Húsið á sér mikla sögu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. mars 2019 06:45 Húsið var upphaflega heimavist fyrir nemendur Íþróttakennaraskólans á Laugarvatni. Ungmennafélag Íslands flytur hluta starfsemi sinnar á Laugarvatn í sumar og opnar þar Ungmenna- og tómstundabúðir í haust. Samningur um það var undirritaður í gær. „Við erum að taka við íþróttamiðstöðinni á Laugarvatni. Bláskógabyggð á húsið og leigir okkur það, út á það gengur samningurinn okkar á milli,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands, (UMFÍ) sem skrifaði undir téðan samning í gær. Hún segir UMFÍ ætla að fara með mjög sértækt verkefni að Laugarvatni sem eru ungmennabúðir fyrir nemendur í 9. bekk grunnskóla landsins.Auður Inga hefur verið framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands frá 2015. Fréttablaðið/Stefán„Þá koma unglingarnir hingað og dvelja frá mánudegi til föstudags, slökkva á símunum sínum og eru í útivist og félagsfærni alla skólavikuna. Einhver gæti kallað þetta nútíma-núvitund!“ lýsir hún og segir íþrótta- og ungmennafélög einnig fá tækifæri til að nýta sér aðstöðuna í húsinu. „Svo munum við að sjálfsögðu leigja tíma í íþróttahúsinu á Laugarvatni af sveitarfélaginu,“ bætir hún við. Síðustu fimmtán ár hefur UMFÍ verið með ungmennabúðirnar á Laugum í Sælingsdal í Dalabyggð. „Okkur hefur liðið gífurlega vel á Laugum en mér skilst að það standi til að selja húsnæðið þar,“ segir Auður og upplýsir að aðsóknin hafi aukist ár frá ári og í vetur séu 2.100 nemendur úr yfir 50 grunnskólum bókaðir þar. En hvernig hús er íþróttamiðstöðin á Laugarvatni og hvaða hlutverki hefur það þjónað? „Upphaflega var það heimavist fyrir nemendur íþróttakennaraskólans þegar hann byrjaði. Húsið á sér mikla sögu og allnokkrir aðilar hafa komið að rekstri þess á mismunandi tíma,“ lýsir Auður. „Hér hefur áður verið rekin íþróttamiðstöð á vegum UMFÍ, ÍSÍ og menntamálaráðuneytisins, hún var á tímabili fræðslumiðstöð, notuð fyrir námskeið, æfingabúðir og ýmsa íþróttatengda starfsemi. Í samræmi við aldur hússins er ýmislegt komið á tíma og endurbætur eru byrjaðar þar nú þegar. Það er fullt af iðnaðarmönnum í augnablikinu að gera við og græja.“ Birtist í Fréttablaðinu Bláskógabyggð Tímamót Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Ungmennafélag Íslands flytur hluta starfsemi sinnar á Laugarvatn í sumar og opnar þar Ungmenna- og tómstundabúðir í haust. Samningur um það var undirritaður í gær. „Við erum að taka við íþróttamiðstöðinni á Laugarvatni. Bláskógabyggð á húsið og leigir okkur það, út á það gengur samningurinn okkar á milli,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands, (UMFÍ) sem skrifaði undir téðan samning í gær. Hún segir UMFÍ ætla að fara með mjög sértækt verkefni að Laugarvatni sem eru ungmennabúðir fyrir nemendur í 9. bekk grunnskóla landsins.Auður Inga hefur verið framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands frá 2015. Fréttablaðið/Stefán„Þá koma unglingarnir hingað og dvelja frá mánudegi til föstudags, slökkva á símunum sínum og eru í útivist og félagsfærni alla skólavikuna. Einhver gæti kallað þetta nútíma-núvitund!“ lýsir hún og segir íþrótta- og ungmennafélög einnig fá tækifæri til að nýta sér aðstöðuna í húsinu. „Svo munum við að sjálfsögðu leigja tíma í íþróttahúsinu á Laugarvatni af sveitarfélaginu,“ bætir hún við. Síðustu fimmtán ár hefur UMFÍ verið með ungmennabúðirnar á Laugum í Sælingsdal í Dalabyggð. „Okkur hefur liðið gífurlega vel á Laugum en mér skilst að það standi til að selja húsnæðið þar,“ segir Auður og upplýsir að aðsóknin hafi aukist ár frá ári og í vetur séu 2.100 nemendur úr yfir 50 grunnskólum bókaðir þar. En hvernig hús er íþróttamiðstöðin á Laugarvatni og hvaða hlutverki hefur það þjónað? „Upphaflega var það heimavist fyrir nemendur íþróttakennaraskólans þegar hann byrjaði. Húsið á sér mikla sögu og allnokkrir aðilar hafa komið að rekstri þess á mismunandi tíma,“ lýsir Auður. „Hér hefur áður verið rekin íþróttamiðstöð á vegum UMFÍ, ÍSÍ og menntamálaráðuneytisins, hún var á tímabili fræðslumiðstöð, notuð fyrir námskeið, æfingabúðir og ýmsa íþróttatengda starfsemi. Í samræmi við aldur hússins er ýmislegt komið á tíma og endurbætur eru byrjaðar þar nú þegar. Það er fullt af iðnaðarmönnum í augnablikinu að gera við og græja.“
Birtist í Fréttablaðinu Bláskógabyggð Tímamót Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira