Nauðgunardómur mildaður í Landsrétti Andri Eysteinsson skrifar 8. mars 2019 18:50 Landsréttur mildaði dóminn sem féll í héraði. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem dæmdur var til tveggja ára fangelsisvistar vegna nauðgunar hefur fengið dóm sinn mildaðan í Landsrétti. Miklar tafir, sem rekja mátti til ákæruvaldsins, voru á málsmeðferð málsins og auk þess var um fyrsta brot ákærða að ræða. Af þeim sökum mildaði Landsréttur tveggja ára dóminn niður í eins og hálfs árs fangelsisvist.Lesa má dóm Landsréttar í heild sinni hér. Dómur í málinu féll upphaflega þriðjudaginn 17. október 2017, þar var karlmaður fæddur 1979 sakfelldur fyrir að hafa neytt konu til annarra kynferðismaka en samræðis, aðfaranótt sunnudagsins 12. apríl 2015 á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur. Maðurinn var handtekinn skömmu seinna eftir að konan hafði tilkynnt lögreglu um brotið.Breyttur framburður dró úr trúverðugleika Konan tjáði lögreglu að maðurinn hafi verið að dansa á dansgólfi veitingastaðarins þegar ákærði kom til hennar, konan sagðist hafa elt manninn sem hafði ætlað að bjóða henni upp á drykk en þess í stað leitt hana inn á salerni staðarins. Þar hafi hann neytt hana til munnmaka auk þess sem að hann fór með fingur sinn í leggöng hennar. Ákærði, sem var starfsmaður staðarins, var í fríi þetta kvöld og kvað kynferðismökin hafa verið með samþykki konunnar. Lögregla yfirheyrði manninn morguninn eftir og neitaði hann í fyrstu að nokkuð kynferðislegt hefði átt sér stað. Maðurinn óskaði seinna eftir því að breyta framburði sína og sagði hann þar kynferðislegu athafnirnar verið með samþykki brotaþola. Mat Héraðsdómur breyttan framburð mannsins draga úr trúverðugleika framburðarins.Tafirnar í andstöðu við ákvæði sem tryggja eiga réttlátamálsmeðferð Í dómi Landsréttar er saga málsins rakin og greint frá því að brotið hafi verið framið 12. apríl 2015 en ákæra gefin út 27. febrúar 2017, 22 mánuðum eftir að brotið var framið. Aðalmeðferð hófst 4. september og var dómur kveðinn upp 17. október. Ekki hafa komið fram skýringar á töfunum sem urðu á málsmeðferð og kvað Landsréttur meðferðina því í andstöðu við ákvæði laga nr.88/2008, stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu sem kveður á um réttláta málsmeðferð. Tekið var tillit til þess við úrskurð Landsréttar.Lesa má dóminn í heild inni hér. Dómsmál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Karlmaður sem dæmdur var til tveggja ára fangelsisvistar vegna nauðgunar hefur fengið dóm sinn mildaðan í Landsrétti. Miklar tafir, sem rekja mátti til ákæruvaldsins, voru á málsmeðferð málsins og auk þess var um fyrsta brot ákærða að ræða. Af þeim sökum mildaði Landsréttur tveggja ára dóminn niður í eins og hálfs árs fangelsisvist.Lesa má dóm Landsréttar í heild sinni hér. Dómur í málinu féll upphaflega þriðjudaginn 17. október 2017, þar var karlmaður fæddur 1979 sakfelldur fyrir að hafa neytt konu til annarra kynferðismaka en samræðis, aðfaranótt sunnudagsins 12. apríl 2015 á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur. Maðurinn var handtekinn skömmu seinna eftir að konan hafði tilkynnt lögreglu um brotið.Breyttur framburður dró úr trúverðugleika Konan tjáði lögreglu að maðurinn hafi verið að dansa á dansgólfi veitingastaðarins þegar ákærði kom til hennar, konan sagðist hafa elt manninn sem hafði ætlað að bjóða henni upp á drykk en þess í stað leitt hana inn á salerni staðarins. Þar hafi hann neytt hana til munnmaka auk þess sem að hann fór með fingur sinn í leggöng hennar. Ákærði, sem var starfsmaður staðarins, var í fríi þetta kvöld og kvað kynferðismökin hafa verið með samþykki konunnar. Lögregla yfirheyrði manninn morguninn eftir og neitaði hann í fyrstu að nokkuð kynferðislegt hefði átt sér stað. Maðurinn óskaði seinna eftir því að breyta framburði sína og sagði hann þar kynferðislegu athafnirnar verið með samþykki brotaþola. Mat Héraðsdómur breyttan framburð mannsins draga úr trúverðugleika framburðarins.Tafirnar í andstöðu við ákvæði sem tryggja eiga réttlátamálsmeðferð Í dómi Landsréttar er saga málsins rakin og greint frá því að brotið hafi verið framið 12. apríl 2015 en ákæra gefin út 27. febrúar 2017, 22 mánuðum eftir að brotið var framið. Aðalmeðferð hófst 4. september og var dómur kveðinn upp 17. október. Ekki hafa komið fram skýringar á töfunum sem urðu á málsmeðferð og kvað Landsréttur meðferðina því í andstöðu við ákvæði laga nr.88/2008, stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu sem kveður á um réttláta málsmeðferð. Tekið var tillit til þess við úrskurð Landsréttar.Lesa má dóminn í heild inni hér.
Dómsmál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira