#Metoo málað á styttu af kossinum sögufræga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. febrúar 2019 11:14 Styttan er staðsett í Sarasota í Flórída-ríki Bandaríkjanna. Mynd/Lögreglan í Sarasota Aðeins degi efir að Bandaríkjamaðurinn George Mendonsa lést voru unnin skemmdarverk á styttu af honum og Gretu Zimmer Friedman. Styttan endurskapaði eina sögufrægustu ljósmynd allra tíma. #Metoo var málað með rauðu á styttuna. Mendonsa lést á mánudaginn, 95 ára að aldri, en hann birtist á einni frægustu ljósmynd sögunnar frá árinu 1945 þar sem sést til hans smella rembingskossi á Friedman á Times-torgi í New York eftir að fréttir bárust af uppgjöf Japana í síðari heimsstyrjöldinni. Myndin hefur alla jafna þótt vera merki um þá miklu gleði sem braust út eftir að í ljós kom að seinni heimstyrjöldin væri á enda en tugir þúsunda komu saman á Times-torgi til að fagna tíðindunum þann 14. ágúst 1945.Ljósmyndin sögufræga.GettyÁ undanförnum árum hafa þó ýmsir bent á að á myndinni megi sjá skýrt dæmi um kynferðislegt ofbeldi þar sem Mendoza hafi ekki haft leyfi til að kyssa hana.Í viðtali árið 2005 sagði Friedman frá því að Mendonsa hafi gripið hana og að það hafi ekki verið hennar val að verða kysst á þessu augnabliki. Kossinn hafi þó verið einhvers konar gleðiathöfn. Þá hefur sonur hennar sagt að Friedman hafi aldrei litið á kossinn í neikvæðu ljósi.Ætla má að þeir sem frömdu skemmdarverkin hafi með því að mála #Metoo á styttuna, sem staðsett er í Sarasota í Flórída-ríki, ætlað sér að beina athyglinni að kynferðislegri áreitni og ofbeldi. Myllumerkið hefur verið notað frá árinu 2017 þegar fjölmargar konur, íslenskar og erlendar, stigu fram og sögðu frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir í gegnum tíðina. Bandaríkin MeToo Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Maðurinn á kossamyndinni frægu frá 1945 er látinn Bandaríkjamaðurinn George Mendonsa er látinn, 95 ára að aldri. 18. febrúar 2019 23:55 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fleiri fréttir Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Sjá meira
Aðeins degi efir að Bandaríkjamaðurinn George Mendonsa lést voru unnin skemmdarverk á styttu af honum og Gretu Zimmer Friedman. Styttan endurskapaði eina sögufrægustu ljósmynd allra tíma. #Metoo var málað með rauðu á styttuna. Mendonsa lést á mánudaginn, 95 ára að aldri, en hann birtist á einni frægustu ljósmynd sögunnar frá árinu 1945 þar sem sést til hans smella rembingskossi á Friedman á Times-torgi í New York eftir að fréttir bárust af uppgjöf Japana í síðari heimsstyrjöldinni. Myndin hefur alla jafna þótt vera merki um þá miklu gleði sem braust út eftir að í ljós kom að seinni heimstyrjöldin væri á enda en tugir þúsunda komu saman á Times-torgi til að fagna tíðindunum þann 14. ágúst 1945.Ljósmyndin sögufræga.GettyÁ undanförnum árum hafa þó ýmsir bent á að á myndinni megi sjá skýrt dæmi um kynferðislegt ofbeldi þar sem Mendoza hafi ekki haft leyfi til að kyssa hana.Í viðtali árið 2005 sagði Friedman frá því að Mendonsa hafi gripið hana og að það hafi ekki verið hennar val að verða kysst á þessu augnabliki. Kossinn hafi þó verið einhvers konar gleðiathöfn. Þá hefur sonur hennar sagt að Friedman hafi aldrei litið á kossinn í neikvæðu ljósi.Ætla má að þeir sem frömdu skemmdarverkin hafi með því að mála #Metoo á styttuna, sem staðsett er í Sarasota í Flórída-ríki, ætlað sér að beina athyglinni að kynferðislegri áreitni og ofbeldi. Myllumerkið hefur verið notað frá árinu 2017 þegar fjölmargar konur, íslenskar og erlendar, stigu fram og sögðu frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir í gegnum tíðina.
Bandaríkin MeToo Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Maðurinn á kossamyndinni frægu frá 1945 er látinn Bandaríkjamaðurinn George Mendonsa er látinn, 95 ára að aldri. 18. febrúar 2019 23:55 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fleiri fréttir Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Sjá meira
Maðurinn á kossamyndinni frægu frá 1945 er látinn Bandaríkjamaðurinn George Mendonsa er látinn, 95 ára að aldri. 18. febrúar 2019 23:55