Stofnandi nuddstofunnar þar sem Kraft var gómaður horfði á Superbowl með Trump Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2019 15:30 Robert Kraft, eigandi New England Patriots, og vinur Donald Trump til langs tíma. AP/Chris O'Meara Konan sem stofnaði nuddstofuna þar sem Robert Kraft, eigandi New England Patriots, er sakaður um að hafa keypt sér vændi, fagnaði Superbowl-sigri Patriots með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og vini Kraft. Konan, sem heitir Li Yang, en er kölluð Cindy, er reglulegur gestur í klúbbum Trump og hefur þar að auki komið í Hvíta húsið. Kraft er sakaður um að hafa borgað fyrir munnmök að morgni 20. janúar og er lögreglan með myndband af Kraft. Hann þvertekur þó fyrir það að hafa brotið lög. Yang segist hafa selt umrædda nuddstofu fyrir löngu síðan en nokkrar nuddstofur eru þó enn í eigu fjölskyldu hennar. Engin af þeim tíu nuddstofum sem hefur verið lokað að undanförnu vegna mansals og vændis er skráð í eigu hennar eða fjölskyldu hennar.Samkvæmt ítarlegri umfjöllun Miami Herald hafa nuddstaðir fjölskyldunnar þó vakið athygli lögregluembætta vegna gruns um vændi. Þar að auki fundu blaðamenn fundu víða umræður á netinu þar sem menn ræða um vændiskaup þar sem nuddstofur fjölskyldunnar eru nefndir. „Ef þú vilt einfalt nudd og tog, þá er þetta mögulega besti staðurinn á West Palm Beach,“ sagði einni maður á netinu. Starfsmaður annarrar nuddstofu í eigu fjölskyldunnar sagði lögreglu árið 2016 að starfsmenn væru að stunda vændi. Sú kona segist hafa verið að vinna á nuddstofunni og segir að þegar hún hafi fundið smokka í ruslinu hafi hún fengið vin sinn sem talaði ensku til að hringja í lögregluna. Þá sagði hún Miami Herald frá því að viðskiptavinur hefði eitt sinn krafist þess að hún hefði munnmök við hann. Eftir að hún hljóp grátandi út, var hún skömmuð fyrir að móðga viðskiptavininn. Blaðamenn Miami Herald fundu fjölmargar vísbendingar um að vændi hafi verið stundað á nuddstofum Yang. Í samtali við Herald sagði Yang hvorki hún né fjölskylda hennar hefðu nokkurn tímann brotið lögin. Hún vildi ekki svara spurningum um hvort hún hefði vitað af ásökununum um að vændi væri stundað á nuddstofum hennar. Þá sagðist hún væri hætt að reka nuddstofur og væri að flytja til Washington DC. Yang segist þar að auki ekki þekkja Trump persónulega. Hann hafi bara starfað sem sjálfboðaliði á kosningatengdum viðburðum og hafi sótt einhverja viðburði í klúbbum hans. Miami Herald segir engin ummerki um að Yang hafi haft áhuga á stjórnmálum fyrir forsetakosningarnar 2016. Fyrir þær hafi hún ekki kosið í tíu ár. Eftir kosningarnar hafi hún hins vegar mætt á fjölmarga viðburði Repúblikanaflokksins með allri austurströnd Bandaríkjanna. Á Facebook síðu hennar fundu blaðamenn fjölmargar myndir af henni með ýmsum aðilum sem koma að stjórnmálum í Bandaríkjunum. Þar á meðal eru Donald Trump, synir hans Trump yngri og Eric, Ron DeSantis ríkisstjóri Flórída, Rick Scott þingmaður og Sarah Palin. Enginn sem Miami Herald ræddi við sagðist kannast við Yang. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Eigandi Patriots þvertekur fyrir að hafa keypt vændi Kraft mun hafa verið tvisvar sinnum kvikmyndaður við kynmök á nuddstofu í Flórída, með földum myndavélum lögreglu. 23. febrúar 2019 09:49 Kraft fór á vændishúsið sama dag og Patriots lék gegn Kansas City Hinn 77 ára gamli Robert Kraft, eigandi NFL-meistara New England Patriots, hefur verið kærður fyrir að kaupa sér vændisþjónustu í tvígang í Flórída. 26. febrúar 2019 12:30 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent Fleiri fréttir Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Sjá meira
Konan sem stofnaði nuddstofuna þar sem Robert Kraft, eigandi New England Patriots, er sakaður um að hafa keypt sér vændi, fagnaði Superbowl-sigri Patriots með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og vini Kraft. Konan, sem heitir Li Yang, en er kölluð Cindy, er reglulegur gestur í klúbbum Trump og hefur þar að auki komið í Hvíta húsið. Kraft er sakaður um að hafa borgað fyrir munnmök að morgni 20. janúar og er lögreglan með myndband af Kraft. Hann þvertekur þó fyrir það að hafa brotið lög. Yang segist hafa selt umrædda nuddstofu fyrir löngu síðan en nokkrar nuddstofur eru þó enn í eigu fjölskyldu hennar. Engin af þeim tíu nuddstofum sem hefur verið lokað að undanförnu vegna mansals og vændis er skráð í eigu hennar eða fjölskyldu hennar.Samkvæmt ítarlegri umfjöllun Miami Herald hafa nuddstaðir fjölskyldunnar þó vakið athygli lögregluembætta vegna gruns um vændi. Þar að auki fundu blaðamenn fundu víða umræður á netinu þar sem menn ræða um vændiskaup þar sem nuddstofur fjölskyldunnar eru nefndir. „Ef þú vilt einfalt nudd og tog, þá er þetta mögulega besti staðurinn á West Palm Beach,“ sagði einni maður á netinu. Starfsmaður annarrar nuddstofu í eigu fjölskyldunnar sagði lögreglu árið 2016 að starfsmenn væru að stunda vændi. Sú kona segist hafa verið að vinna á nuddstofunni og segir að þegar hún hafi fundið smokka í ruslinu hafi hún fengið vin sinn sem talaði ensku til að hringja í lögregluna. Þá sagði hún Miami Herald frá því að viðskiptavinur hefði eitt sinn krafist þess að hún hefði munnmök við hann. Eftir að hún hljóp grátandi út, var hún skömmuð fyrir að móðga viðskiptavininn. Blaðamenn Miami Herald fundu fjölmargar vísbendingar um að vændi hafi verið stundað á nuddstofum Yang. Í samtali við Herald sagði Yang hvorki hún né fjölskylda hennar hefðu nokkurn tímann brotið lögin. Hún vildi ekki svara spurningum um hvort hún hefði vitað af ásökununum um að vændi væri stundað á nuddstofum hennar. Þá sagðist hún væri hætt að reka nuddstofur og væri að flytja til Washington DC. Yang segist þar að auki ekki þekkja Trump persónulega. Hann hafi bara starfað sem sjálfboðaliði á kosningatengdum viðburðum og hafi sótt einhverja viðburði í klúbbum hans. Miami Herald segir engin ummerki um að Yang hafi haft áhuga á stjórnmálum fyrir forsetakosningarnar 2016. Fyrir þær hafi hún ekki kosið í tíu ár. Eftir kosningarnar hafi hún hins vegar mætt á fjölmarga viðburði Repúblikanaflokksins með allri austurströnd Bandaríkjanna. Á Facebook síðu hennar fundu blaðamenn fjölmargar myndir af henni með ýmsum aðilum sem koma að stjórnmálum í Bandaríkjunum. Þar á meðal eru Donald Trump, synir hans Trump yngri og Eric, Ron DeSantis ríkisstjóri Flórída, Rick Scott þingmaður og Sarah Palin. Enginn sem Miami Herald ræddi við sagðist kannast við Yang.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Eigandi Patriots þvertekur fyrir að hafa keypt vændi Kraft mun hafa verið tvisvar sinnum kvikmyndaður við kynmök á nuddstofu í Flórída, með földum myndavélum lögreglu. 23. febrúar 2019 09:49 Kraft fór á vændishúsið sama dag og Patriots lék gegn Kansas City Hinn 77 ára gamli Robert Kraft, eigandi NFL-meistara New England Patriots, hefur verið kærður fyrir að kaupa sér vændisþjónustu í tvígang í Flórída. 26. febrúar 2019 12:30 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent Fleiri fréttir Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Sjá meira
Eigandi Patriots þvertekur fyrir að hafa keypt vændi Kraft mun hafa verið tvisvar sinnum kvikmyndaður við kynmök á nuddstofu í Flórída, með földum myndavélum lögreglu. 23. febrúar 2019 09:49
Kraft fór á vændishúsið sama dag og Patriots lék gegn Kansas City Hinn 77 ára gamli Robert Kraft, eigandi NFL-meistara New England Patriots, hefur verið kærður fyrir að kaupa sér vændisþjónustu í tvígang í Flórída. 26. febrúar 2019 12:30