Langt í land Hörður Ægisson skrifar 8. mars 2019 07:00 Það voru pólitísk og efnahagsleg mistök að stofna til hins óburðuga evrópska myntbandalags. Á tuttugu ára afmæli evrunnar má flestum vera ljóst að fyrir utan aðeins örfá kjarnaríki, einkum Þýskaland, þá hefur kostnaðurinn af hinni sameiginlegu mynt verið mun meiri en nokkurn tíma ávinningurinn fyrir flest ríki evrusvæðisins. Enn fyrirfinnast þeir hins vegar, enda þótt rökin verði sífellt fátæklegri, sem telja íslenskum hagsmunum best borgið með því að tekin verði upp hér á landi peningastefna sem tekur í engu mið af hagsveiflu Íslands. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra, hélt því þannig fram um liðna helgi að Samtök atvinnulífsins bæru mikla ábyrgð á þeirri stöðu sem nú væri uppi á vinnumarkaði þar sem þau hefðu horfið frá fyrri stefnu sinni um að semja um nýja og stöðuga mynt. Forystumenn SA, ásamt Samtökum iðnaðarins, hafa réttilega fallið frá röngum áherslum samtakanna í peningamálum á sínum tíma og þess í stað horft til raunhæfra lausna sem miða að því að bæta umgjörðina um krónuna í því skyni að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Engin stefna í peninga- og gjaldmiðlamálum er fullkomin heldur snýst valið öðrum þræði um mismunandi slæma valkosti. Það eru ekki neinar einfaldar lausnir í boði heldur skiptir öllu máli, eins og fjallað var um í skýrslu starfshóps um endurskoðun peningastefnunnar, að farið sé eftir þeim leikreglum sem hvert fyrirkomulag krefst á hverjum tíma. Þar hafa Íslendingar iðulega verið eftirbátar ríkja á hinum Norðurlöndunum – hvort sem litið er til hagstjórnar hins opinbera, ríkisfjármála eða vinnumarkaðarins. Það vekur hins vegar furðu þegar því er haldið fram að gengismálin hafi stuðlað að hinum mikla vanda á vinnumarkaði. Ekkert gæti verið jafn fjarri sanni. Gengisstyrkingin skipti sköpum í að viðhalda jafnvægi í þjóðarbúskapnum samtímis miklum vexti ferðaþjónustunnar og stuðlaði um leið að verðstöðugleika og lægri vöxtum. Krónan vann sitt verk. Fyrir launafólk skilaði þessi gengishækkun – ásamt þeim launahækkunum sem um var samið á vinnumarkaði – sér sömuleiðis í stórfelldri kaupmáttaraukningu. Ábatinn fyrir atvinnurekendur hefur að sama skapi verið minni en samanlagður hagnaður fyrirtækja í Kauphöllinni, svo dæmi sé tekið, hefur dregist saman um meira en sextíu prósent frá 2015. Hækkandi launakostnaður hefur þar ráðið mestu. Hefði Ísland verið með „stöðuga“ mynt eins og evruna, sem hefur reyndar ekki síður en krónan sveiflast gagnvart öðrum gjaldmiðlum síðustu ár, hefði byggst upp meira ójafnvægi sem hefði að lokum framkallað harkalegan efnahagssamdrátt. Fastgengisstefna krefst mikils aga í ríkisfjármálum og eins stöðugleika á vinnumarkaði. Slíkur agi, sem Íslendingar hafa jafnan ekki verið þekktir fyrir, verður ekki innleiddur með því einu að skipta um mynt og þær hatrömmu deilur sem við sjáum nú við gerð kjarasamninga sýna að við eigum þar enn langt í land. Íslenska hagkerfið, sem á lítið sameiginlegt með evrusvæðinu, er í grunninn byggt á fáum stoðum – einkum ferðaþjónustu og sjávarútvegi – sem undirstrikar mikilvægi þess að búa við sveigjanlegt gengisfyrirkomulag þar sem gengið getur aðlagast nýjum veruleika við framboðsskell í okkar helstu útflutningsgreinum. Að vera föst í spennitreyju myntbandalags við slíkar aðstæður væri aðeins uppskrift að efnahagslegu stórslysi sem myndi hitta venjulegt launafólk verst fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Það voru pólitísk og efnahagsleg mistök að stofna til hins óburðuga evrópska myntbandalags. Á tuttugu ára afmæli evrunnar má flestum vera ljóst að fyrir utan aðeins örfá kjarnaríki, einkum Þýskaland, þá hefur kostnaðurinn af hinni sameiginlegu mynt verið mun meiri en nokkurn tíma ávinningurinn fyrir flest ríki evrusvæðisins. Enn fyrirfinnast þeir hins vegar, enda þótt rökin verði sífellt fátæklegri, sem telja íslenskum hagsmunum best borgið með því að tekin verði upp hér á landi peningastefna sem tekur í engu mið af hagsveiflu Íslands. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra, hélt því þannig fram um liðna helgi að Samtök atvinnulífsins bæru mikla ábyrgð á þeirri stöðu sem nú væri uppi á vinnumarkaði þar sem þau hefðu horfið frá fyrri stefnu sinni um að semja um nýja og stöðuga mynt. Forystumenn SA, ásamt Samtökum iðnaðarins, hafa réttilega fallið frá röngum áherslum samtakanna í peningamálum á sínum tíma og þess í stað horft til raunhæfra lausna sem miða að því að bæta umgjörðina um krónuna í því skyni að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Engin stefna í peninga- og gjaldmiðlamálum er fullkomin heldur snýst valið öðrum þræði um mismunandi slæma valkosti. Það eru ekki neinar einfaldar lausnir í boði heldur skiptir öllu máli, eins og fjallað var um í skýrslu starfshóps um endurskoðun peningastefnunnar, að farið sé eftir þeim leikreglum sem hvert fyrirkomulag krefst á hverjum tíma. Þar hafa Íslendingar iðulega verið eftirbátar ríkja á hinum Norðurlöndunum – hvort sem litið er til hagstjórnar hins opinbera, ríkisfjármála eða vinnumarkaðarins. Það vekur hins vegar furðu þegar því er haldið fram að gengismálin hafi stuðlað að hinum mikla vanda á vinnumarkaði. Ekkert gæti verið jafn fjarri sanni. Gengisstyrkingin skipti sköpum í að viðhalda jafnvægi í þjóðarbúskapnum samtímis miklum vexti ferðaþjónustunnar og stuðlaði um leið að verðstöðugleika og lægri vöxtum. Krónan vann sitt verk. Fyrir launafólk skilaði þessi gengishækkun – ásamt þeim launahækkunum sem um var samið á vinnumarkaði – sér sömuleiðis í stórfelldri kaupmáttaraukningu. Ábatinn fyrir atvinnurekendur hefur að sama skapi verið minni en samanlagður hagnaður fyrirtækja í Kauphöllinni, svo dæmi sé tekið, hefur dregist saman um meira en sextíu prósent frá 2015. Hækkandi launakostnaður hefur þar ráðið mestu. Hefði Ísland verið með „stöðuga“ mynt eins og evruna, sem hefur reyndar ekki síður en krónan sveiflast gagnvart öðrum gjaldmiðlum síðustu ár, hefði byggst upp meira ójafnvægi sem hefði að lokum framkallað harkalegan efnahagssamdrátt. Fastgengisstefna krefst mikils aga í ríkisfjármálum og eins stöðugleika á vinnumarkaði. Slíkur agi, sem Íslendingar hafa jafnan ekki verið þekktir fyrir, verður ekki innleiddur með því einu að skipta um mynt og þær hatrömmu deilur sem við sjáum nú við gerð kjarasamninga sýna að við eigum þar enn langt í land. Íslenska hagkerfið, sem á lítið sameiginlegt með evrusvæðinu, er í grunninn byggt á fáum stoðum – einkum ferðaþjónustu og sjávarútvegi – sem undirstrikar mikilvægi þess að búa við sveigjanlegt gengisfyrirkomulag þar sem gengið getur aðlagast nýjum veruleika við framboðsskell í okkar helstu útflutningsgreinum. Að vera föst í spennitreyju myntbandalags við slíkar aðstæður væri aðeins uppskrift að efnahagslegu stórslysi sem myndi hitta venjulegt launafólk verst fyrir.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun