VR hreyfir ekki sjóði sína úr Kviku í bili Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. febrúar 2019 18:58 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir verkalýðsfélagið ekki ætla að hreyfa sjóði sína úr Kviku banka að svo stöddu. Vísir/Vilhelm VR mun ekki draga 4,2 milljarða króna út úr eignastýringu Kviku banka eins og félagið hafði hótað að gera vegna hækkunar Almenna leigufélagsins á leiguverði. Þetta var niðurstaða fundar VR með Almenna leigufélaginu í dag. Almenna leigufélagið, sem er í eigu sjóðs sem er í stýringu hjá Gamma, sendi hópi leigjenda sinna tilkynningu um hækkun á leigu á húsnæði félagsins þann 7. febrúar síðastliðinn. Var leigjendunum gefinn fjögurra daga umhugsunarfrestur, eða til 11. febrúar, til að ákveða hvort þeir hygðust endurnýja samninginn. Umhugsunarfresturinn var svo lengdur í á þriðjudag en hækkunin stendur enn. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, boðaði til fundar með Almenna leigufélaginu til þess að reyna að ná fram niðurstöðu í málið. Fundurinn fór fram á fjórða tímanum í dag. Í samtali við Vísi segir Ragnar Þór fundinn hafa verið lausnamiðaðan og að jákvætt sé að VR og Almenna leigufélagið eigi í samræðum. Umfjöllunarefni fundarins hafi fyrst og fremst verið staða leigufélaga og leigjenda á Íslandi. „Við reyndum að nálgast þetta á lausnamiðuðum og uppbyggilegum nótum og lögðum til ákveðnar hugmyndir sem við ætlum að ræða svo aftur betur á mánudaginn. Eins og staðan er í dag munum við ekki hreyfa okkar sjóði heldur reyna frekar að finna lausnir, um það snýst málið.“Aukinn frestur ekki verið ræddur VR gaf Almenna leigufélaginu og Kviku fjögurra daga frest til þess að verða að kröfum sínum um lækkanir á leigu, ellegar myndi félagið draga milljarða út úr Kviku, en kaup Kviku á Gamma sem stýrir sjóðnum sem hefur eignarhald á Almenna leigufélaginu eru ekki gengin í gegn. Fresturinn hefði runnið út í dag, hefði leigufélagið ekki gengið til fundar við VR. Aðspurður sagði Ragnar engan „formlegan aukafrest“ hafa verið ræddan á fundinum í dag. „Það er alveg ljóst mál eftir lausnamiðaðan fund í dag að við munum ekki hreyfa okkur fyrr en við sjáum hvað kemur út úr fundinum á mánudaginn, þar sem báðir aðilar hafa lagt fram ákveðnar tillögur að lausn.“Bjartsýnn þar til annað kemur í ljós Ragnar segist nokkuð bjartsýnn á að hægt sé að ná fram lausn sem verði leigjendum til hagsbóta. „Málið snýst um fólkið sem við erum að semja fyrir og að verja þeirra stöðu. Ég skynjaði töluverðan skilning á stöðunni sem upp er komin hjá stjórnendum almenna leigufélagsins og ég leyfi mér bara að vera bjartsýnn á lausn í þessu máli, allavega þangað til annað kemur í ljós.“ Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Vonast til að eiga „uppbyggilegar samræður“ við Ragnar Þór á morgun María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins hefur þegið fundarboð Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR vegna hækkunar á leigu á húsnæði félagsins. 21. febrúar 2019 16:17 Framtíð Kvikumilljarða VR ræðst á fundi með Almenna leigufélaginu Milljarðarnir sem VR hefur hótað að taka úr eignastýringu hjá Kviku eru vinnudeilusjóður félagsins en framhaldið veltur á viðbrögðum Almenna leigufélagsins. 21. febrúar 2019 14:07 Gagnrýni Ragnars Þórs kom Almenna leigufélaginu á sporið Almenna leigufélagið hefur beðið viðskiptavini sína afsökunar á því að hafa boðið þeim knappan umhugsunarfrest til að taka afstöðu til nýs leigusamnings. 20. febrúar 2019 12:15 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Sjá meira
VR mun ekki draga 4,2 milljarða króna út úr eignastýringu Kviku banka eins og félagið hafði hótað að gera vegna hækkunar Almenna leigufélagsins á leiguverði. Þetta var niðurstaða fundar VR með Almenna leigufélaginu í dag. Almenna leigufélagið, sem er í eigu sjóðs sem er í stýringu hjá Gamma, sendi hópi leigjenda sinna tilkynningu um hækkun á leigu á húsnæði félagsins þann 7. febrúar síðastliðinn. Var leigjendunum gefinn fjögurra daga umhugsunarfrestur, eða til 11. febrúar, til að ákveða hvort þeir hygðust endurnýja samninginn. Umhugsunarfresturinn var svo lengdur í á þriðjudag en hækkunin stendur enn. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, boðaði til fundar með Almenna leigufélaginu til þess að reyna að ná fram niðurstöðu í málið. Fundurinn fór fram á fjórða tímanum í dag. Í samtali við Vísi segir Ragnar Þór fundinn hafa verið lausnamiðaðan og að jákvætt sé að VR og Almenna leigufélagið eigi í samræðum. Umfjöllunarefni fundarins hafi fyrst og fremst verið staða leigufélaga og leigjenda á Íslandi. „Við reyndum að nálgast þetta á lausnamiðuðum og uppbyggilegum nótum og lögðum til ákveðnar hugmyndir sem við ætlum að ræða svo aftur betur á mánudaginn. Eins og staðan er í dag munum við ekki hreyfa okkar sjóði heldur reyna frekar að finna lausnir, um það snýst málið.“Aukinn frestur ekki verið ræddur VR gaf Almenna leigufélaginu og Kviku fjögurra daga frest til þess að verða að kröfum sínum um lækkanir á leigu, ellegar myndi félagið draga milljarða út úr Kviku, en kaup Kviku á Gamma sem stýrir sjóðnum sem hefur eignarhald á Almenna leigufélaginu eru ekki gengin í gegn. Fresturinn hefði runnið út í dag, hefði leigufélagið ekki gengið til fundar við VR. Aðspurður sagði Ragnar engan „formlegan aukafrest“ hafa verið ræddan á fundinum í dag. „Það er alveg ljóst mál eftir lausnamiðaðan fund í dag að við munum ekki hreyfa okkur fyrr en við sjáum hvað kemur út úr fundinum á mánudaginn, þar sem báðir aðilar hafa lagt fram ákveðnar tillögur að lausn.“Bjartsýnn þar til annað kemur í ljós Ragnar segist nokkuð bjartsýnn á að hægt sé að ná fram lausn sem verði leigjendum til hagsbóta. „Málið snýst um fólkið sem við erum að semja fyrir og að verja þeirra stöðu. Ég skynjaði töluverðan skilning á stöðunni sem upp er komin hjá stjórnendum almenna leigufélagsins og ég leyfi mér bara að vera bjartsýnn á lausn í þessu máli, allavega þangað til annað kemur í ljós.“
Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Vonast til að eiga „uppbyggilegar samræður“ við Ragnar Þór á morgun María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins hefur þegið fundarboð Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR vegna hækkunar á leigu á húsnæði félagsins. 21. febrúar 2019 16:17 Framtíð Kvikumilljarða VR ræðst á fundi með Almenna leigufélaginu Milljarðarnir sem VR hefur hótað að taka úr eignastýringu hjá Kviku eru vinnudeilusjóður félagsins en framhaldið veltur á viðbrögðum Almenna leigufélagsins. 21. febrúar 2019 14:07 Gagnrýni Ragnars Þórs kom Almenna leigufélaginu á sporið Almenna leigufélagið hefur beðið viðskiptavini sína afsökunar á því að hafa boðið þeim knappan umhugsunarfrest til að taka afstöðu til nýs leigusamnings. 20. febrúar 2019 12:15 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Sjá meira
Vonast til að eiga „uppbyggilegar samræður“ við Ragnar Þór á morgun María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins hefur þegið fundarboð Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR vegna hækkunar á leigu á húsnæði félagsins. 21. febrúar 2019 16:17
Framtíð Kvikumilljarða VR ræðst á fundi með Almenna leigufélaginu Milljarðarnir sem VR hefur hótað að taka úr eignastýringu hjá Kviku eru vinnudeilusjóður félagsins en framhaldið veltur á viðbrögðum Almenna leigufélagsins. 21. febrúar 2019 14:07
Gagnrýni Ragnars Þórs kom Almenna leigufélaginu á sporið Almenna leigufélagið hefur beðið viðskiptavini sína afsökunar á því að hafa boðið þeim knappan umhugsunarfrest til að taka afstöðu til nýs leigusamnings. 20. febrúar 2019 12:15