Körfubolti

Harden: Dómarinn er dónalegur og hrokafullur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Harden rífst í Michael Smith dómara sem sendi hann í sturtu í gær.
Harden rífst í Michael Smith dómara sem sendi hann í sturtu í gær. vísir/getty
James Harden, leikmaður Houston Rockets, var brjálaður eftir að hans lið hafði tapað gegn Lakers í nótt og sjálfur fór hann sendur af velli eftir að hafa klárað villukvótann.

Alls voru dæmdar fjórar sóknarvillur á Harden í leiknum og ein þeirra var er hann fékk sína síðustu villu er 84 sekúndur voru eftir af leiknum. Þá var Rockets líka sex stigum undir.

Yfirdómari leiksins, Scott Foster, er ekki í miklu uppáhaldi hjá Harden sem segir að hann eigi ekki að fá að dæma leiki Rockets.

„Scott Foster, maður. Ég tala aldrei um dómara en hann er bara dónlegur og hrokafullur. Það er ekki hægt að tala við hann og vinna með honum,“ sagði Harden pirraður.

„Það er mjög erfitt að vera í svona umhverfi á vellinum og ég veit ég verð sektaður fyrir þetta. Samt segi ég aldrei neitt. Leikmenn verða að geta átt samskipti við dómara á vellinum en ekki fá óíþróttamannslega villu í hvert skipti sem það þarf að eiga samskipti.“

Þetta er í annað sinn á ferlinum sem Harden hjólar í Foster sem var valinn lélegasti dómari deildarinnar árið 2016 af leikmönnum og þjálfurum í könnun sem LA Times stóð fyrir.



NBA

Tengdar fréttir

Gríska fríkið afgreiddi Boston

NBA-deildin fór loksins af stað aftur í nótt eftir stjörnuleikshelgina og það var boðið upp á stórleik þar sem Milwaukee tók á móti Boston.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×