VR hreyfir ekki sjóði sína úr Kviku í bili Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. febrúar 2019 18:58 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir verkalýðsfélagið ekki ætla að hreyfa sjóði sína úr Kviku banka að svo stöddu. Vísir/Vilhelm VR mun ekki draga 4,2 milljarða króna út úr eignastýringu Kviku banka eins og félagið hafði hótað að gera vegna hækkunar Almenna leigufélagsins á leiguverði. Þetta var niðurstaða fundar VR með Almenna leigufélaginu í dag. Almenna leigufélagið, sem er í eigu sjóðs sem er í stýringu hjá Gamma, sendi hópi leigjenda sinna tilkynningu um hækkun á leigu á húsnæði félagsins þann 7. febrúar síðastliðinn. Var leigjendunum gefinn fjögurra daga umhugsunarfrestur, eða til 11. febrúar, til að ákveða hvort þeir hygðust endurnýja samninginn. Umhugsunarfresturinn var svo lengdur í á þriðjudag en hækkunin stendur enn. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, boðaði til fundar með Almenna leigufélaginu til þess að reyna að ná fram niðurstöðu í málið. Fundurinn fór fram á fjórða tímanum í dag. Í samtali við Vísi segir Ragnar Þór fundinn hafa verið lausnamiðaðan og að jákvætt sé að VR og Almenna leigufélagið eigi í samræðum. Umfjöllunarefni fundarins hafi fyrst og fremst verið staða leigufélaga og leigjenda á Íslandi. „Við reyndum að nálgast þetta á lausnamiðuðum og uppbyggilegum nótum og lögðum til ákveðnar hugmyndir sem við ætlum að ræða svo aftur betur á mánudaginn. Eins og staðan er í dag munum við ekki hreyfa okkar sjóði heldur reyna frekar að finna lausnir, um það snýst málið.“Aukinn frestur ekki verið ræddur VR gaf Almenna leigufélaginu og Kviku fjögurra daga frest til þess að verða að kröfum sínum um lækkanir á leigu, ellegar myndi félagið draga milljarða út úr Kviku, en kaup Kviku á Gamma sem stýrir sjóðnum sem hefur eignarhald á Almenna leigufélaginu eru ekki gengin í gegn. Fresturinn hefði runnið út í dag, hefði leigufélagið ekki gengið til fundar við VR. Aðspurður sagði Ragnar engan „formlegan aukafrest“ hafa verið ræddan á fundinum í dag. „Það er alveg ljóst mál eftir lausnamiðaðan fund í dag að við munum ekki hreyfa okkur fyrr en við sjáum hvað kemur út úr fundinum á mánudaginn, þar sem báðir aðilar hafa lagt fram ákveðnar tillögur að lausn.“Bjartsýnn þar til annað kemur í ljós Ragnar segist nokkuð bjartsýnn á að hægt sé að ná fram lausn sem verði leigjendum til hagsbóta. „Málið snýst um fólkið sem við erum að semja fyrir og að verja þeirra stöðu. Ég skynjaði töluverðan skilning á stöðunni sem upp er komin hjá stjórnendum almenna leigufélagsins og ég leyfi mér bara að vera bjartsýnn á lausn í þessu máli, allavega þangað til annað kemur í ljós.“ Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Vonast til að eiga „uppbyggilegar samræður“ við Ragnar Þór á morgun María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins hefur þegið fundarboð Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR vegna hækkunar á leigu á húsnæði félagsins. 21. febrúar 2019 16:17 Framtíð Kvikumilljarða VR ræðst á fundi með Almenna leigufélaginu Milljarðarnir sem VR hefur hótað að taka úr eignastýringu hjá Kviku eru vinnudeilusjóður félagsins en framhaldið veltur á viðbrögðum Almenna leigufélagsins. 21. febrúar 2019 14:07 Gagnrýni Ragnars Þórs kom Almenna leigufélaginu á sporið Almenna leigufélagið hefur beðið viðskiptavini sína afsökunar á því að hafa boðið þeim knappan umhugsunarfrest til að taka afstöðu til nýs leigusamnings. 20. febrúar 2019 12:15 Mest lesið Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Móðirin alvarlega þunglynd en ekki geðveik Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Sjá meira
