Loftslagsverkfall: „Við verðum hérna alla föstudaga þar til gripið er til aðgerða“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. febrúar 2019 19:00 Fjöldi íslenskra stúdenta komu saman á Austurvelli í hádeginu í dag í fyrsta loftslagsverkfalli ungmenna hér á landi. Skilboðin voru skýr: stjórnvöld þurfa að bregast stax við neyðarástandi í loftlagsmálum. Framtíð þeirra sé í húfi. Verkfallið er innblásið af sænska aðgerðarsinnanum Gretu Thunberg, en skólaverkfall hennar sem hófst síðastliðið haust hefur vakið mikla athygli um allan heim. Nú þegar hafa tugþúsundir ungmenna farið að hennar fordæmi og flykkst út á götur til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í baráttunni við loftslagsbreytingar, meðal annars í Belgíu, Bretlandi og Svíþjóð. Stjórnvöld hafa sett sér aðgerðaráætlun í loftslagsmálum til ársins 2030 en mótmælendur segja hana ekki vera í samræmi við markmið um að halda hlýnun innan 1,5 gráðu á heimsvísu. Ljóst sé að stórauka þurfi fjárframlög til loftlagsaðgerða. „ „Við þurfum að minnsta kosti 2,5 prósent af vergri landsframleiðslu en í dag erum við bara að setja 0,05 prósent,“ segir Elsa María Guðlaugs Drífudóttur, formaður Landssamtaka íslenskra stúdent. Stúdentarnir krefjast þess að íslensk stórnvöld bregðist við neyðarástandi í loftlagsmálum. „Við erum hér til að hjálpa náttúrunni og sýna eldri kynslóðinni að við þurfum að laga það sem þau eyðilögðu,“ segir Úlfur Máni Týsson, nemandi í 8.bekk. „Þetta er framtíðin okkar og við erum að eyðileggja einu jörðina okkar,“ segir Ragnheiður Vala Höskuldsdóttir, nemandi í 8.bekk. Elsa María segir að aðgerðarleysi stjórnvalda verði mótmælt áfram næstu föstudaga. „Við verðum hérna á hverjum einasta föstudegi á milli tólf og eitt þangað til gripið er til aðgerða,“ segir Elsa María. Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Boða til verkfalls fyrir loftslagið: „Það er verið að gera okkur grikk“ Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) og Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) boða til verkfalls fyrir loftslagið á Austurvelli næstkomandi föstudag klukkan 12. 20. febrúar 2019 13:00 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Fjöldi íslenskra stúdenta komu saman á Austurvelli í hádeginu í dag í fyrsta loftslagsverkfalli ungmenna hér á landi. Skilboðin voru skýr: stjórnvöld þurfa að bregast stax við neyðarástandi í loftlagsmálum. Framtíð þeirra sé í húfi. Verkfallið er innblásið af sænska aðgerðarsinnanum Gretu Thunberg, en skólaverkfall hennar sem hófst síðastliðið haust hefur vakið mikla athygli um allan heim. Nú þegar hafa tugþúsundir ungmenna farið að hennar fordæmi og flykkst út á götur til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í baráttunni við loftslagsbreytingar, meðal annars í Belgíu, Bretlandi og Svíþjóð. Stjórnvöld hafa sett sér aðgerðaráætlun í loftslagsmálum til ársins 2030 en mótmælendur segja hana ekki vera í samræmi við markmið um að halda hlýnun innan 1,5 gráðu á heimsvísu. Ljóst sé að stórauka þurfi fjárframlög til loftlagsaðgerða. „ „Við þurfum að minnsta kosti 2,5 prósent af vergri landsframleiðslu en í dag erum við bara að setja 0,05 prósent,“ segir Elsa María Guðlaugs Drífudóttur, formaður Landssamtaka íslenskra stúdent. Stúdentarnir krefjast þess að íslensk stórnvöld bregðist við neyðarástandi í loftlagsmálum. „Við erum hér til að hjálpa náttúrunni og sýna eldri kynslóðinni að við þurfum að laga það sem þau eyðilögðu,“ segir Úlfur Máni Týsson, nemandi í 8.bekk. „Þetta er framtíðin okkar og við erum að eyðileggja einu jörðina okkar,“ segir Ragnheiður Vala Höskuldsdóttir, nemandi í 8.bekk. Elsa María segir að aðgerðarleysi stjórnvalda verði mótmælt áfram næstu föstudaga. „Við verðum hérna á hverjum einasta föstudegi á milli tólf og eitt þangað til gripið er til aðgerða,“ segir Elsa María.
Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Boða til verkfalls fyrir loftslagið: „Það er verið að gera okkur grikk“ Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) og Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) boða til verkfalls fyrir loftslagið á Austurvelli næstkomandi föstudag klukkan 12. 20. febrúar 2019 13:00 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Boða til verkfalls fyrir loftslagið: „Það er verið að gera okkur grikk“ Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) og Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) boða til verkfalls fyrir loftslagið á Austurvelli næstkomandi föstudag klukkan 12. 20. febrúar 2019 13:00