Körfubolti

Sir Charles vill fá LeBron á TNT sjónvarpstöðina í úrslitakeppninni

Anton Ingi Leifsson skrifar
LeBron verður væntanlega í fríi í apríl, maí og júní.
LeBron verður væntanlega í fríi í apríl, maí og júní. vísir/getty
Það er nánast öruggt að úrslitakeppnin í NBA-deildinni í ár verður sú fyrsta síðan 2005 þar sem LeBron James verður ekki á meðal leikmanna á gólfinu.

Eftir slakt gengi Lakers í vetur eru líkurnar samkvæmt miðlinum Basketball-Reference 0,1% að Lakers fari í úrslitakeppnina. Það verður skrýtið fyrir einhverja að kveikja á sjónvarpinu í úrslitakeppninni og þar verður enginn LeBron.

Körfuboltagoðsögnin Charles Barkle, sem starfar á stöðinni TNT, hefur boðið LeBron að hjálpa stöðunni í úrslitakeppninni. Charles segir hann ekki hafa neitt annað að gera en Shaquille O’Neal, önnur goðsögn, skellti þá upp úr í settinu.







Shaq grínaðist þá að eina sem LeBron þyrfti að gera væri að leggja smá pening inn á Shaq og hann myndi ganga í skrokk á Chuck. Hann uppskar mikil hlátrasköll í settinu.

Síðan 2011 hefur LeBron spilað 168 leiki í úrslitakeppninni sem gerir að meðaltali um 21 leik á hverju einasta ári. Hann er með rúmlega 40 mínútur að meðaltali í leik svo það eru einhver rök fyrir því að LeBron eigi skilið smá frí.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×