Faðir Evu var sjónvarpsmaðurinn ástsæli Hermann Gunnarsson en hún kynntist honum fyrst á unglingsaldri og náði að mynd sterkt samband við Hemma þangað til hann lést skyndilega árið 2013.
Seint á síðasta ári opnaði Eva Laufey sig um fósturmissi sem hún varð fyrir og hvernig það hafði áhrif á hana.
„Það hjálpaði mér hvað mest að tala um þetta og það mun alltaf skila manni lengra, í staðinn fyrir að byrgja allt inni. En þetta hefur verið hellings vinna,“ segir Eva Laufey.
„Maður spáir oft í því hversu langt á leið maður væri komin en svo á sama tíma leyfi ég mér ekki að staldra við þær hugsanir og horfi bara á stelpurnar mínar og hugsa, guð minn góður hvað ég er heppin.“
Hún segist þakka fyrir það sem hún eigi á hverjum einasta degi.
„Þetta er sko ekki sjálfgefið. Það var alveg ótrúlegt hvað margar konur opnuðu sig við mig, konur sem höfðu ekki þorað að tala um þetta lengi. Þær höfðu litið á þetta sem einhverja skömm sem er alveg agalegt. Ég fékk sjálf mjög mikið út úr því að vita að ég er ekki sú eina. Ef við tölum meira um þetta og þetta er á yfirborðinu hjálpar það kannski fleiri konum í þessari stöðu.“
Í þættinum ræðir Eva Laufey meðal annars um samband sitt við föður sinn, Hemma Gunn, og hversu sárt það hafi verið að missa hann, það hvernig hún náði að tuða sig inn í sjónvarpsbransann, æskuna og æskuástina,, hvernig hún fer að því að tapa fyrir Gumma Ben í Ísskápastríðinu og margt fleira.
Hér að neðan má sjá þriðja þáttinn af Einkalífinu en þátturinn vikulegi er í loftinu á fimmtudögum á Vísi og Stöð 2 Maraþon.