Gilda lög ekki um Má Guðmundsson? Heiðar Már Guðjónsson skrifar 7. mars 2019 07:00 Ég lenti í löglausri aðför Seðlabankans með félag mitt Ursus árið 2010 þegar ég var ásamt hópi fjárfesta hæstbjóðandi í opnu söluferli Sjóvár. Þar voru stjórnsýslulög brotin og ég kærður til lögreglu þrátt fyrir að hafa engin lög brotið. Ég fékk engan andmælarétt og málið tók tvö ár af lífi mínu sökum valdníðslu Seðlabankans. Sérstakur saksóknari, ríkissaksóknari og umboðsmaður Alþingis staðfestu allir sakleysi mitt og það lá ljóst fyrir eftir athuganir þeirra að það var Seðlabankinn sem braut á mér. Það er því áhugavert að lesa umkvartanir Más Guðmundssonar um greinargerð bankaráðs Seðlabanka Íslands sem forsætisráðherra óskaði eftir. Þar kvartar hann yfir því að hafa ekki andmælarétt. Hann á engan slíkan rétt, enda er hann stjórnvald en eftirlitsaðilinn, bankaráðið sem kosið er af Alþingi, er ekki stjórnvald samkvæmt lögum. Bankaráðið er að svara forsætisráðherra en ekki seðlabankastjóra og ekkert vekur upp andmælarétt í þeim samskiptum. Már kvartar með öðrum orðum yfir því að ytri rannsókn á misheppnuðum embættisfærslum hans sé ekki unnin í samráði við hann! Steininn tekur síðan úr í óskammfeilni Más þegar hann reynir að hóta bankaráðinu. Hvernig getur embættismaður fengið að hóta eftirlitsaðilum Alþingis með þeim hætti sem hann gerir? Már Guðmundsson hefur gerst margbrotlegur í starfi samkvæmt athugun saksóknara og umboðsmanns Alþingis. Hann hefur gengið svo langt að halda gögnum leyndum og hunsa niðurstöður eftirlitsaðila. Í vikunni kom svo í ljós að einbeittur brotavilji hans er enn til staðar þegar hann ætlar að stöðva réttmæt samskipti bankaráðs við forsætisráðuneytið. Það er löngu tímabært að Már Guðmundsson verði látinn bera ábyrgð á ólöglegum embættisfærslum sínum. Það getur ekki verið að hann sé einn borgara ofar lögum landsins.Höfundur er stjórnarformaður Sýnar hf. sem Vísir tilheyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Ég lenti í löglausri aðför Seðlabankans með félag mitt Ursus árið 2010 þegar ég var ásamt hópi fjárfesta hæstbjóðandi í opnu söluferli Sjóvár. Þar voru stjórnsýslulög brotin og ég kærður til lögreglu þrátt fyrir að hafa engin lög brotið. Ég fékk engan andmælarétt og málið tók tvö ár af lífi mínu sökum valdníðslu Seðlabankans. Sérstakur saksóknari, ríkissaksóknari og umboðsmaður Alþingis staðfestu allir sakleysi mitt og það lá ljóst fyrir eftir athuganir þeirra að það var Seðlabankinn sem braut á mér. Það er því áhugavert að lesa umkvartanir Más Guðmundssonar um greinargerð bankaráðs Seðlabanka Íslands sem forsætisráðherra óskaði eftir. Þar kvartar hann yfir því að hafa ekki andmælarétt. Hann á engan slíkan rétt, enda er hann stjórnvald en eftirlitsaðilinn, bankaráðið sem kosið er af Alþingi, er ekki stjórnvald samkvæmt lögum. Bankaráðið er að svara forsætisráðherra en ekki seðlabankastjóra og ekkert vekur upp andmælarétt í þeim samskiptum. Már kvartar með öðrum orðum yfir því að ytri rannsókn á misheppnuðum embættisfærslum hans sé ekki unnin í samráði við hann! Steininn tekur síðan úr í óskammfeilni Más þegar hann reynir að hóta bankaráðinu. Hvernig getur embættismaður fengið að hóta eftirlitsaðilum Alþingis með þeim hætti sem hann gerir? Már Guðmundsson hefur gerst margbrotlegur í starfi samkvæmt athugun saksóknara og umboðsmanns Alþingis. Hann hefur gengið svo langt að halda gögnum leyndum og hunsa niðurstöður eftirlitsaðila. Í vikunni kom svo í ljós að einbeittur brotavilji hans er enn til staðar þegar hann ætlar að stöðva réttmæt samskipti bankaráðs við forsætisráðuneytið. Það er löngu tímabært að Már Guðmundsson verði látinn bera ábyrgð á ólöglegum embættisfærslum sínum. Það getur ekki verið að hann sé einn borgara ofar lögum landsins.Höfundur er stjórnarformaður Sýnar hf. sem Vísir tilheyrir.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun