Svo mikil vinna en svo fáar konur Sighvatur Arnmundsson skrifar 9. mars 2019 09:30 Kristalina Georgieva segist vona að fleiri þjóðir taki upp jafnlaunavottun eins og Ísland. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Kristalina sem er frá Búlgaríu er starfandi forseti Alþjóðabankans en hún tók tímabundið við þegar Jim Yong Kim hætti óvænt í byrjun árs. Hún hefur verið framkvæmdastjóri bankans síðan 2017 en sat áður í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um tæplega sjö ára skeið. Frá 2014-2016 var hún einn af varaforsetum framkvæmdastjórnarinnar og bar þar ábyrgð á fjárlögum ESB. Kristalina hóf feril sinn hjá Alþjóðabankanum árið 1993 en hún segir margt hafa breyst síðan þá. Fjölbreytileikinn sé miklu meiri, ekki bara út frá kynjasjónarmiði heldur líka þegar kemur að bakgrunni og menntun starfsmanna. „Þetta er gerbreytt stofnun frá þeirri sem ég kom inn í á sínum tíma. Við erum dýnamískari og þessi aukna fjölbreytni gerir okkur að miklu betri stofnun.“ Hún rifjar upp að þegar hún hafi fyrst komið inn í höfuðstöðvar bankans í byrjun tíunda áratugarins hafi hún valið að klæðast uppáhaldsjakkanum sínum sem var brúnn með blómamynstri. Eftir að hafa litið í kringum sig og áttað sig á klæðaburði annarra hafi hún farið og keypt sér dökka dragt til að falla inn í hópinn. Bankinn hafi á þeim tíma verið karlaheimur og konur sem þangað komu hafi reynt að blandast honum. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir konur í æðstu stöðum að taka aðrar konur að sér og leiðbeina þeim. Líka fyrir okkur að stefna að jafnvægi milli kynjanna meðal stjórnenda svona sýnilegra alþjóðastofnana. Alþjóðabankinn þarf að líta út eins og heimurinn.“ Hún segist stolt af því að Alþjóðabankinn hafi náð settu markmiði um jöfn kynjahlutföll meðal stjórnenda. „Markmið okkar var að vera búin að ná þessu 2020 en við náðum þessu á síðasta ári. Þannig er ég núna að stýra fundum þar sem kynjahlutfallið er jafnt. Það breytir umræðunum að fá fleiri sjónarhorn á hlutina. Ég er sannfærð um að við tökum betri ákvarðanir þegar við höfum þennan fjölbreytileika.“ Kristalina segist á sínum starfsferli hafa þurft að leggja meira á sig heldur en karlkyns kollegar sínir til að sanna sig og teljast jafningi þeirra. „Ég man hvernig þetta var á fyrstu árum mínum í bankanum. Einhverju sinni þegar ég var búin að vera þarna í nokkur ár stóð bankinn frammi fyrir mjög krefjandi verkefni. James Wolfensohn sem var þá forseti bankans sneri sér að mér og sagði: „Kristalina, svo mikið verk að vinna en svo fáar konur.“ Það hefur breyst. Sem betur fer.“ Alþjóðabankinn birti fyrir skömmu nýja skýrslu um þróun á lagalegri stöðu kvenna í heiminum. Kristalina segir að staðan hafi batnað á þessu tímabili en það gerist samt of hægt. Ástandið og áskoranirnar séu mjög mismunandi milli heimshluta. „Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin standa sig mjög vel þegar kemur að jafnréttismálum. Við gerðum þessa skýrslu bæði til að hvetja lönd heimsins áfram en líka til að benda á vel heppnaðar umbætur og góðar reynslusögur. Við hvetjum lönd til að grípa til aðgerða til að auka réttindi kvenna því það er siðferðislega rétt.“ Jafnrétti kynjanna komi sér líka vel fyrir efnahaginn. „Við getum ekki haft velmegandi og friðsæl samfélög ef það er haldið aftur af helmingi íbúanna.“ Fyrir mörg lönd í heiminum snúist áskorunin fyrst og fremst um að bæta löggjöfina varðandi réttindi kvenna. „Við sjáum mörg jákvæð merki í skýrslunni um árangur jafnvel þar sem aðstæður eru mjög erfiðar. Til dæmis hefur lögum verið breytt í Afganistan þannig að konur hafa nú sjálfstæðan rétt til að eignast vegabréf.“ Hins vegar séu aðrar áskoranir fyrir lönd eins og Ísland þar sem lagaleg staða kvenna er góð. „Fyrir þau lönd sem hafa lagaumhverfið í lagi þarf samt ennþá að tryggja að þessum lögum sé framfylgt. Það er í mörgum löndum lögum samkvæmt skylt að borga körlum og konum sömu laun fyrir sömu vinnu en það er ekkert land í heiminum sem nær því alveg.“ Þess vegna fagnar Kristalina sérstaklega úrræðum eins og jafnlaunavottun sem var lögfest á Íslandi árið 2017. „Þetta er mjög áhugavert framtak og vonandi munu aðrar þjóðir fylgja í kjölfarið.“ Alþjóðabankinn var stofnaður í lok seinni heimsstyrjaldarinnar og var ætlað að vera lánveitandi fyrir fátækari ríki heims. Hlutverk hans er enn að stuðla að efnahagslegri og félagslegri uppbyggingu þróunarlanda. Tvö meginmarkmið bankans eru að berjast gegn fátækt í heiminum og að stuðla að jafnari dreifingu hagsældar. Þannig er markmiðið að árið 2030 búi aðeins þrjú prósent íbúa heimsins við sára fátækt en þá er miðað við að einstaklingur lifi af minna en 1,90 dollurum á dag. Frá 1990 til 2015 lækkaði hlutfall jarðarbúa sem búa við sára fátækt úr 36 prósentum í 10 prósent. Spár Alþjóðabankans gera ráð fyrir að þetta hlutfall hafi farið niður í 8,6 prósent á síðasta ári. Stærstur hluti vandans er nú í ríkjum Afríku sunnan Sahara en þar býr um helmingur hópsins. Þá eru 26 af 27 fátækustu ríkjum heims á þessu svæði. Ísland mun taka sæti í stjórn bankans síðar á árinu sem fulltrúi kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, verður fulltrúi Íslands. Framundan er val á nýjum forseta bankans. Hefð hefur verið fyrir því að forseti Bandaríkjanna tilnefni forseta Alþjóðabankans en Evrópa framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Donald Trump hefur tilnefnt David Malpass sem er hátt settur í bandaríska fjármálaráðuneytinu. Hann var efnahagsráðgjafi Trumps í forsetakosningunum 2016. Malpass hefur í gegnum tíðina gagnrýnt Alþjóðabankann og sagt hann of stóran og óskilvirkan. Fjármálaráðuneyti Líbanons hafði tilnefnt Ziad Hayek í forsetastólinn en sú tilnefning var dregin til baka í vikunni vegna þrýstings annarra ríkja. Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Tengdar fréttir „Við erum á réttri leið en það gengur allt of hægt“ Kristalina Georgieva, starfandi forseti Alþjóðabankans, er stödd hér á landi en á málþingi sem fram fór í dag kynnti hún niðurstöður nýrrar skýrslu á vegum Alþjóðabankans sem fjallar um konur, viðskipti og lög. 4. mars 2019 20:44 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Köttur drapst úr fuglaflensu örskömmu eftir komuna á nýtt heimili Titringur á Alþingi Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Sjá meira
Kristalina sem er frá Búlgaríu er starfandi forseti Alþjóðabankans en hún tók tímabundið við þegar Jim Yong Kim hætti óvænt í byrjun árs. Hún hefur verið framkvæmdastjóri bankans síðan 2017 en sat áður í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um tæplega sjö ára skeið. Frá 2014-2016 var hún einn af varaforsetum framkvæmdastjórnarinnar og bar þar ábyrgð á fjárlögum ESB. Kristalina hóf feril sinn hjá Alþjóðabankanum árið 1993 en hún segir margt hafa breyst síðan þá. Fjölbreytileikinn sé miklu meiri, ekki bara út frá kynjasjónarmiði heldur líka þegar kemur að bakgrunni og menntun starfsmanna. „Þetta er gerbreytt stofnun frá þeirri sem ég kom inn í á sínum tíma. Við erum dýnamískari og þessi aukna fjölbreytni gerir okkur að miklu betri stofnun.“ Hún rifjar upp að þegar hún hafi fyrst komið inn í höfuðstöðvar bankans í byrjun tíunda áratugarins hafi hún valið að klæðast uppáhaldsjakkanum sínum sem var brúnn með blómamynstri. Eftir að hafa litið í kringum sig og áttað sig á klæðaburði annarra hafi hún farið og keypt sér dökka dragt til að falla inn í hópinn. Bankinn hafi á þeim tíma verið karlaheimur og konur sem þangað komu hafi reynt að blandast honum. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir konur í æðstu stöðum að taka aðrar konur að sér og leiðbeina þeim. Líka fyrir okkur að stefna að jafnvægi milli kynjanna meðal stjórnenda svona sýnilegra alþjóðastofnana. Alþjóðabankinn þarf að líta út eins og heimurinn.“ Hún segist stolt af því að Alþjóðabankinn hafi náð settu markmiði um jöfn kynjahlutföll meðal stjórnenda. „Markmið okkar var að vera búin að ná þessu 2020 en við náðum þessu á síðasta ári. Þannig er ég núna að stýra fundum þar sem kynjahlutfallið er jafnt. Það breytir umræðunum að fá fleiri sjónarhorn á hlutina. Ég er sannfærð um að við tökum betri ákvarðanir þegar við höfum þennan fjölbreytileika.“ Kristalina segist á sínum starfsferli hafa þurft að leggja meira á sig heldur en karlkyns kollegar sínir til að sanna sig og teljast jafningi þeirra. „Ég man hvernig þetta var á fyrstu árum mínum í bankanum. Einhverju sinni þegar ég var búin að vera þarna í nokkur ár stóð bankinn frammi fyrir mjög krefjandi verkefni. James Wolfensohn sem var þá forseti bankans sneri sér að mér og sagði: „Kristalina, svo mikið verk að vinna en svo fáar konur.