Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina hafa hlustað á verkalýðshreyfinguna Heimir Már Pétursson skrifar 21. febrúar 2019 13:29 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, svaraði óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. vísir/vilhelm Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina hafa hlustað eftir sjónarmiðum verkalýðshreyfingarinnar við mótun skattatillagna sinna. Stjórnvöld geti hins vegar ekki borið ábyrgð á væntingum um lækkun skatta umfram þá skatta sem ríkið innheimti af lægstu launum. Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun gagnrýndu nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar ríkisstjórnina og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra fyrir skattatillögur stjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins gagnrýndi að stjórnin ætlaði að taka aftur upp þriggja þrepa skattkerfi sem var afnumið í tíð ríkisstjórnar hans. Vænlegra væri að ræða við aðila vinnumarkaðarins um framtíðar fyrirkomulag fjármálakerfisins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði fullvinnandi fólk á lægstu laununum fá mest út úr skattatillögum ríkisstjórnarinnar. Ríkið væri að nota mörg ár hagvaxtar til að teygja sig til launafólks í landinu. „Ég hélt að málið snerist um það. Ég hélt að við værum sammála um að ef ríkið gæti lagt eitthvað að mörkum, fyrir utan að lækka tryggingagjald og koma súrefni til atvinnulífsins, ætti það að styðja við góða samninga á vinnumarkaði með því að hleypa súrefni þangað. Það myndi draga úr þörfinni fyrir launahækkanir. Ríkið tæki á sig ákveðinn hluta. Gæfi eftir af skatti sem er innheimtur í ríkissjóð,” sagði Bjarni. Hann væri ánægður með skattatillögur stjórnvalda auk annarra aðgerða sem stjórnvöld hafi gripið til og boði. Það væri verið að nýta svigrúm til að bæta hag þeirra sem lægst hefðu launin. „Vegna þess að við höfum verið að hlusta. Ríkisstjórnin getur auðvitað ekki borið ábyrgð á væntingum sem eru langt, langt umfram það sem segir í fjármálaáætlun og hefur komið fram á fundum. Væntingar til dæmis um það að ríkið geti gefið eftir 20 þúsund krónur í tekjuskatt af 325 þúsund króna launamanni. Það eru væntingar um að ríkið gefi meira eftir en það innheimtir. Vegna þess að það innheimtir ekki 20 þúsund krónur í tekjuskatt af 325 þúsund króna launum,” sagði Bjarni. Inga Sæland formaður Flokks fólksins lýsti undrun á málflutningi fjármálaráðherra. „Ég er nú eiginlega hálf lömuð eftir að hæstvirtur fjármálaráðherra kom og þrumaði þetta yfir okkur hér áðan. Talandi um súrefnisflæði til þeirra sem verst eru staddir. Ég veit eiginlega ekki hvaða tregða er á þeirri slöngu. En að minnsta kosti hlýtur það súrefni að vera illa blandað með einhverju andrúmslofti sem láglaunafólk hér kærir sig ekki um að draga að sér,” sagði Inga Sæland. Alþingi Kjaramál Skattar og tollar Tengdar fréttir Segja skattatillögurnar ekki ganga nógu langt í átt að jöfnuði Formannaráð BSRB telur að tillögur stjórnvalda að breytingum á skattkerfinu, sem kynntar voru í gær, gangi ekki nægilega langt í átt að jöfnuði og réttlæti í samfélaginu. 20. febrúar 2019 13:58 Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42 Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16 Mest lesið Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Innlent Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Innlent Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Innlent Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Innlent Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Innlent Nafn hins látna í manndrápsmálinu Innlent Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað alvarlegt mál“ Framboðslistar Röskvu kynntir Bryggjan sem gæti rofið hafnleysu Skaftfellinga Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Nafn hins látna í manndrápsmálinu Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum SKE skoðar Heineman og meintur bókastuldur Meta Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Annar árekstur á Vesturlandsvegi Fjögurra ára fangelsi fyrir gróf brot gegn fyrrverandi Börn hafi reynt að drepa önnur börn Sjö sagt upp hjá Rauða krossinum Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Lokað fyrir kalt vatn í Kópavogi í kvöld Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Brúnastaðir í Fljótum hlutu landbúnaðarverðlaunin 2025 Hamingja dvínandi þótt Ísland berjist um toppsæti Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Alþjóðlegi hamingjudagurinn 2025: Hamingja, samkennd og Riddarar kærleikans Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkisstjórn Tjón Úkraínumanna um áttahundruð milljarðar dollara Svona var Pallborðið um ofbeldisöldu hjá ungmennum 33 prósent íslenskra ungmenna nota nikótínpúða Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða „Reginhneyksli“ að Sádar stýri nefnd um réttindi kvenna Bein útsending: Setning Búnaðarþings Göturnar sem verða malbikaðar í sumar í Reykjavík Tæknilausnir nauðsynlegar til að bæta þjónustu í heilbrigðiskerfinu Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina hafa hlustað eftir sjónarmiðum verkalýðshreyfingarinnar við mótun skattatillagna sinna. Stjórnvöld geti hins vegar ekki borið ábyrgð á væntingum um lækkun skatta umfram þá skatta sem ríkið innheimti af lægstu launum. Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun gagnrýndu nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar ríkisstjórnina og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra fyrir skattatillögur stjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins gagnrýndi að stjórnin ætlaði að taka aftur upp þriggja þrepa skattkerfi sem var afnumið í tíð ríkisstjórnar hans. Vænlegra væri að ræða við aðila vinnumarkaðarins um framtíðar fyrirkomulag fjármálakerfisins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði fullvinnandi fólk á lægstu laununum fá mest út úr skattatillögum ríkisstjórnarinnar. Ríkið væri að nota mörg ár hagvaxtar til að teygja sig til launafólks í landinu. „Ég hélt að málið snerist um það. Ég hélt að við værum sammála um að ef ríkið gæti lagt eitthvað að mörkum, fyrir utan að lækka tryggingagjald og koma súrefni til atvinnulífsins, ætti það að styðja við góða samninga á vinnumarkaði með því að hleypa súrefni þangað. Það myndi draga úr þörfinni fyrir launahækkanir. Ríkið tæki á sig ákveðinn hluta. Gæfi eftir af skatti sem er innheimtur í ríkissjóð,” sagði Bjarni. Hann væri ánægður með skattatillögur stjórnvalda auk annarra aðgerða sem stjórnvöld hafi gripið til og boði. Það væri verið að nýta svigrúm til að bæta hag þeirra sem lægst hefðu launin. „Vegna þess að við höfum verið að hlusta. Ríkisstjórnin getur auðvitað ekki borið ábyrgð á væntingum sem eru langt, langt umfram það sem segir í fjármálaáætlun og hefur komið fram á fundum. Væntingar til dæmis um það að ríkið geti gefið eftir 20 þúsund krónur í tekjuskatt af 325 þúsund króna launamanni. Það eru væntingar um að ríkið gefi meira eftir en það innheimtir. Vegna þess að það innheimtir ekki 20 þúsund krónur í tekjuskatt af 325 þúsund króna launum,” sagði Bjarni. Inga Sæland formaður Flokks fólksins lýsti undrun á málflutningi fjármálaráðherra. „Ég er nú eiginlega hálf lömuð eftir að hæstvirtur fjármálaráðherra kom og þrumaði þetta yfir okkur hér áðan. Talandi um súrefnisflæði til þeirra sem verst eru staddir. Ég veit eiginlega ekki hvaða tregða er á þeirri slöngu. En að minnsta kosti hlýtur það súrefni að vera illa blandað með einhverju andrúmslofti sem láglaunafólk hér kærir sig ekki um að draga að sér,” sagði Inga Sæland.
Alþingi Kjaramál Skattar og tollar Tengdar fréttir Segja skattatillögurnar ekki ganga nógu langt í átt að jöfnuði Formannaráð BSRB telur að tillögur stjórnvalda að breytingum á skattkerfinu, sem kynntar voru í gær, gangi ekki nægilega langt í átt að jöfnuði og réttlæti í samfélaginu. 20. febrúar 2019 13:58 Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42 Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16 Mest lesið Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Innlent Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Innlent Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Innlent Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Innlent Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Innlent Nafn hins látna í manndrápsmálinu Innlent Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað alvarlegt mál“ Framboðslistar Röskvu kynntir Bryggjan sem gæti rofið hafnleysu Skaftfellinga Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Nafn hins látna í manndrápsmálinu Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum SKE skoðar Heineman og meintur bókastuldur Meta Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Annar árekstur á Vesturlandsvegi Fjögurra ára fangelsi fyrir gróf brot gegn fyrrverandi Börn hafi reynt að drepa önnur börn Sjö sagt upp hjá Rauða krossinum Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Lokað fyrir kalt vatn í Kópavogi í kvöld Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Brúnastaðir í Fljótum hlutu landbúnaðarverðlaunin 2025 Hamingja dvínandi þótt Ísland berjist um toppsæti Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Alþjóðlegi hamingjudagurinn 2025: Hamingja, samkennd og Riddarar kærleikans Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkisstjórn Tjón Úkraínumanna um áttahundruð milljarðar dollara Svona var Pallborðið um ofbeldisöldu hjá ungmennum 33 prósent íslenskra ungmenna nota nikótínpúða Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða „Reginhneyksli“ að Sádar stýri nefnd um réttindi kvenna Bein útsending: Setning Búnaðarþings Göturnar sem verða malbikaðar í sumar í Reykjavík Tæknilausnir nauðsynlegar til að bæta þjónustu í heilbrigðiskerfinu Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Sjá meira
Segja skattatillögurnar ekki ganga nógu langt í átt að jöfnuði Formannaráð BSRB telur að tillögur stjórnvalda að breytingum á skattkerfinu, sem kynntar voru í gær, gangi ekki nægilega langt í átt að jöfnuði og réttlæti í samfélaginu. 20. febrúar 2019 13:58
Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42
Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16