Segðu mér sögu Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 20. febrúar 2019 07:00 Einn af mínum ógleymanlegu fermingarsonum sat við morgunverðarborðið með móður sinni og það vildi svo til að það var viðtal við mig í morgunútvarpi. Þegar því var lokið sagði pilturinn: Hún Jóna Hrönn er alltaf að æfa sig í að verða gömul. Af hverju segir þú það? spurði mamman. Hún er alltaf að segja sögur, ansaði hann. Blessaður drengurinn var búinn að sitja hjá mér í fermingarfræðslu og hlýða á biblíusögurnar heilan vetur. Í dæmisögum Jesú er sterkur undirtónn af jákvæðri sálfræði sem varpar ljósi á styrkleika, veikleika, tilfinningar og gildi. Það er t.d. mikilvægt fyrir nútímaunglinga að heyra söguna af manninum sem byggði á bjargi og hinum sem byggði á sandi; það besta í lífinu kostar oft mikla þrautseigju. Sá sem ætlar létt í gegnum lífið missir af því. Við þekkjum það hvernig sömu sögur eru sífellt endurteknar innan fjölskyldna. Þetta eru sögur af barnsfæðingum, bílakaupum, flutningum, fyndnum tilsvörum barna, gaman- og áfallasögur. Fjölskylda sem hættir að segja sögur gliðnar með tímanum. Sama gildir um þjóðfélagið. Ef sögurnar þagna missir samfélagið af sjálfu sér. Hver einasti fréttatími er sögustund. Minningarorð við jarðarfarir er hluti af sagnahefð okkar. Svo eigum við þjóðsögur, ævintýri, rapptexta og ótal fleiri sagnaform sem hjálpa okkur að skilja lífið. Blái hnötturinn, Gosi og sagan af Ríka bóndanum fjalla um það þegar fólk gleymir raunverulegum lífsgildum og verður græðgi að bráð. Rauðhetta, Vesalingarnir og píslarsaga Krists kenna okkur margt um eðli ofbeldismenningar. Dýrin í Hálsaskógi, hjónaband Hallgerðar og Gunnars á Hlíðarenda og sagan af Týnda syninum varpa ljósi á hefnd og fyrirgefningu … Höldum áfram að segja sögur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Einn af mínum ógleymanlegu fermingarsonum sat við morgunverðarborðið með móður sinni og það vildi svo til að það var viðtal við mig í morgunútvarpi. Þegar því var lokið sagði pilturinn: Hún Jóna Hrönn er alltaf að æfa sig í að verða gömul. Af hverju segir þú það? spurði mamman. Hún er alltaf að segja sögur, ansaði hann. Blessaður drengurinn var búinn að sitja hjá mér í fermingarfræðslu og hlýða á biblíusögurnar heilan vetur. Í dæmisögum Jesú er sterkur undirtónn af jákvæðri sálfræði sem varpar ljósi á styrkleika, veikleika, tilfinningar og gildi. Það er t.d. mikilvægt fyrir nútímaunglinga að heyra söguna af manninum sem byggði á bjargi og hinum sem byggði á sandi; það besta í lífinu kostar oft mikla þrautseigju. Sá sem ætlar létt í gegnum lífið missir af því. Við þekkjum það hvernig sömu sögur eru sífellt endurteknar innan fjölskyldna. Þetta eru sögur af barnsfæðingum, bílakaupum, flutningum, fyndnum tilsvörum barna, gaman- og áfallasögur. Fjölskylda sem hættir að segja sögur gliðnar með tímanum. Sama gildir um þjóðfélagið. Ef sögurnar þagna missir samfélagið af sjálfu sér. Hver einasti fréttatími er sögustund. Minningarorð við jarðarfarir er hluti af sagnahefð okkar. Svo eigum við þjóðsögur, ævintýri, rapptexta og ótal fleiri sagnaform sem hjálpa okkur að skilja lífið. Blái hnötturinn, Gosi og sagan af Ríka bóndanum fjalla um það þegar fólk gleymir raunverulegum lífsgildum og verður græðgi að bráð. Rauðhetta, Vesalingarnir og píslarsaga Krists kenna okkur margt um eðli ofbeldismenningar. Dýrin í Hálsaskógi, hjónaband Hallgerðar og Gunnars á Hlíðarenda og sagan af Týnda syninum varpa ljósi á hefnd og fyrirgefningu … Höldum áfram að segja sögur.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar