Langt í land Hörður Ægisson skrifar 8. mars 2019 07:00 Það voru pólitísk og efnahagsleg mistök að stofna til hins óburðuga evrópska myntbandalags. Á tuttugu ára afmæli evrunnar má flestum vera ljóst að fyrir utan aðeins örfá kjarnaríki, einkum Þýskaland, þá hefur kostnaðurinn af hinni sameiginlegu mynt verið mun meiri en nokkurn tíma ávinningurinn fyrir flest ríki evrusvæðisins. Enn fyrirfinnast þeir hins vegar, enda þótt rökin verði sífellt fátæklegri, sem telja íslenskum hagsmunum best borgið með því að tekin verði upp hér á landi peningastefna sem tekur í engu mið af hagsveiflu Íslands. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra, hélt því þannig fram um liðna helgi að Samtök atvinnulífsins bæru mikla ábyrgð á þeirri stöðu sem nú væri uppi á vinnumarkaði þar sem þau hefðu horfið frá fyrri stefnu sinni um að semja um nýja og stöðuga mynt. Forystumenn SA, ásamt Samtökum iðnaðarins, hafa réttilega fallið frá röngum áherslum samtakanna í peningamálum á sínum tíma og þess í stað horft til raunhæfra lausna sem miða að því að bæta umgjörðina um krónuna í því skyni að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Engin stefna í peninga- og gjaldmiðlamálum er fullkomin heldur snýst valið öðrum þræði um mismunandi slæma valkosti. Það eru ekki neinar einfaldar lausnir í boði heldur skiptir öllu máli, eins og fjallað var um í skýrslu starfshóps um endurskoðun peningastefnunnar, að farið sé eftir þeim leikreglum sem hvert fyrirkomulag krefst á hverjum tíma. Þar hafa Íslendingar iðulega verið eftirbátar ríkja á hinum Norðurlöndunum – hvort sem litið er til hagstjórnar hins opinbera, ríkisfjármála eða vinnumarkaðarins. Það vekur hins vegar furðu þegar því er haldið fram að gengismálin hafi stuðlað að hinum mikla vanda á vinnumarkaði. Ekkert gæti verið jafn fjarri sanni. Gengisstyrkingin skipti sköpum í að viðhalda jafnvægi í þjóðarbúskapnum samtímis miklum vexti ferðaþjónustunnar og stuðlaði um leið að verðstöðugleika og lægri vöxtum. Krónan vann sitt verk. Fyrir launafólk skilaði þessi gengishækkun – ásamt þeim launahækkunum sem um var samið á vinnumarkaði – sér sömuleiðis í stórfelldri kaupmáttaraukningu. Ábatinn fyrir atvinnurekendur hefur að sama skapi verið minni en samanlagður hagnaður fyrirtækja í Kauphöllinni, svo dæmi sé tekið, hefur dregist saman um meira en sextíu prósent frá 2015. Hækkandi launakostnaður hefur þar ráðið mestu. Hefði Ísland verið með „stöðuga“ mynt eins og evruna, sem hefur reyndar ekki síður en krónan sveiflast gagnvart öðrum gjaldmiðlum síðustu ár, hefði byggst upp meira ójafnvægi sem hefði að lokum framkallað harkalegan efnahagssamdrátt. Fastgengisstefna krefst mikils aga í ríkisfjármálum og eins stöðugleika á vinnumarkaði. Slíkur agi, sem Íslendingar hafa jafnan ekki verið þekktir fyrir, verður ekki innleiddur með því einu að skipta um mynt og þær hatrömmu deilur sem við sjáum nú við gerð kjarasamninga sýna að við eigum þar enn langt í land. Íslenska hagkerfið, sem á lítið sameiginlegt með evrusvæðinu, er í grunninn byggt á fáum stoðum – einkum ferðaþjónustu og sjávarútvegi – sem undirstrikar mikilvægi þess að búa við sveigjanlegt gengisfyrirkomulag þar sem gengið getur aðlagast nýjum veruleika við framboðsskell í okkar helstu útflutningsgreinum. Að vera föst í spennitreyju myntbandalags við slíkar aðstæður væri aðeins uppskrift að efnahagslegu stórslysi sem myndi hitta venjulegt launafólk verst fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Gleðilegt 