Martin: Tilbúnari núna að taka við af Jóni Arnóri Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. febrúar 2019 13:00 Martin Hermannsson er klár í að taka við keflinu. vísir/bára Jón Arnór Stefánsson kveður íslenska landsliðið í körfubolta samhliða stórvini sínum Hlyni Bæringssyni á fimmtudagskvöldið þegar að Ísland mætir Portúgal í forkeppni EM 2021 í Laugardalshöll. Jón Arnór er besti íslenski körfuboltamaðurinn fyrr og síðar að flestra mati og verður vitaskuld erfitt að horfa á eftir honum. Craig Pedersen, landsliðsþjálfari, sagði á blaðamannafundi í gær að hann væri enn þá besti varnarmaður landsliðsins þrátt fyrir háan aldur og margar kílómetra á tanknum. Martin Hermannsson er fremsti körfuboltamaður Íslands í dag en hann spilar með þýska stórliðinu Alba Berlín. Hann er fyrir löngu orðinn lykilmaður í íslenska liðinu tekur nú væntanlega alfarið við aðalhlutverkinu í liðinu af Jóni Arnóri. Jón fór fyrst að hugsa um að hætta fyrir nokkrum árum en hefur ávallt viljað þjóna landi og þjóð. Því fagnar Martin sem er töluvert betur í stakk búinn til að taka við af Jóni heldur en fyrir kannski tveimur til þremur árum. „Ég hef alltaf haft mikið sjálfstraust en ég var ekki tilbúinn í það, þannig séð. Þegar að hann er inn á vellinum tekur hann til sín meiri athygli og opnar meira fyrir mig. Ég fann fyrir því síðasta sumar þegar að hann var ekki með hvað hann hefur mikil áhrif á mig og allt liðið,“ segir Martin sem lítur mikið upp til Jóns Arnórs.Hlynur og Jón Arnór spila sinn síðasta leik annað kvöld.vísir/vilhelmStærsta fyrirmyndin „Jón Arnór hefur alltaf verið mín stærsta fyrirmynd. Það sést líka stundum á leiknum mínum á því hvernig ég hreyfi mig og fleira. Maður er að reyna að herma eftir sumum skotunum hans og varnarleiknum. Ég er bara stoltur af því að hafa lært af honum. Hann verður samt vonandi áfram í kringum mig til að hjálpa mér.“ Martin kom eins og stormsveipur inn í íslenska liðið og var allt í öllu þegar að Ísland tryggði sér sæti á EM 2017 í körfubolta. „Ég er bara 24 ára. Menn horfa stundum á mig sem einhvern 35 ára reynslubolta. Ég á nú einhver ár eftir í þessu,“ segir hann og hlær. Martin hefur verið í atvinnumennsku frá árinu 2016 þegar að hann gekk í raðir Charleville í frönsku B-deildinni eftir dvöl í bandarískum háskóla. Hann var eitt tímabil þar, fór svo í frönsku A-deildina og þaðan til Alba Berlín sem er stórlið í evrópskum körfubolta. „Það fer rosalega vel um mig og fjölskylduna í Berlík og gengur mér vel í körfuboltanum. Þetta var svekkjandi á sunnudaginn þegar að við töpuðum bikarúrslitaleiknum en við erum enn þá inni í Evrópukeppninni og í toppbaráttunni í Þýskalandi þannig að það er nóg eftir og nóg að spila um,“ segir Martin.Martin nýtur lífsins í Berlín og verður líklega þar áfram.vísir/báraLjúft í Berlín „Ég er enn þá að koma mér af stað eftir ökklameiðslin sem héldu mér frá í tvo mánuði. Það tekur líka sinn tíma en ég er að spila á svo stóru sviði að þetta eru aldrei 40 mínútur í leik heldur kannski 20 til 25 mínútur. Við erum að spila tvo til þrjá leiki í viku þannig að álagið er mikið.“ „Það er gaman að koma aðeins heim og gott að hvíla sig aðeins. Það er alltaf gott að hitta fjölskyldu og vini og auðvitað að kveðja þessa miklu meistara,“ segir Martin. Leikstjórnandinn magnaði staldraði stutt við í fyrstu tveimur félagsliðunum sínum eftir háskóladvölina en líklegt er að hann taki annað ár í Berlín. „Ég gerði tveggja ára samning núna. Þetta breytist hratt í þessum heimi. Körfuboltinn er svo öðruvísi en handbolti og fótbolti þannig að maður veit aldrei hvað gerist á morgun. Ég er allavega með samning út næsta tímabil þannig að ég býst við því að vera í Berlín áfram,“ segir Martin Hermannsson.Klippa: Martin - Býst við að vera áfram í Berlín Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Mennirnir sem mótuðu næstu kynslóð hverfa á braut Landsliðsþjálfarinn og tveir framtíðarleikmenn körfuboltalandsliðsins útskýra hvað hverfur úr landsliðinu með Jóni Arnóri og Hlyni Bæringssyni. 