Manafort fékk tæplega fjögurra ára fangelsisdóm Kjartan Kjartansson skrifar 8. mars 2019 07:28 Manafort var kosningastjóri Trump þar til í ágúst árið 2016. Þá komu fram gögn um að hann hefði þegið milljónir dollara á laun frá forseta Úkraínu sem var hallur undir Rússa. AP/José Luis Magana Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump forseta, var í nótt dæmdur í fjörutíu og sjö mánaða fangelsi fyrir skattasvik og fyrir að svíkja út baknalán. Manafort var sakfelldur í fyrra en refsing hans var uppkveðin af dómara í Virginíu í nótt. Fangelsisvistin sem Manafort var dæmdur í er langt undir refsiramma brotanna sem hann var sakfelldur fyrir. Hann hefði getað verið dæmdur í allt að tuttugu ára fangelsi vegna brotanna, að sögn Washington Post. Auk fangelsisvistarinnar þarf Manafort, sem er 69 ára gamall, að greiða til baka 24 milljónir dollara og greiða fimmtíu þúsund dala sekt í ríkissjóð. Til viðbótar fær hann síðan refsingu ákvarðaða í öðru máli í næstu viku, en þar var hann sakfelldur fyrir að vinna sem málsvari fyrir erlent ríki án þess að skrá sig sem slíkur eins og bandarísk lög kveða á um. Málið gegn Manafort kom upp eftir að Robert Mueller hóf rannsókn sína á tengslum Rússa við Donald Trump og framboð hans. Búist er við að Mueller ljúki rannsókn sinni á næstu dögum eða vikum. „Síðustu tvö ár hefur verið erfiðustu ár fjölskyldunnar minnar og mín sjálfs. Að segja að ég sé niðurlægður og skammist mín væri stórkostlegur úrdráttur,“ sagði Manafort þegar hann bað dómarann í málinu um að sýna sér mildi. Manafort hefur þegar afplánað níu mánuði í fangelsi og gæti hann því átt innan við þrjú ár eftir af refsingunni ef hann hegðar sér vel. Hann á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi í hinu málinu sem rekið er í Washington-borg. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort deildi gögnum með fyrrum starfsmanni sem tengdist rússnesku leyniþjónustunni Fyrrum kosningastjóri Bandaríkjaforseta, Donald Trump, dreifði gögnum úr kosningabaráttunni með rússneskum fyrrum starfsmanni sínum. Sá hefur tengsl við rússnesku leyniþjónustuna. 8. janúar 2019 20:38 Manafort sekur um lygar Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, braut samkomulag sem hann gerði við Robert Mueller, sérstakan saksóknara, með því að ljúga að saksóknurum. 14. febrúar 2019 07:45 Manafort sagður forhertur glæpamaður í nýrri greinargerð Muellers Greinargerðin var send dómara í Washington vegna ákvörðunar refsingar Manaforts fyrir samsæri sem hann var sakfelldur fyrir í september. 23. febrúar 2019 23:15 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Sjá meira
Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump forseta, var í nótt dæmdur í fjörutíu og sjö mánaða fangelsi fyrir skattasvik og fyrir að svíkja út baknalán. Manafort var sakfelldur í fyrra en refsing hans var uppkveðin af dómara í Virginíu í nótt. Fangelsisvistin sem Manafort var dæmdur í er langt undir refsiramma brotanna sem hann var sakfelldur fyrir. Hann hefði getað verið dæmdur í allt að tuttugu ára fangelsi vegna brotanna, að sögn Washington Post. Auk fangelsisvistarinnar þarf Manafort, sem er 69 ára gamall, að greiða til baka 24 milljónir dollara og greiða fimmtíu þúsund dala sekt í ríkissjóð. Til viðbótar fær hann síðan refsingu ákvarðaða í öðru máli í næstu viku, en þar var hann sakfelldur fyrir að vinna sem málsvari fyrir erlent ríki án þess að skrá sig sem slíkur eins og bandarísk lög kveða á um. Málið gegn Manafort kom upp eftir að Robert Mueller hóf rannsókn sína á tengslum Rússa við Donald Trump og framboð hans. Búist er við að Mueller ljúki rannsókn sinni á næstu dögum eða vikum. „Síðustu tvö ár hefur verið erfiðustu ár fjölskyldunnar minnar og mín sjálfs. Að segja að ég sé niðurlægður og skammist mín væri stórkostlegur úrdráttur,“ sagði Manafort þegar hann bað dómarann í málinu um að sýna sér mildi. Manafort hefur þegar afplánað níu mánuði í fangelsi og gæti hann því átt innan við þrjú ár eftir af refsingunni ef hann hegðar sér vel. Hann á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi í hinu málinu sem rekið er í Washington-borg.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort deildi gögnum með fyrrum starfsmanni sem tengdist rússnesku leyniþjónustunni Fyrrum kosningastjóri Bandaríkjaforseta, Donald Trump, dreifði gögnum úr kosningabaráttunni með rússneskum fyrrum starfsmanni sínum. Sá hefur tengsl við rússnesku leyniþjónustuna. 8. janúar 2019 20:38 Manafort sekur um lygar Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, braut samkomulag sem hann gerði við Robert Mueller, sérstakan saksóknara, með því að ljúga að saksóknurum. 14. febrúar 2019 07:45 Manafort sagður forhertur glæpamaður í nýrri greinargerð Muellers Greinargerðin var send dómara í Washington vegna ákvörðunar refsingar Manaforts fyrir samsæri sem hann var sakfelldur fyrir í september. 23. febrúar 2019 23:15 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Sjá meira
Manafort deildi gögnum með fyrrum starfsmanni sem tengdist rússnesku leyniþjónustunni Fyrrum kosningastjóri Bandaríkjaforseta, Donald Trump, dreifði gögnum úr kosningabaráttunni með rússneskum fyrrum starfsmanni sínum. Sá hefur tengsl við rússnesku leyniþjónustuna. 8. janúar 2019 20:38
Manafort sekur um lygar Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, braut samkomulag sem hann gerði við Robert Mueller, sérstakan saksóknara, með því að ljúga að saksóknurum. 14. febrúar 2019 07:45
Manafort sagður forhertur glæpamaður í nýrri greinargerð Muellers Greinargerðin var send dómara í Washington vegna ákvörðunar refsingar Manaforts fyrir samsæri sem hann var sakfelldur fyrir í september. 23. febrúar 2019 23:15