einhuga vegna launahækkana bankastjóra Fjármálaráðherra segir stjórnendur Íslandsbanka og Landsbankans ekki hafa virt tilmæli um hófsemi og varfærni við launahækkanir og boðar aðgerðir. Forsætisráðherra og samgönguráðherra taka undir í samtali við Fréttablaðið. 1. mars 2019 06:00 Bjarni fer fram á tafarlausa endurskoðun launa bankastjóra Segir launahækkanirnar senda ósættanleg skilaboð inn í yfirstandandi kjaraviðræður. 28. febrúar 2019 16:28 „Ólíkt harðar slegist um íslenska stjórnendur erlendis en norska“ Misjafnt er eftir forsendunum hve há meðallaun norskra stjórnenda eru talin vera. 27. febrúar 2019 10:55 Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustþingi SVEIT Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustþingi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Verði stjórn Íslandsbanka gert að lækka laun Birnu Einarsdóttur bankastjóra einhliða og án þess að gagnkvæmt samkomulag ríki um það þarf að segja upp ráðningarsamningnum við bankastjórann. Við tæki þá tólf mánaða uppsagnarfrestur bankastjórans. Eins og greint hefur verið frá er Birna nýbúin að láta lækka laun sín um 14 prósent að eigin frumkvæði og þá hefur stjórn bankans nýverið varið launaákvarðanir sínar sem réttlætanlegar í svari til Bankasýslu ríkisins. Í ljósi þessa er ólíklegt að mikill vilji sé til frekari lækkana. Bjarni Benediktsson, fjármála og efnahagsráðherra, kallaði á dögunum eftir tafarlausri endurskoðun launa bankastjóra ríkisbankanna í harðorðu bréfi til Bankasýslu ríkisins. Bankasýslan hefur brugðist við því bréfi með að taka undir með Bjarna um að stjórnir bankanna hafi hunsað tilmæli um hófsemi við launahækkanir. Samhliða boðaðri ítarlegri úttekt óháðs aðila á launaþróun innan viðskiptabankanna hefur Bankasýslan nú sagst vera að vinna að breytingum á starfskjarastefnu bankanna í „samráði við stjórnir þeirra“ þar sem hafðar verða að leiðarljósi skýringar, afstaða og tilmæli fjármálaráðuneytisins. Enn liggur ekki fyrir hvað kemur út úr þeirri vinnu en innan bankanna er beðið eftir því útspili sem lagt verður fyrir á komandi aðalfundi bankanna. En af bréfi Bjarna og viðbrögðum Bankasýslunnar má ráða að krafa sé um lækkun launa bankastjóra ríkisbankanna. Í svari bankans við fyrirspurn Fréttablaðsins um hvort lækkun launa kalli á uppsögn á ráðningarsamningi, líkt og var uppi á teningnum þegar til stóð að færa laun Birnu undir kjararáð í ársbyrjun 2017 með tilheyrandi 40 prósenta lækkun, segir að um ráðningarsamband bankastjóra gildi ráðningarsamningur milli hans og bankans. „Hvorugur aðilinn á rétt á því að breyta ákvæðum hans einhliða. Vilji annar aðilinn gera breytingar á einstökum ákvæðum samningsins án þess að gagnkvæmt samkomulag ríki um þá breytingu, þyrfti að segja ráðningarsamningnum upp með samningsbundnum uppsagnarfresti.“ Sá uppsagnarfrestur er tólf mánuðir en áætluð mánaðarlaun Birnu á þessu ári eru 4,4 milljónir króna sem hún mun halda út þann tíma. Annað sem gæti flækt málin er að Bjarni Benediktsson hefur lýst því yfir að hann vonist til að hægt verði að hefja söluferlið á bankanum á þessu kjörtímabili líkt og lagt er til í hvítbók um fjármálakerfið. Ljóst er að óheppilegt yrði að vera með bankastjóra á uppsagnarfresti að leiða bankann inn í hugsanlegt söluferli eða hvað þá heldur nýráðinn bankastjóra sem hugsanlega yrði síðan skipt út með nýjum eigendum
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Einhuga vegna launahækkana bankastjóra Fjármálaráðherra segir stjórnendur Íslandsbanka og Landsbankans ekki hafa virt tilmæli um hófsemi og varfærni við launahækkanir og boðar aðgerðir. Forsætisráðherra og samgönguráðherra taka undir í samtali við Fréttablaðið. 1. mars 2019 06:00 Bjarni fer fram á tafarlausa endurskoðun launa bankastjóra Segir launahækkanirnar senda ósættanleg skilaboð inn í yfirstandandi kjaraviðræður. 28. febrúar 2019 16:28 „Ólíkt harðar slegist um íslenska stjórnendur erlendis en norska“ Misjafnt er eftir forsendunum hve há meðallaun norskra stjórnenda eru talin vera. 27. febrúar 2019 10:55 Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustþingi SVEIT Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustþingi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Einhuga vegna launahækkana bankastjóra Fjármálaráðherra segir stjórnendur Íslandsbanka og Landsbankans ekki hafa virt tilmæli um hófsemi og varfærni við launahækkanir og boðar aðgerðir. Forsætisráðherra og samgönguráðherra taka undir í samtali við Fréttablaðið. 1. mars 2019 06:00
Bjarni fer fram á tafarlausa endurskoðun launa bankastjóra Segir launahækkanirnar senda ósættanleg skilaboð inn í yfirstandandi kjaraviðræður. 28. febrúar 2019 16:28
„Ólíkt harðar slegist um íslenska stjórnendur erlendis en norska“ Misjafnt er eftir forsendunum hve há meðallaun norskra stjórnenda eru talin vera. 27. febrúar 2019 10:55