“ Það hefur breyst. Sem betur fer.“ Alþjóðabankinn birti fyrir skömmu nýja skýrslu um þróun á lagalegri stöðu kvenna í heiminum. Kristalina segir að staðan hafi batnað á þessu tímabili en það gerist samt of hægt. Ástandið og áskoranirnar séu mjög mismunandi milli heimshluta. „Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin standa sig mjög vel þegar kemur að jafnréttismálum. Við gerðum þessa skýrslu bæði til að hvetja lönd heimsins áfram en líka til að benda á vel heppnaðar umbætur og góðar reynslusögur. Við hvetjum lönd til að grípa til aðgerða til að auka réttindi kvenna því það er siðferðislega rétt.“ Jafnrétti kynjanna komi sér líka vel fyrir efnahaginn. „Við getum ekki haft velmegandi og friðsæl samfélög ef það er haldið aftur af helmingi íbúanna.“ Fyrir mörg lönd í heiminum snúist áskorunin fyrst og fremst um að bæta löggjöfina varðandi réttindi kvenna. „Við sjáum mörg jákvæð merki í skýrslunni um árangur jafnvel þar sem aðstæður eru mjög erfiðar. Til dæmis hefur lögum verið breytt í Afganistan þannig að konur hafa nú sjálfstæðan rétt til að eignast vegabréf.“ Hins vegar séu aðrar áskoranir fyrir lönd eins og Ísland þar sem lagaleg staða kvenna er góð. „Fyrir þau lönd sem hafa lagaumhverfið í lagi þarf samt ennþá að tryggja að þessum lögum sé framfylgt. Það er í mörgum löndum lögum samkvæmt skylt að borga körlum og konum sömu laun fyrir sömu vinnu en það er ekkert land í heiminum sem nær því alveg.“ Þess vegna fagnar Kristalina sérstaklega úrræðum eins og jafnlaunavottun sem var lögfest á Íslandi árið 2017. „Þetta er mjög áhugavert framtak og vonandi munu aðrar þjóðir fylgja í kjölfarið.“ Alþjóðabankinn var stofnaður í lok seinni heimsstyrjaldarinnar og var ætlað að vera lánveitandi fyrir fátækari ríki heims. Hlutverk hans er enn að stuðla að efnahagslegri og félagslegri uppbyggingu þróunarlanda. Tvö meginmarkmið bankans eru að berjast gegn fátækt í heiminum og að stuðla að jafnari dreifingu hagsældar. Þannig er markmiðið að árið 2030 búi aðeins þrjú prósent íbúa heimsins við sára fátækt en þá er miðað við að einstaklingur lifi af minna en 1,90 dollurum á dag. Frá 1990 til 2015 lækkaði hlutfall jarðarbúa sem búa við sára fátækt úr 36 prósentum í 10 prósent. Spár Alþjóðabankans gera ráð fyrir að þetta hlutfall hafi farið niður í 8,6 prósent á síðasta ári. Stærstur hluti vandans er nú í ríkjum Afríku sunnan Sahara en þar býr um helmingur hópsins. Þá eru 26 af 27 fátækustu ríkjum heims á þessu svæði. Ísland mun taka sæti í stjórn bankans síðar á árinu sem fulltrúi kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, verður fulltrúi Íslands. Framundan er val á nýjum forseta bankans. Hefð hefur verið fyrir því að forseti Bandaríkjanna tilnefni forseta Alþjóðabankans en Evrópa framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Donald Trump hefur tilnefnt David Malpass sem er hátt settur í bandaríska fjármálaráðuneytinu. Hann var efnahagsráðgjafi Trumps í forsetakosningunum 2016. Malpass hefur í gegnum tíðina gagnrýnt Alþjóðabankann og sagt hann of stóran og óskilvirkan. Fjármálaráðuneyti Líbanons hafði tilnefnt Ziad Hayek í forsetastólinn en sú tilnefning var dregin til baka í vikunni vegna þrýstings annarra ríkja.
Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Tengdar fréttir „Við erum á réttri leið en það gengur allt of hægt“ Kristalina Georgieva, starfandi forseti Alþjóðabankans, er stödd hér á landi en á málþingi sem fram fór í dag kynnti hún niðurstöður nýrrar skýrslu á vegum Alþjóðabankans sem fjallar um konur, viðskipti og lög. 4. mars 2019 20:44 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Köttur drapst úr fuglaflensu örskömmu eftir komuna á nýtt heimili Titringur á Alþingi Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Sjá meira
„Við erum á réttri leið en það gengur allt of hægt“ Kristalina Georgieva, starfandi forseti Alþjóðabankans, er stödd hér á landi en á málþingi sem fram fór í dag kynnti hún niðurstöður nýrrar skýrslu á vegum Alþjóðabankans sem fjallar um konur, viðskipti og lög. 4. mars 2019 20:44