Gervigreind er að breyta okkar lífi Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar 21. febrúar 2019 10:44 Árið er 2019 og þegar talað er um tækni er oftar en ekki minnst á gervigreind og þau áhrif sem hún hefur á líf okkar í dag. Að undanförnu hafa mörg tæknifyrirtæki lagt áherslu á gervigreind í sínum vörum og getur ávinningur gervigreindar verið mikill fyrir samfélagið í heild. Heilbrigðisþjónustan getur og hefur notið góðs af þessari byltingarkenndu tækni. Mörg tækifæri eru til staðar til að veita fólki betra líf, en á sama tíma spara stórar fjárhæðir með notkun gervigreindar.Tækni sem bætir heilbrigðisþjónustu Ég heimsótti nýsköpunarfyrirtækið KenSci í Seattle á haustmánuðum sem vinnur að gervigreind fyrir heilbrigðisgeirann. Hugbúnaðarlausnir KenSci hafa hlotið jákvæða umfjöllun frá Microsoft, en fyrirtækið leggur áherslu á að greina sjúklinga sem útskrifast af sjúkrahúsum en þurfa að koma aftur sökum fylgikvilla. KenSci telur sig geta spáð fyrir um ótímabærar endurkomur sjúklinga með meira en 85% nákvæmni. Ávinningurinn er mikill því talið er að ótímabær endurkoma sjúklings á bandarískt sjúkrahús kosti að meðaltali rúmlega 5 milljónir króna. Gervigreindarmódel KenSci byggir á gögnum sem fyrirtækið hefur sérhæft sig í að safna og nýta í þessum tilgangi og er þjálfað af sérfræðingum úr heilbrigðisgeiranum, læknum sem og öðrum sem hafa sérþekkingu á málefninu í samstarfi við sérfræðinga á sviði vinnslu og framsetningu gagna. Engar persónugreinanlegar upplýsingar fara á milli sjúkrahúss og skýjaþjónustu Microsoft sem vinnur greininguna og ber spítalinn fulla ábyrgð á gögnum sjúklingsins. Í heimsókn minni kom einnig fram að KenSci vinnur náið með stjórnvöldum í Asíu að því að greina þau tækifæri sem heilbrigðisyfirvöld standa frammi fyrir við frekari nýtingu gervigreindar, einkum til að lækka kostnað og hækka þjónustustig. Ísland getur verið í fararbroddi Það verður ekki um villst að gervigreind er allt í kringum okkur. Við nýtum okkur flokkun á mikilvægum tölvupóstum í tölvupóstþjónustum, til dæmis Microsoft Outlook. Síðan veljum við kvikmyndir og þætti sem Netflix telur að við höfum áhuga á miðað við fyrra áhorf. Hvoru tveggja er byggt á gervigreind. Hagnýting gervigreindar getur skapað mikil tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki og stofnanir og því mikilvægt að að þau leggi vinnu og fjármagn í að kanna og þróa leiðir til þess að nýta þessa tækni. Að mínu mati er þetta kapphlaup og ég tel að leggja þurfi mun meiri áherslu á hvernig nýta beri gervigreind. Í kjölfarið spretta nýsköpunarfyrirtæki sem munu mögulega hjálpa okkur í rétta átt – nýsköpunarfyrirtæki eins og KenSci og hið íslenska Nox Medical. Í nýlegri skýrslu sem ráðgjafarfyrirtækið EY gerði í samvinnu við Microsoft kemur fram að um 4% af þeim 277 evrópsku fyrirtækjum sem voru spurð eru farin að sjá árangur af því að nýta gervigreind og 61% þeirra eru að skipuleggja þessa vinnu. Við Íslendingar getum orðið brautryðjendur í upplýsingatækni framtíðarinnar. Til að svo megi verða er mikilvægt að stjórnvöld og fyrirtæki vinni skipulega að hagnýtingu gervigreindar og fjárfesti í þróun hennar. Gervigreind er tækni sem skapar ótal tækifæri til framfara og það er undir okkur komið að leita þau uppi og nýta þau.Höfundur er Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Sjá meira
