Býst við breyttri skipan þingnefnda í kjölfar stækkunar Miðflokksins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. febrúar 2019 20:04 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagðist í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 gera ráð fyrir breyttri verkaskiptingu í nefndum Alþingis í kjölfar þess að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson gengu til liðs við Miðflokkinn. Þeir voru í desember reknir úr Flokki fólksins eftir að Klaustursupptökurnar voru gerðar opinberar og hafa síðan þá setið á þingi sem óháðir þingmenn. Sigmundur segir viðbótina, sem gerir Miðflokkinn að stærsta stjórnarandstöðuflokknum á þingi, hafa áhrif innan þings og utan. „Innan Alþingis hefur þetta þau praktísku áhrif að við erum orðin stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn og fyrir vikið gerum við ráð fyrir breyttri verkaskiptingu í nefndum og slíku,“ segir Sigmundur og bætir við að Miðflokkurinn sé í raun orðinn forystuflokkur stjórnarandstöðunnar. „Út á við hefur þetta þau áhrif að þingflokkurinn er orðinn stærri, kominn með tvo gríðarlega öfluga liðsmenn, Ólaf Ísleifsson, fáir standast honum snúning á sviði hagfræðinnar, Karl Gauta sem er gríðarlega öflugur á sviði lögfræði, laga og réttar og auðvitað eru þeir öflugir í mörgum öðrum málum líka. Þannig að þetta hefur bæði áhrif innan þings og utan.“ Sigmundur segist þá telja eðlilegt að stokkað verði upp í nefndum sem skipaðar voru að samkomulagi þingflokkanna eftir kosningar. „Við teljum að sjálfsögðu tilefni til þess, enda eðlilegt að hlutverkaskipting í nefndum endurspegli þingstyrk flokkanna.“ Aðspurður hvort að breytingin á skipan þingflokks Miðflokksins muni hafa þau áhrif að flokkurinn muni leitast við að vinna betur með öðrum stjórnarandstöðuflokkum eða hvort hún kunni að leiða til meiri átaka innan andstöðunnar segir Sigmundur að eðlilegast væri ef stjórnarandstöðuflokkarnir funduðu um framhaldið. „Við höfum verið í ágætis samstarfi hvað varðar praktísk atriði þó að það sé rétt að við séum mjög ólík pólitískt en eðlilegt næsta skref er að funda um þau mál.“Viðtal við Sigmund Davíð í kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að neðan. Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Þá verða bara fleiri flibbakallar í Miðflokknum“ Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa komið sér á óvart að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi gengið í Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 15:34 Segir ólíklegt að liðsauki Miðflokksins hafi áhrif á skipan þingnefnda Logi Einarsson segist ekki sjá fyrir sér að kosið verði aftur í þingnefndir þrátt fyrir að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson hafi gengið til liðs við Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 17:48 Karl Gauti og Ólafur gengnir til liðs við Miðflokkinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingmönnunum. 22. febrúar 2019 14:25 Mest lesið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Innlent Fleiri fréttir Veigamestu breytingarnar á útlendingalögum hafi verið á hennar vakt Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagðist í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 gera ráð fyrir breyttri verkaskiptingu í nefndum Alþingis í kjölfar þess að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson gengu til liðs við Miðflokkinn. Þeir voru í desember reknir úr Flokki fólksins eftir að Klaustursupptökurnar voru gerðar opinberar og hafa síðan þá setið á þingi sem óháðir þingmenn. Sigmundur segir viðbótina, sem gerir Miðflokkinn að stærsta stjórnarandstöðuflokknum á þingi, hafa áhrif innan þings og utan. „Innan Alþingis hefur þetta þau praktísku áhrif að við erum orðin stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn og fyrir vikið gerum við ráð fyrir breyttri verkaskiptingu í nefndum og slíku,“ segir Sigmundur og bætir við að Miðflokkurinn sé í raun orðinn forystuflokkur stjórnarandstöðunnar. „Út á við hefur þetta þau áhrif að þingflokkurinn er orðinn stærri, kominn með tvo gríðarlega öfluga liðsmenn, Ólaf Ísleifsson, fáir standast honum snúning á sviði hagfræðinnar, Karl Gauta sem er gríðarlega öflugur á sviði lögfræði, laga og réttar og auðvitað eru þeir öflugir í mörgum öðrum málum líka. Þannig að þetta hefur bæði áhrif innan þings og utan.“ Sigmundur segist þá telja eðlilegt að stokkað verði upp í nefndum sem skipaðar voru að samkomulagi þingflokkanna eftir kosningar. „Við teljum að sjálfsögðu tilefni til þess, enda eðlilegt að hlutverkaskipting í nefndum endurspegli þingstyrk flokkanna.“ Aðspurður hvort að breytingin á skipan þingflokks Miðflokksins muni hafa þau áhrif að flokkurinn muni leitast við að vinna betur með öðrum stjórnarandstöðuflokkum eða hvort hún kunni að leiða til meiri átaka innan andstöðunnar segir Sigmundur að eðlilegast væri ef stjórnarandstöðuflokkarnir funduðu um framhaldið. „Við höfum verið í ágætis samstarfi hvað varðar praktísk atriði þó að það sé rétt að við séum mjög ólík pólitískt en eðlilegt næsta skref er að funda um þau mál.“Viðtal við Sigmund Davíð í kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Þá verða bara fleiri flibbakallar í Miðflokknum“ Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa komið sér á óvart að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi gengið í Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 15:34 Segir ólíklegt að liðsauki Miðflokksins hafi áhrif á skipan þingnefnda Logi Einarsson segist ekki sjá fyrir sér að kosið verði aftur í þingnefndir þrátt fyrir að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson hafi gengið til liðs við Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 17:48 Karl Gauti og Ólafur gengnir til liðs við Miðflokkinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingmönnunum. 22. febrúar 2019 14:25 Mest lesið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Innlent Fleiri fréttir Veigamestu breytingarnar á útlendingalögum hafi verið á hennar vakt Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Sjá meira
„Þá verða bara fleiri flibbakallar í Miðflokknum“ Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa komið sér á óvart að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi gengið í Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 15:34
Segir ólíklegt að liðsauki Miðflokksins hafi áhrif á skipan þingnefnda Logi Einarsson segist ekki sjá fyrir sér að kosið verði aftur í þingnefndir þrátt fyrir að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson hafi gengið til liðs við Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 17:48
Karl Gauti og Ólafur gengnir til liðs við Miðflokkinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingmönnunum. 22. febrúar 2019 14:25