19. febrúar 2019 19:30 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson kveður íslenska landsliðið í körfubolta samhliða stórvini sínum Hlyni Bæringssyni á fimmtudagskvöldið þegar að Ísland mætir Portúgal í forkeppni EM 2021 í Laugardalshöll. Jón Arnór er besti íslenski körfuboltamaðurinn fyrr og síðar að flestra mati og verður vitaskuld erfitt að horfa á eftir honum. Craig Pedersen, landsliðsþjálfari, sagði á blaðamannafundi í gær að hann væri enn þá besti varnarmaður landsliðsins þrátt fyrir háan aldur og margar kílómetra á tanknum. Martin Hermannsson er fremsti körfuboltamaður Íslands í dag en hann spilar með þýska stórliðinu Alba Berlín. Hann er fyrir löngu orðinn lykilmaður í íslenska liðinu tekur nú væntanlega alfarið við aðalhlutverkinu í liðinu af Jóni Arnóri. Jón fór fyrst að hugsa um að hætta fyrir nokkrum árum en hefur ávallt viljað þjóna landi og þjóð. Því fagnar Martin sem er töluvert betur í stakk búinn til að taka við af Jóni heldur en fyrir kannski tveimur til þremur árum. „Ég hef alltaf haft mikið sjálfstraust en ég var ekki tilbúinn í það, þannig séð. Þegar að hann er inn á vellinum tekur hann til sín meiri athygli og opnar meira fyrir mig. Ég fann fyrir því síðasta sumar þegar að hann var ekki með hvað hann hefur mikil áhrif á mig og allt liðið,“ segir Martin sem lítur mikið upp til Jóns Arnórs.Hlynur og Jón Arnór spila sinn síðasta leik annað kvöld.vísir/vilhelmStærsta fyrirmyndin „Jón Arnór hefur alltaf verið mín stærsta fyrirmynd. Það sést líka stundum á leiknum mínum á því hvernig ég hreyfi mig og fleira. Maður er að reyna að herma eftir sumum skotunum hans og varnarleiknum. Ég er bara stoltur af því að hafa lært af honum. Hann verður samt vonandi áfram í kringum mig til að hjálpa mér.“ Martin kom eins og stormsveipur inn í íslenska liðið og var allt í öllu þegar að Ísland tryggði sér sæti á EM 2017 í körfubolta. „Ég er bara 24 ára. Menn horfa stundum á mig sem einhvern 35 ára reynslubolta. Ég á nú einhver ár eftir í þessu,“ segir hann og hlær. Martin hefur verið í atvinnumennsku frá árinu 2016 þegar að hann gekk í raðir Charleville í frönsku B-deildinni eftir dvöl í bandarískum háskóla. Hann var eitt tímabil þar, fór svo í frönsku A-deildina og þaðan til Alba Berlín sem er stórlið í evrópskum körfubolta. „Það fer rosalega vel um mig og fjölskylduna í Berlík og gengur mér vel í körfuboltanum. Þetta var svekkjandi á sunnudaginn þegar að við töpuðum bikarúrslitaleiknum en við erum enn þá inni í Evrópukeppninni og í toppbaráttunni í Þýskalandi þannig að það er nóg eftir og nóg að spila um,“ segir Martin.Martin nýtur lífsins í Berlín og verður líklega þar áfram.vísir/báraLjúft í Berlín „Ég er enn þá að koma mér af stað eftir ökklameiðslin sem héldu mér frá í tvo mánuði. Það tekur líka sinn tíma en ég er að spila á svo stóru sviði að þetta eru aldrei 40 mínútur í leik heldur kannski 20 til 25 mínútur. Við erum að spila tvo til þrjá leiki í viku þannig að álagið er mikið.“ „Það er gaman að koma aðeins heim og gott að hvíla sig aðeins. Það er alltaf gott að hitta fjölskyldu og vini og auðvitað að kveðja þessa miklu meistara,“ segir Martin. Leikstjórnandinn magnaði staldraði stutt við í fyrstu tveimur félagsliðunum sínum eftir háskóladvölina en líklegt er að hann taki annað ár í Berlín. „Ég gerði tveggja ára samning núna. Þetta breytist hratt í þessum heimi. Körfuboltinn er svo öðruvísi en handbolti og fótbolti þannig að maður veit aldrei hvað gerist á morgun. Ég er allavega með samning út næsta tímabil þannig að ég býst við því að vera í Berlín áfram,“ segir Martin Hermannsson.Klippa: Martin - Býst við að vera áfram í Berlín
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Mennirnir sem mótuðu næstu kynslóð hverfa á braut Landsliðsþjálfarinn og tveir framtíðarleikmenn körfuboltalandsliðsins útskýra hvað hverfur úr landsliðinu með Jóni Arnóri og Hlyni Bæringssyni. 19. febrúar 2019 19:30 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Sjá meira
Mennirnir sem mótuðu næstu kynslóð hverfa á braut Landsliðsþjálfarinn og tveir framtíðarleikmenn körfuboltalandsliðsins útskýra hvað hverfur úr landsliðinu með Jóni Arnóri og Hlyni Bæringssyni. 19. febrúar 2019 19:30
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn