Álaguðspjall Guðrún Vilmundardóttir skrifar 7. mars 2019 07:00 Álar eru furðuleg kvikindi og búa yfir mörgum leyndardómum. Langt fram á síðustu öld var mönnum hulin ráðgáta hvernig þeir fjölguðu sér. Aristóteles taldi að þeir spryttu upp úr moldinni og tvö þúsund árum síðar ætlaði nítján ára gamall metnaðarfullur stúdent í Trieste, Sigmund Freud, að ráða álagátuna og skar upp fjögur hundruð ála í leit að karlkynsskepnu en fann ekki eina einustu. Hann sneri sér þá að auðleystari verkefnum eins og sálgreiningu. Nú er sænskur rithöfundur, Patrik Svensson, að leggja lokahönd á svokallað Álaguðspjall (frábær titill!) þar sem hann fléttar saman sögum af þessari merkilegu skepnu og hugljúfri fjölskyldusögu. Bókin á að koma út í Svíþjóð næsta haust. Mér finnst þetta spennandi, enda áhugakona um ála. Og ég er sannarlega ekki ein. Handritið er komið á fyrir-messuflug. Í næstu viku verður haldin bókamessa í London, meiriháttar vörusýning, þar sem réttindi til að þýða og gefa út bækur ganga kaupum og sölum. Fyrir viku bárust fréttir af því að stór breskur útgefandi hefði keypt réttinn að þessari óútkomnu bók um ála og feðga, tveir aðrir fylgdu í kjölfarið með svo góðum tilboðum að þeim varð ekki hafnað og síðast þegar ég tók stöðuna stóðu yfir uppboð í tíu löndum. Áll hrygnir í Þanghafinu við austurströnd Mið-Ameríku og lirfurnar berast með Golfstraumnum að ströndum Evrópu og Ameríku, þetta er ekkert smá ferðalag. Skepnan tekur ótrúlegustu stakkaskiptum á lífsleiðinni, syndir upp ár og ef fossar eru í veginum skríður hún á blautum steinum og grasi. Allur áll deyr eftir hrygningu. Skil ekkert í því að Álaguðspjallið hafi ekki verið skrifað fyrir löngu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun Skipbrot Reykjavíkurborgar Davíð J. Arngrímsson Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir Skoðun Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir Skoðun Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Smánin tilheyrir geranda en of oft klínt á þolanda Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Jarðhiti jafnar leikinn Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Skipbrot Reykjavíkurborgar Davíð J. Arngrímsson skrifar Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar Skoðun Fjarkönnun og sjálfstæði þjóðar Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson skrifar Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Sjá meira
Álar eru furðuleg kvikindi og búa yfir mörgum leyndardómum. Langt fram á síðustu öld var mönnum hulin ráðgáta hvernig þeir fjölguðu sér. Aristóteles taldi að þeir spryttu upp úr moldinni og tvö þúsund árum síðar ætlaði nítján ára gamall metnaðarfullur stúdent í Trieste, Sigmund Freud, að ráða álagátuna og skar upp fjögur hundruð ála í leit að karlkynsskepnu en fann ekki eina einustu. Hann sneri sér þá að auðleystari verkefnum eins og sálgreiningu. Nú er sænskur rithöfundur, Patrik Svensson, að leggja lokahönd á svokallað Álaguðspjall (frábær titill!) þar sem hann fléttar saman sögum af þessari merkilegu skepnu og hugljúfri fjölskyldusögu. Bókin á að koma út í Svíþjóð næsta haust. Mér finnst þetta spennandi, enda áhugakona um ála. Og ég er sannarlega ekki ein. Handritið er komið á fyrir-messuflug. Í næstu viku verður haldin bókamessa í London, meiriháttar vörusýning, þar sem réttindi til að þýða og gefa út bækur ganga kaupum og sölum. Fyrir viku bárust fréttir af því að stór breskur útgefandi hefði keypt réttinn að þessari óútkomnu bók um ála og feðga, tveir aðrir fylgdu í kjölfarið með svo góðum tilboðum að þeim varð ekki hafnað og síðast þegar ég tók stöðuna stóðu yfir uppboð í tíu löndum. Áll hrygnir í Þanghafinu við austurströnd Mið-Ameríku og lirfurnar berast með Golfstraumnum að ströndum Evrópu og Ameríku, þetta er ekkert smá ferðalag. Skepnan tekur ótrúlegustu stakkaskiptum á lífsleiðinni, syndir upp ár og ef fossar eru í veginum skríður hún á blautum steinum og grasi. Allur áll deyr eftir hrygningu. Skil ekkert í því að Álaguðspjallið hafi ekki verið skrifað fyrir löngu
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar
Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar
Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun