Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin nýr markaðsstjóri hjá Krónunni. Hún hefur víðtæka reynslu af markaðsmálum og markaðsrannsóknum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Krónunni.
Undanfarin fimm ár hefur Hjördís starfað hjá Festi, fyrst sem markaðsfulltrúi Krónunnar, Nóatúns og Kjarval en nú síðast sem sérfræðingur í markaðsdeild Krónunnar.
Hjördís er með MS gráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá HÍ og lærði stafræna markaðssetningu og viðskipti á netinu hjá Opna háskólanum í Reykjavík. Hjördís hefur jafnframt bakgrunn í Viðskiptafræði frá HR.
Haft er eftir Grétu Maríu Grétarsdóttur framkvæmdastjóra Krónunnar í tilkynningu að það sé mikið fagnaðarefni að Hjördís Elsa taki við starfinu.
„Krónan hefur vaxið og dafnað á undanförnum árum og eru verslanir okkar nú 24 talsins. Hjördís þekkir sögu fyrirtækisins vel og við hlökkum til að takast á við skemmtilegar áskoranir í síbreytilegu rekstrarumhverfi með hana í fararbroddi.“
Hjördís Elsa nýr markaðsstjóri Krónunnar
Kristín Ólafsdóttir skrifar

Mest lesið


Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung
Viðskipti innlent

„Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“
Viðskipti innlent

Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing
Viðskipti innlent

Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli
Viðskipti erlent



Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn
Viðskipti erlent

Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni
Viðskipti innlent
