Vinir Venesúela mótmæltu við Stjórnarráðið Andri Eysteinsson skrifar 9. mars 2019 18:05 Vinir Venesúela mótmæltu við Stjórnarráðið í Lækjargötu í dag. Aðsend/Vésteinn Valgarðsson Samtök hernaðarandstæðinga og Vinir Venesúela, stóðu í dag að útifundi fyrir utan Stjórnarráðið í Lækjargötu til þess að mótmæla heimsvaldastefnunni og íhlutun Bandaríkjanna í Suður-Ameríkuríkinu Venesúela. Nokkur fjöldi mætti á fundinn og hélt Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Alþýðubandalagsins og Vinstri Grænna, ræðu. Í ræðu Ögmundar gagnrýndi hann utanríkisráðherra, Guðlaug Þór Þórðarson fyrir að hafa lýst yfir stuðningi íslenska ríkisins við Juan Guaido sem gerir tilkall til forsetaembættisins. Í yfirlýsingu samtakanna sem stóðu að fundinum er fullum stuðningi lýst við fullveldi Venesúela og „baráttu þjóðarinnar gegn yfirgangi heimsvaldasinna undir forystu Bandaríkjanna, sem ætli að sölsa undir sig auðlindir landsins.“ „Bandaríska heimsvaldastefnan vílar ekki fyrir sér að skipuleggja valdarán til að skipta um stjórnir í þeim löndum sem þeim finnst henta og alltaf hefur það leitt til aukinna hörmunga,“ er meðal þess sem segir í yfirlýsingunni. Einnig er stuðningur íslenskra stjórnvalda við Juan Guaido fordæmdur og segja samtökin um að ræða brot á alþjóðalögum sem kalli refsiábyrgð yfir íslenska ráðherra.Sjá má yfirlýsingu fundarins í heild sinni hér að neðan„Vinir Venesúela lýsa yfir fullum stuðningi við fullveldi Venesúela og baráttu þjóðarinnar gegn yfirgangi heimsvaldasinna undir forystu Bandaríkjanna, sem ætla að sölsa undir sig auðlindir landsins.Bandaríska heimsvaldastefnan vílar ekki fyrir sér að skipuleggja valdarán til að skipta um stjórnir í þeim löndum sem þeim finnst henta og alltaf hefur það leitt til aukinna hörmunga.Nú hafa þeir útnefnt forseta, sem hefur reynt að kaupa þjóðina til stuðnings við sig með svokallaðri „neyðaraðstoð“ frá Bandaríkjunum. En drýgstur hluti af vanda Venesúela stafar af efnahagslegum hernaði gegn landinu, sem Bandaríkin hafa stýrt. Ef efnahagsþvingunum væri aflétt myndi það vega margfalt þyngra en mútuaðstoð Bandaríkjanna.Við fordæmum stuðning íslenskra stjórnvalda við íhlutun heimsvaldaríkjanna. Þetta er brot á alþjóðalögum og kallar refsiábyrgð yfir íslenska ráðherra. Nú kallar „forsetinn,“ sem íslenskir ráðherrar hafa útnefnt fyrir Venesúela, eftir auknu ofbeldi til að ryðja úr vegi réttmætum stjórnvöldum í Venesúela. Ábyrgð á því ofbeldi, sem fylgja kann í kjölfarið leggst á alla, sem hafa lýst yfir stuðningi við valdaránstilraun hans.“ Bandaríkin Stj.mál Venesúela Tengdar fréttir Guaido segir hermenn snúa baki við Maduro Juan Guaido, starfandi forseti Venesúela, segir að 600 hermenn hafi snúið baki við Nicolas Maduro, forseta Venesúela, á síðustu dögum. Bandaríkin setja nýjar þvinganir á sex háttsetta embættismenn í Maduro-stjórninni. 2. mars 2019 08:00 Bandarískum fréttamönnum vísað frá Venesúela Niculoas Maduro, forseti Venesúela, hélt bandarísku tökuliði í tvær klukkustundir þegar hann reiddist yfir spurningum fréttamanns. 26. febrúar 2019 14:05 Þrýstingur á Maduro eykst Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, kallaði eftir því í gær að alþjóðasamfélagið grípi til allra hugsanlegra aðgerða til að koma sitjandi forseta landsins, Nicolas Maduro, frá völdum. 25. febrúar 2019 07:00 Rafmagnsleysi í Venesúela Skólar voru enn lokaðir og vinnustaðir sömuleiðis í Venesúela í gær á öðrum degi umfangsmikils rafmagnsleysis. 9. mars 2019 08:15 Vísa þýska sendiherranum frá Venesúela Ríkisstjórn Nicolasar Maduro sakar þýska sendiherrann um að skipta sér af innanríkismálum landsins og að taka sér stöðu með öfgaöflum í stjórnarandstöðunni. 7. mars 2019 08:01 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins: Gunnar Smári kosinn úr stjórn Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Sjá meira
Samtök hernaðarandstæðinga og Vinir Venesúela, stóðu í dag að útifundi fyrir utan Stjórnarráðið í Lækjargötu til þess að mótmæla heimsvaldastefnunni og íhlutun Bandaríkjanna í Suður-Ameríkuríkinu Venesúela. Nokkur fjöldi mætti á fundinn og hélt Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Alþýðubandalagsins og Vinstri Grænna, ræðu. Í ræðu Ögmundar gagnrýndi hann utanríkisráðherra, Guðlaug Þór Þórðarson fyrir að hafa lýst yfir stuðningi íslenska ríkisins við Juan Guaido sem gerir tilkall til forsetaembættisins. Í yfirlýsingu samtakanna sem stóðu að fundinum er fullum stuðningi lýst við fullveldi Venesúela og „baráttu þjóðarinnar gegn yfirgangi heimsvaldasinna undir forystu Bandaríkjanna, sem ætli að sölsa undir sig auðlindir landsins.“ „Bandaríska heimsvaldastefnan vílar ekki fyrir sér að skipuleggja valdarán til að skipta um stjórnir í þeim löndum sem þeim finnst henta og alltaf hefur það leitt til aukinna hörmunga,“ er meðal þess sem segir í yfirlýsingunni. Einnig er stuðningur íslenskra stjórnvalda við Juan Guaido fordæmdur og segja samtökin um að ræða brot á alþjóðalögum sem kalli refsiábyrgð yfir íslenska ráðherra.Sjá má yfirlýsingu fundarins í heild sinni hér að neðan„Vinir Venesúela lýsa yfir fullum stuðningi við fullveldi Venesúela og baráttu þjóðarinnar gegn yfirgangi heimsvaldasinna undir forystu Bandaríkjanna, sem ætla að sölsa undir sig auðlindir landsins.Bandaríska heimsvaldastefnan vílar ekki fyrir sér að skipuleggja valdarán til að skipta um stjórnir í þeim löndum sem þeim finnst henta og alltaf hefur það leitt til aukinna hörmunga.Nú hafa þeir útnefnt forseta, sem hefur reynt að kaupa þjóðina til stuðnings við sig með svokallaðri „neyðaraðstoð“ frá Bandaríkjunum. En drýgstur hluti af vanda Venesúela stafar af efnahagslegum hernaði gegn landinu, sem Bandaríkin hafa stýrt. Ef efnahagsþvingunum væri aflétt myndi það vega margfalt þyngra en mútuaðstoð Bandaríkjanna.Við fordæmum stuðning íslenskra stjórnvalda við íhlutun heimsvaldaríkjanna. Þetta er brot á alþjóðalögum og kallar refsiábyrgð yfir íslenska ráðherra. Nú kallar „forsetinn,“ sem íslenskir ráðherrar hafa útnefnt fyrir Venesúela, eftir auknu ofbeldi til að ryðja úr vegi réttmætum stjórnvöldum í Venesúela. Ábyrgð á því ofbeldi, sem fylgja kann í kjölfarið leggst á alla, sem hafa lýst yfir stuðningi við valdaránstilraun hans.“
Bandaríkin Stj.mál Venesúela Tengdar fréttir Guaido segir hermenn snúa baki við Maduro Juan Guaido, starfandi forseti Venesúela, segir að 600 hermenn hafi snúið baki við Nicolas Maduro, forseta Venesúela, á síðustu dögum. Bandaríkin setja nýjar þvinganir á sex háttsetta embættismenn í Maduro-stjórninni. 2. mars 2019 08:00 Bandarískum fréttamönnum vísað frá Venesúela Niculoas Maduro, forseti Venesúela, hélt bandarísku tökuliði í tvær klukkustundir þegar hann reiddist yfir spurningum fréttamanns. 26. febrúar 2019 14:05 Þrýstingur á Maduro eykst Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, kallaði eftir því í gær að alþjóðasamfélagið grípi til allra hugsanlegra aðgerða til að koma sitjandi forseta landsins, Nicolas Maduro, frá völdum. 25. febrúar 2019 07:00 Rafmagnsleysi í Venesúela Skólar voru enn lokaðir og vinnustaðir sömuleiðis í Venesúela í gær á öðrum degi umfangsmikils rafmagnsleysis. 9. mars 2019 08:15 Vísa þýska sendiherranum frá Venesúela Ríkisstjórn Nicolasar Maduro sakar þýska sendiherrann um að skipta sér af innanríkismálum landsins og að taka sér stöðu með öfgaöflum í stjórnarandstöðunni. 7. mars 2019 08:01 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins: Gunnar Smári kosinn úr stjórn Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Sjá meira
Guaido segir hermenn snúa baki við Maduro Juan Guaido, starfandi forseti Venesúela, segir að 600 hermenn hafi snúið baki við Nicolas Maduro, forseta Venesúela, á síðustu dögum. Bandaríkin setja nýjar þvinganir á sex háttsetta embættismenn í Maduro-stjórninni. 2. mars 2019 08:00
Bandarískum fréttamönnum vísað frá Venesúela Niculoas Maduro, forseti Venesúela, hélt bandarísku tökuliði í tvær klukkustundir þegar hann reiddist yfir spurningum fréttamanns. 26. febrúar 2019 14:05
Þrýstingur á Maduro eykst Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, kallaði eftir því í gær að alþjóðasamfélagið grípi til allra hugsanlegra aðgerða til að koma sitjandi forseta landsins, Nicolas Maduro, frá völdum. 25. febrúar 2019 07:00
Rafmagnsleysi í Venesúela Skólar voru enn lokaðir og vinnustaðir sömuleiðis í Venesúela í gær á öðrum degi umfangsmikils rafmagnsleysis. 9. mars 2019 08:15
Vísa þýska sendiherranum frá Venesúela Ríkisstjórn Nicolasar Maduro sakar þýska sendiherrann um að skipta sér af innanríkismálum landsins og að taka sér stöðu með öfgaöflum í stjórnarandstöðunni. 7. mars 2019 08:01