Þar sem allir geta lifað með reisn Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 7. mars 2019 09:45 Um sumt eru Íslendingar sammála. Við eru sammála um öfluga samneyslu. Við viljum gjaldfrjálsa menntun og við viljum öflugt velferðarkerfi. Til þess leggjum við á skatta. En við beitum líka skattkerfinu til að jafna kjörin. Því að staðreyndin er sú að auknar tekjur skipta fátækan mann meira máli en ríkan. Allir eru sammála um það að um langa hríð hefur sá hópur fólks sem á erfitt með að láta heimilisbókhaldið ganga upp verið of stór. Samkvæmt lífskjararannsókn telur u.þ.b. tíundi hluti þjóðarinnar það mjög erfitt að láta enda ná saman. Það hlýtur að vera markmið samfélagsins að enginn þurfi að hafa áhyggjur af því. Hér þarf að horfa á heildarmyndina og samspil bóta og skatta. Sitjandi ríkisstjórn hefur stýrt aukningu í barnabótakerfið til þeirra sem lægstar hafa tekjurnar til að koma til móts við barnafjölskyldur með lágar tekjur. Þá hefur hækkun leiguverðs komið illa við fólk með lágar tekjur. Von er á úrbótum í húsnæðismálum, en það tekur tíma að snúa við þeirri þróun sem hófst þegar hið félagslega húsnæðiskerfi ríkisins var lagt af undir lok síðustu aldar. Þá þarf að byggja upp hágæða almenningssamgöngur á landsvísu svo það sé val að eiga bíl, en ekki nauðsyn. Með tillögu sérfræðingahóps um skattkerfið, um að búa til lægra þrep fyrir lágar tekjur færumst við nær Norðurlöndunum. Það skilar sér í því að skattprósenta lægstu launa er komin á sama stað og hún var við upphaf staðgreiðslunnar árið 1988. Þá var mikilvægt skref í átt til réttlætis stigið fyrsta janúar síðastliðinn, en héðan í frá munu efra og neðri þrep fylgja sömu vísitölu svo að skattbyrði aukist ekki aftur hjá hinum tekjulægri en haldist óbreytt hjá þeim tekjuhærri þegar laun hækka umfram verðlag. Að öllu þessu vinnur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Við viljum þjóðfélag þar sem allir geta lifað með reisn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólafur Þór Gunnarsson Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Um sumt eru Íslendingar sammála. Við eru sammála um öfluga samneyslu. Við viljum gjaldfrjálsa menntun og við viljum öflugt velferðarkerfi. Til þess leggjum við á skatta. En við beitum líka skattkerfinu til að jafna kjörin. Því að staðreyndin er sú að auknar tekjur skipta fátækan mann meira máli en ríkan. Allir eru sammála um það að um langa hríð hefur sá hópur fólks sem á erfitt með að láta heimilisbókhaldið ganga upp verið of stór. Samkvæmt lífskjararannsókn telur u.þ.b. tíundi hluti þjóðarinnar það mjög erfitt að láta enda ná saman. Það hlýtur að vera markmið samfélagsins að enginn þurfi að hafa áhyggjur af því. Hér þarf að horfa á heildarmyndina og samspil bóta og skatta. Sitjandi ríkisstjórn hefur stýrt aukningu í barnabótakerfið til þeirra sem lægstar hafa tekjurnar til að koma til móts við barnafjölskyldur með lágar tekjur. Þá hefur hækkun leiguverðs komið illa við fólk með lágar tekjur. Von er á úrbótum í húsnæðismálum, en það tekur tíma að snúa við þeirri þróun sem hófst þegar hið félagslega húsnæðiskerfi ríkisins var lagt af undir lok síðustu aldar. Þá þarf að byggja upp hágæða almenningssamgöngur á landsvísu svo það sé val að eiga bíl, en ekki nauðsyn. Með tillögu sérfræðingahóps um skattkerfið, um að búa til lægra þrep fyrir lágar tekjur færumst við nær Norðurlöndunum. Það skilar sér í því að skattprósenta lægstu launa er komin á sama stað og hún var við upphaf staðgreiðslunnar árið 1988. Þá var mikilvægt skref í átt til réttlætis stigið fyrsta janúar síðastliðinn, en héðan í frá munu efra og neðri þrep fylgja sömu vísitölu svo að skattbyrði aukist ekki aftur hjá hinum tekjulægri en haldist óbreytt hjá þeim tekjuhærri þegar laun hækka umfram verðlag. Að öllu þessu vinnur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Við viljum þjóðfélag þar sem allir geta lifað með reisn.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun