Seðlabankastjóri boðaður á opinn fund í næstu viku Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 9. mars 2019 07:00 Búast má við að Már Guðmundsson fái erfiðar spurningar á opnum fundi í næstu viku. Fréttablaðið/Anton Brink Már Guðmundsson seðlabankastjóri mun sitja fyrir svörum á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á fimmtudaginn í næstu viku. Á fundi nefndarinnar síðastliðinn miðvikudag fór umboðsmaður Alþingis hörðum orðum um stjórnsýslu bankans á tímum gjaldeyrishafta, og gagnrýndi meðal annars opinberar yfirlýsingar forsvarsmanna bankans um þá sem sættu eftirliti og upplýsingagjöf við fjölmiðla um húsleitina hjá Samherja árið 2012. „Eins og málið lítur út á þessu stigi er það auðvitað grafalvarlegt. Við bíðum þó eftir svörum og skýringum frá fulltrúum Seðlabankans í næstu viku og eftir það ætti staðan að vera aðeins skýrari,“ segir Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Hún segir málið hafa verið lengi hjá nefndinni og að fundur nefndarinnar með fulltrúum Seðlabankans sé löngu ákveðinn. Á fyrrnefndum fundi nefndarinnar sagði umboðsmaður það ekki samræmast hlutverki forsvarsmanna eftirlitsstofnana að lýsa opinberlega efasemdum um sakleysi manna eftir að mál þeirra hafi verið felld niður vegna galla á regluverki eða annarra formgalla. Umboðsmanni varð einnig tíðrætt um þau orð Más Guðmundssonar í bréfi til forsætisráðherra, sem birt var á vef bankans í lok febrúar, að húsleitin hjá Samherja árið 2012 hefði haft ákveðin fælingaráhrif. Í bréfinu er fælingarmætti húsleitarinnar lýst þannig að tekist hafi að stöðva útstreymi aflandskróna og bæta virkni skilaskyldu. Með húsleitinni hafi verið send skýr skilaboð um að Seðlabankanum hafi verið alvara með því að framfylgja höftunum. Í máli umboðsmanns kom einnig fram að hann teldi ástæðu til að kanna nánar hver hafi verið hlutur starfsmanna gjaldeyriseftirlits Seðlabankans í að upplýsa starfsmann Ríkisútvarpsins um fyrirhugaða húsleit en við íþyngjandi rannsóknarúrræði eins og húsleit ríkir þagnarskylda á starfsmönnum sem að henni koma, ekki aðeins vegna rannsóknarhagsmuna heldur einnig vegna réttar borgaranna til að teljast saklausir uns sekt þeirra er sönnuð. Umboðsmaður sagði Samherjamálið og framkvæmd gjaldeyriseftirlitsins gefa tilefni til að huga betur að aðgreiningu verkefna hjá stofnunum sem er falið eftirlitshlutverk og vald til að beita viðurlögum. Slík verkefni fari ekki endilega vel saman við önnur verkefni viðkomandi stofnunar. Þessum vanda er einnig lýst í fyrrnefndu bréfi Más til forsætisráðherra. Hann greinir þar frá því þegar starfsmenn bankans svari upplýsingabeiðnum fjölmiðla með vísan til þagnarskylduákvæða sé því jafnan verr tekið en í tilvikum annarra eftirlitsstofnana, lögreglu og saksóknara. Það kunni að skýrast af því að starfsmenn bankans tjái sig gjarnan opinberlega um önnur verkefni bankans eins og peningastefnu og fjármálastöðugleika. Þá segir í bréfinu að Seðlabankinn eigi erfiðara með að draga sig inn í skel þar sem þögn sé gjarnan túlkuð sem svo að hlutir þoli ekki dagsljósið og neikvæð smitáhrif á aðra starfsemi geti haft neikvæð smitáhrif í meiri mæli en í tilvikum sérhæfðari eftirlitsstofnana, lögreglu og saksóknara. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Stjórnsýsla Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Sjá meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri mun sitja fyrir svörum á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á fimmtudaginn í næstu viku. Á fundi nefndarinnar síðastliðinn miðvikudag fór umboðsmaður Alþingis hörðum orðum um stjórnsýslu bankans á tímum gjaldeyrishafta, og gagnrýndi meðal annars opinberar yfirlýsingar forsvarsmanna bankans um þá sem sættu eftirliti og upplýsingagjöf við fjölmiðla um húsleitina hjá Samherja árið 2012. „Eins og málið lítur út á þessu stigi er það auðvitað grafalvarlegt. Við bíðum þó eftir svörum og skýringum frá fulltrúum Seðlabankans í næstu viku og eftir það ætti staðan að vera aðeins skýrari,“ segir Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Hún segir málið hafa verið lengi hjá nefndinni og að fundur nefndarinnar með fulltrúum Seðlabankans sé löngu ákveðinn. Á fyrrnefndum fundi nefndarinnar sagði umboðsmaður það ekki samræmast hlutverki forsvarsmanna eftirlitsstofnana að lýsa opinberlega efasemdum um sakleysi manna eftir að mál þeirra hafi verið felld niður vegna galla á regluverki eða annarra formgalla. Umboðsmanni varð einnig tíðrætt um þau orð Más Guðmundssonar í bréfi til forsætisráðherra, sem birt var á vef bankans í lok febrúar, að húsleitin hjá Samherja árið 2012 hefði haft ákveðin fælingaráhrif. Í bréfinu er fælingarmætti húsleitarinnar lýst þannig að tekist hafi að stöðva útstreymi aflandskróna og bæta virkni skilaskyldu. Með húsleitinni hafi verið send skýr skilaboð um að Seðlabankanum hafi verið alvara með því að framfylgja höftunum. Í máli umboðsmanns kom einnig fram að hann teldi ástæðu til að kanna nánar hver hafi verið hlutur starfsmanna gjaldeyriseftirlits Seðlabankans í að upplýsa starfsmann Ríkisútvarpsins um fyrirhugaða húsleit en við íþyngjandi rannsóknarúrræði eins og húsleit ríkir þagnarskylda á starfsmönnum sem að henni koma, ekki aðeins vegna rannsóknarhagsmuna heldur einnig vegna réttar borgaranna til að teljast saklausir uns sekt þeirra er sönnuð. Umboðsmaður sagði Samherjamálið og framkvæmd gjaldeyriseftirlitsins gefa tilefni til að huga betur að aðgreiningu verkefna hjá stofnunum sem er falið eftirlitshlutverk og vald til að beita viðurlögum. Slík verkefni fari ekki endilega vel saman við önnur verkefni viðkomandi stofnunar. Þessum vanda er einnig lýst í fyrrnefndu bréfi Más til forsætisráðherra. Hann greinir þar frá því þegar starfsmenn bankans svari upplýsingabeiðnum fjölmiðla með vísan til þagnarskylduákvæða sé því jafnan verr tekið en í tilvikum annarra eftirlitsstofnana, lögreglu og saksóknara. Það kunni að skýrast af því að starfsmenn bankans tjái sig gjarnan opinberlega um önnur verkefni bankans eins og peningastefnu og fjármálastöðugleika. Þá segir í bréfinu að Seðlabankinn eigi erfiðara með að draga sig inn í skel þar sem þögn sé gjarnan túlkuð sem svo að hlutir þoli ekki dagsljósið og neikvæð smitáhrif á aðra starfsemi geti haft neikvæð smitáhrif í meiri mæli en í tilvikum sérhæfðari eftirlitsstofnana, lögreglu og saksóknara.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Stjórnsýsla Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Sjá meira