2007! Reynir Böðvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Það voru pólitísk og efnahagsleg mistök að stofna til hins óburðuga evrópska myntbandalags. Á tuttugu ára afmæli evrunnar má flestum vera ljóst að fyrir utan aðeins örfá kjarnaríki, einkum Þýskaland, þá hefur kostnaðurinn af hinni sameiginlegu mynt verið mun meiri en nokkurn tíma ávinningurinn fyrir flest ríki evrusvæðisins. Enn fyrirfinnast þeir hins vegar, enda þótt rökin verði sífellt fátæklegri, sem telja íslenskum hagsmunum best borgið með því að tekin verði upp hér á landi peningastefna sem tekur í engu mið af hagsveiflu Íslands. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra, hélt því þannig fram um liðna helgi að Samtök atvinnulífsins bæru mikla ábyrgð á þeirri stöðu sem nú væri uppi á vinnumarkaði þar sem þau hefðu horfið frá fyrri stefnu sinni um að semja um nýja og stöðuga mynt. Forystumenn SA, ásamt Samtökum iðnaðarins, hafa réttilega fallið frá röngum áherslum samtakanna í peningamálum á sínum tíma og þess í stað horft til raunhæfra lausna sem miða að því að bæta umgjörðina um krónuna í því skyni að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Engin stefna í peninga- og gjaldmiðlamálum er fullkomin heldur snýst valið öðrum þræði um mismunandi slæma valkosti. Það eru ekki neinar einfaldar lausnir í boði heldur skiptir öllu máli, eins og fjallað var um í skýrslu starfshóps um endurskoðun peningastefnunnar, að farið sé eftir þeim leikreglum sem hvert fyrirkomulag krefst á hverjum tíma. Þar hafa Íslendingar iðulega verið eftirbátar ríkja á hinum Norðurlöndunum – hvort sem litið er til hagstjórnar hins opinbera, ríkisfjármála eða vinnumarkaðarins. Það vekur hins vegar furðu þegar því er haldið fram að gengismálin hafi stuðlað að hinum mikla vanda á vinnumarkaði. Ekkert gæti verið jafn fjarri sanni. Gengisstyrkingin skipti sköpum í að viðhalda jafnvægi í þjóðarbúskapnum samtímis miklum vexti ferðaþjónustunnar og stuðlaði um leið að verðstöðugleika og lægri vöxtum. Krónan vann sitt verk. Fyrir launafólk skilaði þessi gengishækkun – ásamt þeim launahækkunum sem um var samið á vinnumarkaði – sér sömuleiðis í stórfelldri kaupmáttaraukningu. Ábatinn fyrir atvinnurekendur hefur að sama skapi verið minni en samanlagður hagnaður fyrirtækja í Kauphöllinni, svo dæmi sé tekið, hefur dregist saman um meira en sextíu prósent frá 2015. Hækkandi launakostnaður hefur þar ráðið mestu. Hefði Ísland verið með „stöðuga“ mynt eins og evruna, sem hefur reyndar ekki síður en krónan sveiflast gagnvart öðrum gjaldmiðlum síðustu ár, hefði byggst upp meira ójafnvægi sem hefði að lokum framkallað harkalegan efnahagssamdrátt. Fastgengisstefna krefst mikils aga í ríkisfjármálum og eins stöðugleika á vinnumarkaði. Slíkur agi, sem Íslendingar hafa jafnan ekki verið þekktir fyrir, verður ekki innleiddur með því einu að skipta um mynt og þær hatrömmu deilur sem við sjáum nú við gerð kjarasamninga sýna að við eigum þar enn langt í land. Íslenska hagkerfið, sem á lítið sameiginlegt með evrusvæðinu, er í grunninn byggt á fáum stoðum – einkum ferðaþjónustu og sjávarútvegi – sem undirstrikar mikilvægi þess að búa við sveigjanlegt gengisfyrirkomulag þar sem gengið getur aðlagast nýjum veruleika við framboðsskell í okkar helstu útflutningsgreinum. Að vera föst í spennitreyju myntbandalags við slíkar aðstæður væri aðeins uppskrift að efnahagslegu stórslysi sem myndi hitta venjulegt launafólk verst fyrir.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar