VR hreyfir ekki sjóði sína úr Kviku í bili Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. febrúar 2019 18:58 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir verkalýðsfélagið ekki ætla að hreyfa sjóði sína úr Kviku banka að svo stöddu. Vísir/Vilhelm VR mun ekki draga 4,2 milljarða króna út úr eignastýringu Kviku banka eins og félagið hafði hótað að gera vegna hækkunar Almenna leigufélagsins á leiguverði. Þetta var niðurstaða fundar VR með Almenna leigufélaginu í dag. Almenna leigufélagið, sem er í eigu sjóðs sem er í stýringu hjá Gamma, sendi hópi leigjenda sinna tilkynningu um hækkun á leigu á húsnæði félagsins þann 7. febrúar síðastliðinn. Var leigjendunum gefinn fjögurra daga umhugsunarfrestur, eða til 11. febrúar, til að ákveða hvort þeir hygðust endurnýja samninginn. Umhugsunarfresturinn var svo lengdur í á þriðjudag en hækkunin stendur enn. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, boðaði til fundar með Almenna leigufélaginu til þess að reyna að ná fram niðurstöðu í málið. Fundurinn fór fram á fjórða tímanum í dag. Í samtali við Vísi segir Ragnar Þór fundinn hafa verið lausnamiðaðan og að jákvætt sé að VR og Almenna leigufélagið eigi í samræðum. Umfjöllunarefni fundarins hafi fyrst og fremst verið staða leigufélaga og leigjenda á Íslandi. „Við reyndum að nálgast þetta á lausnamiðuðum og uppbyggilegum nótum og lögðum til ákveðnar hugmyndir sem við ætlum að ræða svo aftur betur á mánudaginn. Eins og staðan er í dag munum við ekki hreyfa okkar sjóði heldur reyna frekar að finna lausnir, um það snýst málið.“Aukinn frestur ekki verið ræddur VR gaf Almenna leigufélaginu og Kviku fjögurra daga frest til þess að verða að kröfum sínum um lækkanir á leigu, ellegar myndi félagið draga milljarða út úr Kviku, en kaup Kviku á Gamma sem stýrir sjóðnum sem hefur eignarhald á Almenna leigufélaginu eru ekki gengin í gegn. Fresturinn hefði runnið út í dag, hefði leigufélagið ekki gengið til fundar við VR. Aðspurður sagði Ragnar engan „formlegan aukafrest“ hafa verið ræddan á fundinum í dag. „Það er alveg ljóst mál eftir lausnamiðaðan fund í dag að við munum ekki hreyfa okkur fyrr en við sjáum hvað kemur út úr fundinum á mánudaginn, þar sem báðir aðilar hafa lagt fram ákveðnar tillögur að lausn.“Bjartsýnn þar til annað kemur í ljós Ragnar segist nokkuð bjartsýnn á að hægt sé að ná fram lausn sem verði leigjendum til hagsbóta. „Málið snýst um fólkið sem við erum að semja fyrir og að verja þeirra stöðu. Ég skynjaði töluverðan skilning á stöðunni sem upp er komin hjá stjórnendum almenna leigufélagsins og ég leyfi mér bara að vera bjartsýnn á lausn í þessu máli, allavega þangað til annað kemur í ljós.“ Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Vonast til að eiga „uppbyggilegar samræður“ við Ragnar Þór á morgun María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins hefur þegið fundarboð Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR vegna hækkunar á leigu á húsnæði félagsins. 21. febrúar 2019 16:17 Framtíð Kvikumilljarða VR ræðst á fundi með Almenna leigufélaginu Milljarðarnir sem VR hefur hótað að taka úr eignastýringu hjá Kviku eru vinnudeilusjóður félagsins en framhaldið veltur á viðbrögðum Almenna leigufélagsins. 21. febrúar 2019 14:07 Gagnrýni Ragnars Þórs kom Almenna leigufélaginu á sporið Almenna leigufélagið hefur beðið viðskiptavini sína afsökunar á því að hafa boðið þeim knappan umhugsunarfrest til að taka afstöðu til nýs leigusamnings. 20. febrúar 2019 12:15 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálsíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira
VR mun ekki draga 4,2 milljarða króna út úr eignastýringu Kviku banka eins og félagið hafði hótað að gera vegna hækkunar Almenna leigufélagsins á leiguverði. Þetta var niðurstaða fundar VR með Almenna leigufélaginu í dag. Almenna leigufélagið, sem er í eigu sjóðs sem er í stýringu hjá Gamma, sendi hópi leigjenda sinna tilkynningu um hækkun á leigu á húsnæði félagsins þann 7. febrúar síðastliðinn. Var leigjendunum gefinn fjögurra daga umhugsunarfrestur, eða til 11. febrúar, til að ákveða hvort þeir hygðust endurnýja samninginn. Umhugsunarfresturinn var svo lengdur í á þriðjudag en hækkunin stendur enn. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, boðaði til fundar með Almenna leigufélaginu til þess að reyna að ná fram niðurstöðu í málið. Fundurinn fór fram á fjórða tímanum í dag. Í samtali við Vísi segir Ragnar Þór fundinn hafa verið lausnamiðaðan og að jákvætt sé að VR og Almenna leigufélagið eigi í samræðum. Umfjöllunarefni fundarins hafi fyrst og fremst verið staða leigufélaga og leigjenda á Íslandi. „Við reyndum að nálgast þetta á lausnamiðuðum og uppbyggilegum nótum og lögðum til ákveðnar hugmyndir sem við ætlum að ræða svo aftur betur á mánudaginn. Eins og staðan er í dag munum við ekki hreyfa okkar sjóði heldur reyna frekar að finna lausnir, um það snýst málið.“Aukinn frestur ekki verið ræddur VR gaf Almenna leigufélaginu og Kviku fjögurra daga frest til þess að verða að kröfum sínum um lækkanir á leigu, ellegar myndi félagið draga milljarða út úr Kviku, en kaup Kviku á Gamma sem stýrir sjóðnum sem hefur eignarhald á Almenna leigufélaginu eru ekki gengin í gegn. Fresturinn hefði runnið út í dag, hefði leigufélagið ekki gengið til fundar við VR. Aðspurður sagði Ragnar engan „formlegan aukafrest“ hafa verið ræddan á fundinum í dag. „Það er alveg ljóst mál eftir lausnamiðaðan fund í dag að við munum ekki hreyfa okkur fyrr en við sjáum hvað kemur út úr fundinum á mánudaginn, þar sem báðir aðilar hafa lagt fram ákveðnar tillögur að lausn.“Bjartsýnn þar til annað kemur í ljós Ragnar segist nokkuð bjartsýnn á að hægt sé að ná fram lausn sem verði leigjendum til hagsbóta. „Málið snýst um fólkið sem við erum að semja fyrir og að verja þeirra stöðu. Ég skynjaði töluverðan skilning á stöðunni sem upp er komin hjá stjórnendum almenna leigufélagsins og ég leyfi mér bara að vera bjartsýnn á lausn í þessu máli, allavega þangað til annað kemur í ljós.“
Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Vonast til að eiga „uppbyggilegar samræður“ við Ragnar Þór á morgun María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins hefur þegið fundarboð Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR vegna hækkunar á leigu á húsnæði félagsins. 21. febrúar 2019 16:17 Framtíð Kvikumilljarða VR ræðst á fundi með Almenna leigufélaginu Milljarðarnir sem VR hefur hótað að taka úr eignastýringu hjá Kviku eru vinnudeilusjóður félagsins en framhaldið veltur á viðbrögðum Almenna leigufélagsins. 21. febrúar 2019 14:07 Gagnrýni Ragnars Þórs kom Almenna leigufélaginu á sporið Almenna leigufélagið hefur beðið viðskiptavini sína afsökunar á því að hafa boðið þeim knappan umhugsunarfrest til að taka afstöðu til nýs leigusamnings. 20. febrúar 2019 12:15 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálsíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira
Vonast til að eiga „uppbyggilegar samræður“ við Ragnar Þór á morgun María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins hefur þegið fundarboð Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR vegna hækkunar á leigu á húsnæði félagsins. 21. febrúar 2019 16:17
Framtíð Kvikumilljarða VR ræðst á fundi með Almenna leigufélaginu Milljarðarnir sem VR hefur hótað að taka úr eignastýringu hjá Kviku eru vinnudeilusjóður félagsins en framhaldið veltur á viðbrögðum Almenna leigufélagsins. 21. febrúar 2019 14:07
Gagnrýni Ragnars Þórs kom Almenna leigufélaginu á sporið Almenna leigufélagið hefur beðið viðskiptavini sína afsökunar á því að hafa boðið þeim knappan umhugsunarfrest til að taka afstöðu til nýs leigusamnings. 20. febrúar 2019 12:15