Halldór Jóhann: Við erum að spila með menn á annarri löppinni líka Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar 8. mars 2019 22:56 Halldór er á sínu síðasta tímabili með FH. VÍSIR/DANÍEL „ÍR liðið er bara mjög gott og þeir eru komnir með alla sína menn til baka. Það er reynsla í þessu liði hjá þeim, Stulli, Stephen, Þrándur og Bjöggi, þetta eru reyndir menn og þeir hafa spilað mjög vel uppá síðkastið,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, eftir sigurinn gegn ÍR í undanúrslitum bikarsins í kvöld. „Við vissum það fyrir leik að við þyrftum að eiga mjög góðan leik til þess að vinna þá. Við áttum kannski ekki mjög góðan leik samt en það dugði til að vinna í dag. FH náði að stjórna hraða leiksins og refsuðu ÍR ítrekað fyrir þeirra tæknifeila. Halldór segir að það hafi líka verið planið enda vissu þeir sem var að leikur ÍR er oft sveiflukenndur og því mikilvægt að halda boltanum „Það var líka uppleggið hjá okkur, við höfum séð marga ÍR leiki og þeir eru að tapa töluvert af boltum, við vitum það bara. Það eru töluverðar sveiflur á leiknum hjá þeim.“ „Það var bara algjört skilyrði hjá okkur að við þyrftum að halda boltanum innan okkar raða og kasta honum ekki frá okkur,“ segir Halldór en leikskipulag hans gekk vel í kvöld eins og oft áður. „Við vorum ragir sóknarlega sérstaklega í byrjun og framan af en þegar við náðum góðri stjórn á leiknum fannst mér þetta rúlla ágætlega hjá okkur. Fengum kannski fullt af óttarleg aula mörkum á okkur en þetta er bara þannig þegar maður er spila í undanúrslitum í bikar að spennustigið er hátt.“ FH mætir Val í úrslitaleiknum á morgun. Þessi lið þekkjast vel og býst Halldór við hörku viðureign þar sem bæði lið geta unnið. Halldór vill ekki meina að Valsliðið sé eitthvað laskaðara en þeir þrátt fyrir að FH-ingar séu búnir að endurheimta flest alla sína leikmenn. „Eins og allir þessir úrslita leikir þá leggst þetta bara vel í mig, menn þurfa bara að undirbúa sig vel. Það er ekki langur tími til að undirbúa sig en liðin þekkjast vel frá síðustu árum.“ Það er alltaf eitthvað extra sem þú þarft í úrslitaleikjum og við þurfum klárlega eitthvað extra á morgun. Við þurfum að eiga einn af okkar bestu leikjum í vetur til að vinna Val á morgun.“ „Hversu mikið laskaðari en við eru þeir? Ég held að Aggi verði með á morgun og Robbi var með áðan. Við erum að spila með menn á annarri löppinni líka, það er engin að pæla í því þegar komið er inní úrslitaleikinn, það vilja allir spila þennan leik,“ sagði Halldór Jóhann að lokum. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: FH - ÍR 25-24 | FH er komið í úrslitaleikinn eftir spennutrylli í Höllinni FH hafði betur gegn ÍR í seinni undanúrslita leik kvöldsins. FH mætir Val á morgun í úrslitaleiknum 8. mars 2019 22:45 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
„ÍR liðið er bara mjög gott og þeir eru komnir með alla sína menn til baka. Það er reynsla í þessu liði hjá þeim, Stulli, Stephen, Þrándur og Bjöggi, þetta eru reyndir menn og þeir hafa spilað mjög vel uppá síðkastið,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, eftir sigurinn gegn ÍR í undanúrslitum bikarsins í kvöld. „Við vissum það fyrir leik að við þyrftum að eiga mjög góðan leik til þess að vinna þá. Við áttum kannski ekki mjög góðan leik samt en það dugði til að vinna í dag. FH náði að stjórna hraða leiksins og refsuðu ÍR ítrekað fyrir þeirra tæknifeila. Halldór segir að það hafi líka verið planið enda vissu þeir sem var að leikur ÍR er oft sveiflukenndur og því mikilvægt að halda boltanum „Það var líka uppleggið hjá okkur, við höfum séð marga ÍR leiki og þeir eru að tapa töluvert af boltum, við vitum það bara. Það eru töluverðar sveiflur á leiknum hjá þeim.“ „Það var bara algjört skilyrði hjá okkur að við þyrftum að halda boltanum innan okkar raða og kasta honum ekki frá okkur,“ segir Halldór en leikskipulag hans gekk vel í kvöld eins og oft áður. „Við vorum ragir sóknarlega sérstaklega í byrjun og framan af en þegar við náðum góðri stjórn á leiknum fannst mér þetta rúlla ágætlega hjá okkur. Fengum kannski fullt af óttarleg aula mörkum á okkur en þetta er bara þannig þegar maður er spila í undanúrslitum í bikar að spennustigið er hátt.“ FH mætir Val í úrslitaleiknum á morgun. Þessi lið þekkjast vel og býst Halldór við hörku viðureign þar sem bæði lið geta unnið. Halldór vill ekki meina að Valsliðið sé eitthvað laskaðara en þeir þrátt fyrir að FH-ingar séu búnir að endurheimta flest alla sína leikmenn. „Eins og allir þessir úrslita leikir þá leggst þetta bara vel í mig, menn þurfa bara að undirbúa sig vel. Það er ekki langur tími til að undirbúa sig en liðin þekkjast vel frá síðustu árum.“ Það er alltaf eitthvað extra sem þú þarft í úrslitaleikjum og við þurfum klárlega eitthvað extra á morgun. Við þurfum að eiga einn af okkar bestu leikjum í vetur til að vinna Val á morgun.“ „Hversu mikið laskaðari en við eru þeir? Ég held að Aggi verði með á morgun og Robbi var með áðan. Við erum að spila með menn á annarri löppinni líka, það er engin að pæla í því þegar komið er inní úrslitaleikinn, það vilja allir spila þennan leik,“ sagði Halldór Jóhann að lokum.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: FH - ÍR 25-24 | FH er komið í úrslitaleikinn eftir spennutrylli í Höllinni FH hafði betur gegn ÍR í seinni undanúrslita leik kvöldsins. FH mætir Val á morgun í úrslitaleiknum 8. mars 2019 22:45 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
Leik lokið: FH - ÍR 25-24 | FH er komið í úrslitaleikinn eftir spennutrylli í Höllinni FH hafði betur gegn ÍR í seinni undanúrslita leik kvöldsins. FH mætir Val á morgun í úrslitaleiknum 8. mars 2019 22:45