Fimmta mislingatilfellið staðfest Nadine Guðrún Yaghi og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 8. mars 2019 17:11 Embætti landlæknis hefur greint frá því að fimmta mislingatilfellið sé nú staðfest hér á landi. fréttablaðið/anton brink Í dag staðfesti veirufræðideild Landspítala nýtt mislingatilfelli og er það fimmta tilfellið sem staðfest hefur verið frá því 18. febrúar síðastliðinn. Frá þessu er greint á vef landlæknis en um er að ræða leikskólastarfsmann á Egilsstöðum. Ráðist verður í umfangsmiklar bólusetningar á höfuðborgarsvæðinu og á Austurlandi um helgina til að hefta útbreiðslu mislingafaraldurs. Upplýsingar um hvar bólusetningar fara fram má nálgast á vef Heilbrigðisstofnunar Austurlands og á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Mislingasmit barst hingað til lands með manni sem ferðaðist heim frá Filippseyjum í febrúar síðastliðnum. Vitað er um þrjá sem smituðust af honum í innanlandsflugi til Egilsstaða þann 15. febrúar, tvö börn og karlmann. Vegna gruns um smit hafa hátt í fjörutíu óbólusett leikskólabörn í Garðabæ og á Reyðarfirði verið sett í sóttkví í tvær og hálfa viku. Nú hefur verið staðfest að leikskólastarfsmaður á Egilsstöðum er með mislinga og er það fimmta staðfesta smitið hér á landi. Hún og sex starfsmenn leikskólans eru nú í sóttkví en engin óbólusett börn voru í sama húsi og konan starfaði. Ungbarnadeildin er í öðru húsi. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að eftir því sem hann best viti smitaðist konan eftir að hafa verið á Egilsstaðaflugvelli á sama tíma og sýkti maðurinn. Það sýni hvað mislingar geti verið gríðarlega smitandi. Ákveðið hefur verið að ráðast í víðtæka bólusetningu við mislingum og verða allir óbólusettir íbúar höfuðborgarsvæðisins og á Austurlandi, sem eru eldri en 6 mánaða og yngri en 49 ára hvattir til láta bólusetja sig um helgina eða sem allra fyrst. Þeir sem fæddust fyrir 1970 hafi líklegast fengið mislinga á sínum tíma og börn yngri en 6 mánaða ekki talin geta að myndað mótefni við sýkingunni. Foreldrar þeirra barna verði að passa að þau verði ekki útsett fyrir veikindum. „Ef svo ólíklega vill til að þau börn komast í snertingu við mislingasmitaðan einstakling er hægt að meta það hvort eigi að gefa mótefni í æð en það er mikið mál og þarf að gerast inni á spítala,“ segir sóttvarnalæknir. Þrjú þúsund skammtar af bóluefni við mislingum komu til landsins í dag með hraðsendingu og voru þúsund skammtar sendir á Austurland. „Við fáum meira bóluefni í næstu viku þannig það er ekki víst að það náist að anna öllum núna um helgina og við biðjum fólk að sýna biðlund og skilning á því. Við erum að vinna að því að fá meira bóluefni í næstu viku,“ segir Þórólfur. Hann segir að allar upplýsingar um bólusetningar séu að finna á heimasíðum heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og heilbrigðisstofnunar Austurlands. Nú sé unnið að því að koma í veg fyrir meiri útbreiðslu. „Við erum að búa til eins mikið ónæmi og viðnám í samfélaginu eins og mögulegt er til að stoppa þessa útbreiðslu,“ segir Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð. Fljótsdalshérað Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óbólusett börn á Barnalæknaþjónustunni í mislingahættu Barn með mislinga var á biðstofu Barnalæknaþjónustunnar síðastliðinn sunnudag. 6. mars 2019 23:01 Heilbrigðisstarfsmenn mistúlkuðu mislingapróf Heilbrigðisstarfsmenn gerðu mistök við túlkun á mislingaprófi á ungu barni sem nú er með mislinga að sögn sóttvarnalæknis og því fór barnið á leikskóla í góðri trú. Hann harmar mistökin. Tugir eru nú í sótthví vegna mögulegs smits. 7. mars 2019 12:03 Átak í mislingabólusetningum og grunur um fimmta smitið Beðið er niðurstaðna úr rannsókn á fimmta einstaklingnum sem grunur leikur á að hafi smitast af mislingum. 8. mars 2019 12:40 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira
Í dag staðfesti veirufræðideild Landspítala nýtt mislingatilfelli og er það fimmta tilfellið sem staðfest hefur verið frá því 18. febrúar síðastliðinn. Frá þessu er greint á vef landlæknis en um er að ræða leikskólastarfsmann á Egilsstöðum. Ráðist verður í umfangsmiklar bólusetningar á höfuðborgarsvæðinu og á Austurlandi um helgina til að hefta útbreiðslu mislingafaraldurs. Upplýsingar um hvar bólusetningar fara fram má nálgast á vef Heilbrigðisstofnunar Austurlands og á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Mislingasmit barst hingað til lands með manni sem ferðaðist heim frá Filippseyjum í febrúar síðastliðnum. Vitað er um þrjá sem smituðust af honum í innanlandsflugi til Egilsstaða þann 15. febrúar, tvö börn og karlmann. Vegna gruns um smit hafa hátt í fjörutíu óbólusett leikskólabörn í Garðabæ og á Reyðarfirði verið sett í sóttkví í tvær og hálfa viku. Nú hefur verið staðfest að leikskólastarfsmaður á Egilsstöðum er með mislinga og er það fimmta staðfesta smitið hér á landi. Hún og sex starfsmenn leikskólans eru nú í sóttkví en engin óbólusett börn voru í sama húsi og konan starfaði. Ungbarnadeildin er í öðru húsi. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að eftir því sem hann best viti smitaðist konan eftir að hafa verið á Egilsstaðaflugvelli á sama tíma og sýkti maðurinn. Það sýni hvað mislingar geti verið gríðarlega smitandi. Ákveðið hefur verið að ráðast í víðtæka bólusetningu við mislingum og verða allir óbólusettir íbúar höfuðborgarsvæðisins og á Austurlandi, sem eru eldri en 6 mánaða og yngri en 49 ára hvattir til láta bólusetja sig um helgina eða sem allra fyrst. Þeir sem fæddust fyrir 1970 hafi líklegast fengið mislinga á sínum tíma og börn yngri en 6 mánaða ekki talin geta að myndað mótefni við sýkingunni. Foreldrar þeirra barna verði að passa að þau verði ekki útsett fyrir veikindum. „Ef svo ólíklega vill til að þau börn komast í snertingu við mislingasmitaðan einstakling er hægt að meta það hvort eigi að gefa mótefni í æð en það er mikið mál og þarf að gerast inni á spítala,“ segir sóttvarnalæknir. Þrjú þúsund skammtar af bóluefni við mislingum komu til landsins í dag með hraðsendingu og voru þúsund skammtar sendir á Austurland. „Við fáum meira bóluefni í næstu viku þannig það er ekki víst að það náist að anna öllum núna um helgina og við biðjum fólk að sýna biðlund og skilning á því. Við erum að vinna að því að fá meira bóluefni í næstu viku,“ segir Þórólfur. Hann segir að allar upplýsingar um bólusetningar séu að finna á heimasíðum heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og heilbrigðisstofnunar Austurlands. Nú sé unnið að því að koma í veg fyrir meiri útbreiðslu. „Við erum að búa til eins mikið ónæmi og viðnám í samfélaginu eins og mögulegt er til að stoppa þessa útbreiðslu,“ segir Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fljótsdalshérað Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óbólusett börn á Barnalæknaþjónustunni í mislingahættu Barn með mislinga var á biðstofu Barnalæknaþjónustunnar síðastliðinn sunnudag. 6. mars 2019 23:01 Heilbrigðisstarfsmenn mistúlkuðu mislingapróf Heilbrigðisstarfsmenn gerðu mistök við túlkun á mislingaprófi á ungu barni sem nú er með mislinga að sögn sóttvarnalæknis og því fór barnið á leikskóla í góðri trú. Hann harmar mistökin. Tugir eru nú í sótthví vegna mögulegs smits. 7. mars 2019 12:03 Átak í mislingabólusetningum og grunur um fimmta smitið Beðið er niðurstaðna úr rannsókn á fimmta einstaklingnum sem grunur leikur á að hafi smitast af mislingum. 8. mars 2019 12:40 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira
Óbólusett börn á Barnalæknaþjónustunni í mislingahættu Barn með mislinga var á biðstofu Barnalæknaþjónustunnar síðastliðinn sunnudag. 6. mars 2019 23:01
Heilbrigðisstarfsmenn mistúlkuðu mislingapróf Heilbrigðisstarfsmenn gerðu mistök við túlkun á mislingaprófi á ungu barni sem nú er með mislinga að sögn sóttvarnalæknis og því fór barnið á leikskóla í góðri trú. Hann harmar mistökin. Tugir eru nú í sótthví vegna mögulegs smits. 7. mars 2019 12:03
Átak í mislingabólusetningum og grunur um fimmta smitið Beðið er niðurstaðna úr rannsókn á fimmta einstaklingnum sem grunur leikur á að hafi smitast af mislingum. 8. mars 2019 12:40