Árið er 2019 og þegar talað er um tækni er oftar en ekki minnst á gervigreind og þau áhrif sem hún hefur á líf okkar í dag. Að undanförnu hafa mörg tæknifyrirtæki lagt áherslu á gervigreind í sínum vörum og getur ávinningur gervigreindar verið mikill fyrir samfélagið í heild. Heilbrigðisþjónustan getur og hefur notið góðs af þessari byltingarkenndu tækni. Mörg tækifæri eru til staðar til að veita fólki betra líf, en á sama tíma spara stórar fjárhæðir með notkun gervigreindar.Tækni sem bætir heilbrigðisþjónustu Ég heimsótti nýsköpunarfyrirtækið KenSci í Seattle á haustmánuðum sem vinnur að gervigreind fyrir heilbrigðisgeirann. Hugbúnaðarlausnir KenSci hafa hlotið jákvæða umfjöllun frá Microsoft, en fyrirtækið leggur áherslu á að greina sjúklinga sem útskrifast af sjúkrahúsum en þurfa að koma aftur sökum fylgikvilla. KenSci telur sig geta spáð fyrir um ótímabærar endurkomur sjúklinga með meira en 85% nákvæmni. Ávinningurinn er mikill því talið er að ótímabær endurkoma sjúklings á bandarískt sjúkrahús kosti að meðaltali rúmlega 5 milljónir króna. Gervigreindarmódel KenSci byggir á gögnum sem fyrirtækið hefur sérhæft sig í að safna og nýta í þessum tilgangi og er þjálfað af sérfræðingum úr heilbrigðisgeiranum, læknum sem og öðrum sem hafa sérþekkingu á málefninu í samstarfi við sérfræðinga á sviði vinnslu og framsetningu gagna. Engar persónugreinanlegar upplýsingar fara á milli sjúkrahúss og skýjaþjónustu Microsoft sem vinnur greininguna og ber spítalinn fulla ábyrgð á gögnum sjúklingsins. Í heimsókn minni kom einnig fram að KenSci vinnur náið með stjórnvöldum í Asíu að því að greina þau tækifæri sem heilbrigðisyfirvöld standa frammi fyrir við frekari nýtingu gervigreindar, einkum til að lækka kostnað og hækka þjónustustig. Ísland getur verið í fararbroddi Það verður ekki um villst að gervigreind er allt í kringum okkur. Við nýtum okkur flokkun á mikilvægum tölvupóstum í tölvupóstþjónustum, til dæmis Microsoft Outlook. Síðan veljum við kvikmyndir og þætti sem Netflix telur að við höfum áhuga á miðað við fyrra áhorf. Hvoru tveggja er byggt á gervigreind. Hagnýting gervigreindar getur skapað mikil tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki og stofnanir og því mikilvægt að að þau leggi vinnu og fjármagn í að kanna og þróa leiðir til þess að nýta þessa tækni. Að mínu mati er þetta kapphlaup og ég tel að leggja þurfi mun meiri áherslu á hvernig nýta beri gervigreind. Í kjölfarið spretta nýsköpunarfyrirtæki sem munu mögulega hjálpa okkur í rétta átt – nýsköpunarfyrirtæki eins og KenSci og hið íslenska Nox Medical. Í nýlegri skýrslu sem ráðgjafarfyrirtækið EY gerði í samvinnu við Microsoft kemur fram að um 4% af þeim 277 evrópsku fyrirtækjum sem voru spurð eru farin að sjá árangur af því að nýta gervigreind og 61% þeirra eru að skipuleggja þessa vinnu. Við Íslendingar getum orðið brautryðjendur í upplýsingatækni framtíðarinnar. Til að svo megi verða er mikilvægt að stjórnvöld og fyrirtæki vinni skipulega að hagnýtingu gervigreindar og fjárfesti í þróun hennar. Gervigreind er tækni sem skapar ótal tækifæri til framfara og það er undir okkur komið að leita þau uppi og nýta þau.Höfundur er Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun