Húsið á sér mikla sögu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. mars 2019 06:45 Húsið var upphaflega heimavist fyrir nemendur Íþróttakennaraskólans á Laugarvatni. Ungmennafélag Íslands flytur hluta starfsemi sinnar á Laugarvatn í sumar og opnar þar Ungmenna- og tómstundabúðir í haust. Samningur um það var undirritaður í gær. „Við erum að taka við íþróttamiðstöðinni á Laugarvatni. Bláskógabyggð á húsið og leigir okkur það, út á það gengur samningurinn okkar á milli,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands, (UMFÍ) sem skrifaði undir téðan samning í gær. Hún segir UMFÍ ætla að fara með mjög sértækt verkefni að Laugarvatni sem eru ungmennabúðir fyrir nemendur í 9. bekk grunnskóla landsins.Auður Inga hefur verið framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands frá 2015. Fréttablaðið/Stefán„Þá koma unglingarnir hingað og dvelja frá mánudegi til föstudags, slökkva á símunum sínum og eru í útivist og félagsfærni alla skólavikuna. Einhver gæti kallað þetta nútíma-núvitund!“ lýsir hún og segir íþrótta- og ungmennafélög einnig fá tækifæri til að nýta sér aðstöðuna í húsinu. „Svo munum við að sjálfsögðu leigja tíma í íþróttahúsinu á Laugarvatni af sveitarfélaginu,“ bætir hún við. Síðustu fimmtán ár hefur UMFÍ verið með ungmennabúðirnar á Laugum í Sælingsdal í Dalabyggð. „Okkur hefur liðið gífurlega vel á Laugum en mér skilst að það standi til að selja húsnæðið þar,“ segir Auður og upplýsir að aðsóknin hafi aukist ár frá ári og í vetur séu 2.100 nemendur úr yfir 50 grunnskólum bókaðir þar. En hvernig hús er íþróttamiðstöðin á Laugarvatni og hvaða hlutverki hefur það þjónað? „Upphaflega var það heimavist fyrir nemendur íþróttakennaraskólans þegar hann byrjaði. Húsið á sér mikla sögu og allnokkrir aðilar hafa komið að rekstri þess á mismunandi tíma,“ lýsir Auður. „Hér hefur áður verið rekin íþróttamiðstöð á vegum UMFÍ, ÍSÍ og menntamálaráðuneytisins, hún var á tímabili fræðslumiðstöð, notuð fyrir námskeið, æfingabúðir og ýmsa íþróttatengda starfsemi. Í samræmi við aldur hússins er ýmislegt komið á tíma og endurbætur eru byrjaðar þar nú þegar. Það er fullt af iðnaðarmönnum í augnablikinu að gera við og græja.“ Birtist í Fréttablaðinu Bláskógabyggð Tímamót Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Ungmennafélag Íslands flytur hluta starfsemi sinnar á Laugarvatn í sumar og opnar þar Ungmenna- og tómstundabúðir í haust. Samningur um það var undirritaður í gær. „Við erum að taka við íþróttamiðstöðinni á Laugarvatni. Bláskógabyggð á húsið og leigir okkur það, út á það gengur samningurinn okkar á milli,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands, (UMFÍ) sem skrifaði undir téðan samning í gær. Hún segir UMFÍ ætla að fara með mjög sértækt verkefni að Laugarvatni sem eru ungmennabúðir fyrir nemendur í 9. bekk grunnskóla landsins.Auður Inga hefur verið framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands frá 2015. Fréttablaðið/Stefán„Þá koma unglingarnir hingað og dvelja frá mánudegi til föstudags, slökkva á símunum sínum og eru í útivist og félagsfærni alla skólavikuna. Einhver gæti kallað þetta nútíma-núvitund!“ lýsir hún og segir íþrótta- og ungmennafélög einnig fá tækifæri til að nýta sér aðstöðuna í húsinu. „Svo munum við að sjálfsögðu leigja tíma í íþróttahúsinu á Laugarvatni af sveitarfélaginu,“ bætir hún við. Síðustu fimmtán ár hefur UMFÍ verið með ungmennabúðirnar á Laugum í Sælingsdal í Dalabyggð. „Okkur hefur liðið gífurlega vel á Laugum en mér skilst að það standi til að selja húsnæðið þar,“ segir Auður og upplýsir að aðsóknin hafi aukist ár frá ári og í vetur séu 2.100 nemendur úr yfir 50 grunnskólum bókaðir þar. En hvernig hús er íþróttamiðstöðin á Laugarvatni og hvaða hlutverki hefur það þjónað? „Upphaflega var það heimavist fyrir nemendur íþróttakennaraskólans þegar hann byrjaði. Húsið á sér mikla sögu og allnokkrir aðilar hafa komið að rekstri þess á mismunandi tíma,“ lýsir Auður. „Hér hefur áður verið rekin íþróttamiðstöð á vegum UMFÍ, ÍSÍ og menntamálaráðuneytisins, hún var á tímabili fræðslumiðstöð, notuð fyrir námskeið, æfingabúðir og ýmsa íþróttatengda starfsemi. Í samræmi við aldur hússins er ýmislegt komið á tíma og endurbætur eru byrjaðar þar nú þegar. Það er fullt af iðnaðarmönnum í augnablikinu að gera við og græja.“
Birtist í Fréttablaðinu Bláskógabyggð Tímamót Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira