Fékk áfall þegar sonurinn hringdi og sagði frá fallinu á Table-fjalli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2019 16:19 Þórdís Ásgeirsdóttir hafði ekkert heyrt af ævintýrum Íslendings á Table-fjalli þegar sonur hennar sló á þráðinn í gærkvöldi. Þórdís Ásgeirsdóttir, móðir 32 ára Íslendings sem sagður hefur verið „heppnasti maður í heimi“, segir það hafa verið mikið sjokk þegar sonur hennar hringdi í hana og sagði frá atburðum í Höfðaborg á mánudagskvöld. Björgunaraðilar telja með ólíkindum að sonur Þórdísar hafi komist lífs af þegar hann hrapaði tuttugu metra fram af Table-fjalli sem gnæfir yfir suður-afrísku borginni. Þórdís tjáði RÚV í dag að hún hefði ekki haft nokkra hugmynd um slysið. Sonur hennar hefði hringt á miðvikudagskvöld, vitandi að slysið hefði ratað í fréttir hér heima, og sagt henni ofan af atburðarásinni. „Ég hafði enga hugmynd um þetta, sem betur fer ekki. Ég er mjög léleg að lesa fréttir og þannig. Ég fékk samt alveg nægt sjokk þegar hann hringdi,“ segir Þórdís í samtali við Vísi. Sonur hennar, sem hefur verið búsettur í Kína undanfarin ár við enskukennslu, var staddur í Suður-Afríku til að vera viðstaddur brúðkaup vina sinna. Hann ákvað að fara í fjallgöngu í hóp félaga sinna en varð viðskila við hópinn. Hann hafi reynt að hafa uppi á félögunum en farið ranga leið. Mynd frá björgunaraðgerðum aðfaranótt þriðjudags í Suður-Afríku.Wilderness Search and rescue Greip í tré „Hann fór vitlausan stíg, ranga leið,“ segir Þórdís og í framhaldinu féll hann fram af brúninni. „Hann sagði mér að í fallinu hefði hann séð tré eða trjágrein sem hann grípur í. Það hefur dregið úr fallinu, mögulega breytt stefnunni eða eitthvað. Hann lendir svo á syllunni.“ Syllan sem sonur Þórdísar féll niður á var ekki stærri en tvíbreitt rúm samkvæmt lýsingum Roy van Schoor sem kom að björgunaraðgerðum umrætt kvöld og nótt. Fyrir neðan þessa syllu var áttatíu metra þverhnípi. Sonur Þórdísar öskraði á hjálp. „Það er einhver bóndi fyrir utan borgina sem að heyrir í honum. Í rauninni var allt hagstætt, honum í vil. Hann var með símann sinn, missir hann ekki, og hann hringir sagði hann mér í björgunarsveit.“ Hér má sjá hvernig björgunarmenn sigu til Íslendingsins.Wilderness search and rescue Andlegur og líkamlegur styrkur til staðar Allt í allt hafi hann verið á syllunni í tólf klukkustundir að sögn Þórdísar. Það hafi komið sér vel að sonur Þórdísar sé bæði líkamlega og andlega sterkur. Hann beri engan skaða af atburðum mánudagsins. „Það þarf heljarinnar styrk til að standast þessa raun.“ Ekki er það svo að Þórdís fái son sinn í fangið sem nú snýr aftur til Kína. „Því miður! Ég hefði alveg viljað knúsa hann. Maður verður að taka því eins og hverju öðru hundsbiti.“ Hún segist afar þakklát öllum þeim sem komu að björgun sonar hennar. Table-fjall er hér í bakgrunni.Vísir/Getty Ferðamenn stóra vandamálið Útkall til björgunarsveitarmanna barst klukkan 17 að staðartíma seinnipart mánudags eftir að einhver hafði heyrt kallað á hjálp af fjallinu. Raunar töldu björgunaraðilar fyrst að kallið hefði borist frá allt öðrum stað nærri fjallinu og líklegt að um rán eða þjófnað væri að ræða sem þekkist í fjallinu sem er vinsæll ferðamannastaður.Sökum hvassviðris reyndist erfitt að staðsetja hvaðan hrópin bárust en íslenski maðurinn er sagður heppinn að suðaustan áttin náði að bera hróp hans til þéttbýlis við rætur fjallsins. Tókst honum að nota ljós á farsíma sínum til að ná til leitarhópsins.Ekki var hægt að notast við þyrlu vegna hvassviðris. Náðu klifurmenn til mannsins og var hann látinn síga niður. Gat hann svo gengið sjálfur í sjúkrabíl og fluttur þaðan til borgarinnar. Björgunaraðgerðir tóku allt í allt um þrettán klukkustundir.Roy van Schoor, sem stýrði aðgerðum á vettvangi, sagði í útvarpsviðtali í Suður-Afríku að sonur Þórdísar væri heppnasti maður í heimi. Þá segir hann ekki nógu mikið varað við hættum sem séu á Table-fjalli.„Þar þarf að kynna þetta vel fyrir fólki. Stóra vandamálið eru ferðamennirnir,“ segir van Schoor. „Þeir koma til Höfðaborgar og eru kannski vanir fjallgöngum, til dæmis á Íslandi. Svo sjá þeir þetta fallega fjall við rætur borgarinnar og hugsa, drífum okkur.“Fjallið sé mjög aðgengilegt víða en hættulegt sé að fara á eigin vegum. Segir van Schoor stundum lenda í baráttu við fólkið. Fleiri aðvörunarskilti vanti við fjallið. Suður-Afríka Tengdar fréttir Björguðu stálheppnum íslenskum manni af Table-fjalli í Suður-Afríku Íslendingurinn hafði fallið um 20 metra á syllu sem var ekki stærri en tvíbreitt rúm en fyrir neðan hana var 80 metra þverhnýpi. 20. febrúar 2019 08:41 Talinn hafa látist eftir allmikið fall Íslendingurinn sem fannst látinn í hlíðum Table-fjalls við Höfðaborg í Suður-Afríku er talinn hafa látist eftir að hafa fallið úr allmikilli hæð. 20. febrúar 2017 20:18 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Þórdís Ásgeirsdóttir, móðir 32 ára Íslendings sem sagður hefur verið „heppnasti maður í heimi“, segir það hafa verið mikið sjokk þegar sonur hennar hringdi í hana og sagði frá atburðum í Höfðaborg á mánudagskvöld. Björgunaraðilar telja með ólíkindum að sonur Þórdísar hafi komist lífs af þegar hann hrapaði tuttugu metra fram af Table-fjalli sem gnæfir yfir suður-afrísku borginni. Þórdís tjáði RÚV í dag að hún hefði ekki haft nokkra hugmynd um slysið. Sonur hennar hefði hringt á miðvikudagskvöld, vitandi að slysið hefði ratað í fréttir hér heima, og sagt henni ofan af atburðarásinni. „Ég hafði enga hugmynd um þetta, sem betur fer ekki. Ég er mjög léleg að lesa fréttir og þannig. Ég fékk samt alveg nægt sjokk þegar hann hringdi,“ segir Þórdís í samtali við Vísi. Sonur hennar, sem hefur verið búsettur í Kína undanfarin ár við enskukennslu, var staddur í Suður-Afríku til að vera viðstaddur brúðkaup vina sinna. Hann ákvað að fara í fjallgöngu í hóp félaga sinna en varð viðskila við hópinn. Hann hafi reynt að hafa uppi á félögunum en farið ranga leið. Mynd frá björgunaraðgerðum aðfaranótt þriðjudags í Suður-Afríku.Wilderness Search and rescue Greip í tré „Hann fór vitlausan stíg, ranga leið,“ segir Þórdís og í framhaldinu féll hann fram af brúninni. „Hann sagði mér að í fallinu hefði hann séð tré eða trjágrein sem hann grípur í. Það hefur dregið úr fallinu, mögulega breytt stefnunni eða eitthvað. Hann lendir svo á syllunni.“ Syllan sem sonur Þórdísar féll niður á var ekki stærri en tvíbreitt rúm samkvæmt lýsingum Roy van Schoor sem kom að björgunaraðgerðum umrætt kvöld og nótt. Fyrir neðan þessa syllu var áttatíu metra þverhnípi. Sonur Þórdísar öskraði á hjálp. „Það er einhver bóndi fyrir utan borgina sem að heyrir í honum. Í rauninni var allt hagstætt, honum í vil. Hann var með símann sinn, missir hann ekki, og hann hringir sagði hann mér í björgunarsveit.“ Hér má sjá hvernig björgunarmenn sigu til Íslendingsins.Wilderness search and rescue Andlegur og líkamlegur styrkur til staðar Allt í allt hafi hann verið á syllunni í tólf klukkustundir að sögn Þórdísar. Það hafi komið sér vel að sonur Þórdísar sé bæði líkamlega og andlega sterkur. Hann beri engan skaða af atburðum mánudagsins. „Það þarf heljarinnar styrk til að standast þessa raun.“ Ekki er það svo að Þórdís fái son sinn í fangið sem nú snýr aftur til Kína. „Því miður! Ég hefði alveg viljað knúsa hann. Maður verður að taka því eins og hverju öðru hundsbiti.“ Hún segist afar þakklát öllum þeim sem komu að björgun sonar hennar. Table-fjall er hér í bakgrunni.Vísir/Getty Ferðamenn stóra vandamálið Útkall til björgunarsveitarmanna barst klukkan 17 að staðartíma seinnipart mánudags eftir að einhver hafði heyrt kallað á hjálp af fjallinu. Raunar töldu björgunaraðilar fyrst að kallið hefði borist frá allt öðrum stað nærri fjallinu og líklegt að um rán eða þjófnað væri að ræða sem þekkist í fjallinu sem er vinsæll ferðamannastaður.Sökum hvassviðris reyndist erfitt að staðsetja hvaðan hrópin bárust en íslenski maðurinn er sagður heppinn að suðaustan áttin náði að bera hróp hans til þéttbýlis við rætur fjallsins. Tókst honum að nota ljós á farsíma sínum til að ná til leitarhópsins.Ekki var hægt að notast við þyrlu vegna hvassviðris. Náðu klifurmenn til mannsins og var hann látinn síga niður. Gat hann svo gengið sjálfur í sjúkrabíl og fluttur þaðan til borgarinnar. Björgunaraðgerðir tóku allt í allt um þrettán klukkustundir.Roy van Schoor, sem stýrði aðgerðum á vettvangi, sagði í útvarpsviðtali í Suður-Afríku að sonur Þórdísar væri heppnasti maður í heimi. Þá segir hann ekki nógu mikið varað við hættum sem séu á Table-fjalli.„Þar þarf að kynna þetta vel fyrir fólki. Stóra vandamálið eru ferðamennirnir,“ segir van Schoor. „Þeir koma til Höfðaborgar og eru kannski vanir fjallgöngum, til dæmis á Íslandi. Svo sjá þeir þetta fallega fjall við rætur borgarinnar og hugsa, drífum okkur.“Fjallið sé mjög aðgengilegt víða en hættulegt sé að fara á eigin vegum. Segir van Schoor stundum lenda í baráttu við fólkið. Fleiri aðvörunarskilti vanti við fjallið.
Suður-Afríka Tengdar fréttir Björguðu stálheppnum íslenskum manni af Table-fjalli í Suður-Afríku Íslendingurinn hafði fallið um 20 metra á syllu sem var ekki stærri en tvíbreitt rúm en fyrir neðan hana var 80 metra þverhnýpi. 20. febrúar 2019 08:41 Talinn hafa látist eftir allmikið fall Íslendingurinn sem fannst látinn í hlíðum Table-fjalls við Höfðaborg í Suður-Afríku er talinn hafa látist eftir að hafa fallið úr allmikilli hæð. 20. febrúar 2017 20:18 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Björguðu stálheppnum íslenskum manni af Table-fjalli í Suður-Afríku Íslendingurinn hafði fallið um 20 metra á syllu sem var ekki stærri en tvíbreitt rúm en fyrir neðan hana var 80 metra þverhnýpi. 20. febrúar 2019 08:41
Talinn hafa látist eftir allmikið fall Íslendingurinn sem fannst látinn í hlíðum Table-fjalls við Höfðaborg í Suður-Afríku er talinn hafa látist eftir að hafa fallið úr allmikilli hæð. 20. febrúar 2017 20:18