VR mun ekki draga 4,2 milljarða króna út úr eignastýringu Kviku banka eins og félagið hafði hótað að gera vegna hækkunar Almenna leigufélagsins á leiguverði. Þetta var niðurstaða fundar VR með Almenna leigufélaginu í dag. Almenna leigufélagið, sem er í eigu sjóðs sem er í stýringu hjá Gamma, sendi hópi leigjenda sinna tilkynningu um hækkun á leigu á húsnæði félagsins þann 7. febrúar síðastliðinn. Var leigjendunum gefinn fjögurra daga umhugsunarfrestur, eða til 11. febrúar, til að ákveða hvort þeir hygðust endurnýja samninginn. Umhugsunarfresturinn var svo lengdur í á þriðjudag en hækkunin stendur enn. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, boðaði til fundar með Almenna leigufélaginu til þess að reyna að ná fram niðurstöðu í málið. Fundurinn fór fram á fjórða tímanum í dag. Í samtali við Vísi segir Ragnar Þór fundinn hafa verið lausnamiðaðan og að jákvætt sé að VR og Almenna leigufélagið eigi í samræðum. Umfjöllunarefni fundarins hafi fyrst og fremst verið staða leigufélaga og leigjenda á Íslandi. „Við reyndum að nálgast þetta á lausnamiðuðum og uppbyggilegum nótum og lögðum til ákveðnar hugmyndir sem við ætlum að ræða svo aftur betur á mánudaginn. Eins og staðan er í dag munum við ekki hreyfa okkar sjóði heldur reyna frekar að finna lausnir, um það snýst málið.“Aukinn frestur ekki verið ræddur VR gaf Almenna leigufélaginu og Kviku fjögurra daga frest til þess að verða að kröfum sínum um lækkanir á leigu, ellegar myndi félagið draga milljarða út úr Kviku, en kaup Kviku á Gamma sem stýrir sjóðnum sem hefur eignarhald á Almenna leigufélaginu eru ekki gengin í gegn. Fresturinn hefði runnið út í dag, hefði leigufélagið ekki gengið til fundar við VR. Aðspurður sagði Ragnar engan „formlegan aukafrest“ hafa verið ræddan á fundinum í dag. „Það er alveg ljóst mál eftir lausnamiðaðan fund í dag að við munum ekki hreyfa okkur fyrr en við sjáum hvað kemur út úr fundinum á mánudaginn, þar sem báðir aðilar hafa lagt fram ákveðnar tillögur að lausn.“Bjartsýnn þar til annað kemur í ljós Ragnar segist nokkuð bjartsýnn á að hægt sé að ná fram lausn sem verði leigjendum til hagsbóta. „Málið snýst um fólkið sem við erum að semja fyrir og að verja þeirra stöðu. Ég skynjaði töluverðan skilning á stöðunni sem upp er komin hjá stjórnendum almenna leigufélagsins og ég leyfi mér bara að vera bjartsýnn á lausn í þessu máli, allavega þangað til annað kemur í ljós.“
Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Vonast til að eiga „uppbyggilegar samræður“ við Ragnar Þór á morgun María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins hefur þegið fundarboð Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR vegna hækkunar á leigu á húsnæði félagsins. 21. febrúar 2019 16:17 Framtíð Kvikumilljarða VR ræðst á fundi með Almenna leigufélaginu Milljarðarnir sem VR hefur hótað að taka úr eignastýringu hjá Kviku eru vinnudeilusjóður félagsins en framhaldið veltur á viðbrögðum Almenna leigufélagsins. 21. febrúar 2019 14:07 Gagnrýni Ragnars Þórs kom Almenna leigufélaginu á sporið Almenna leigufélagið hefur beðið viðskiptavini sína afsökunar á því að hafa boðið þeim knappan umhugsunarfrest til að taka afstöðu til nýs leigusamnings. 20. febrúar 2019 12:15 Mest lesið Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Móðirin alvarlega þunglynd en ekki geðveik Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Sjá meira
Vonast til að eiga „uppbyggilegar samræður“ við Ragnar Þór á morgun María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins hefur þegið fundarboð Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR vegna hækkunar á leigu á húsnæði félagsins. 21. febrúar 2019 16:17
Framtíð Kvikumilljarða VR ræðst á fundi með Almenna leigufélaginu Milljarðarnir sem VR hefur hótað að taka úr eignastýringu hjá Kviku eru vinnudeilusjóður félagsins en framhaldið veltur á viðbrögðum Almenna leigufélagsins. 21. febrúar 2019 14:07
Gagnrýni Ragnars Þórs kom Almenna leigufélaginu á sporið Almenna leigufélagið hefur beðið viðskiptavini sína afsökunar á því að hafa boðið þeim knappan umhugsunarfrest til að taka afstöðu til nýs leigusamnings. 20. febrúar 2019 12:15