Innlent

Hætta notkun blárra ljósa á salernum

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að hætta nú þegar notkun blárra ljósa á salernum í húsnæði borgarinnar og leita samkomulags við leigjendur húsnæðis í eigu borgarinnar um að gera það sama. Ástæðan er sú að lýsingin virðist ekki koma í veg fyrir sprautunotkun á salernum en eykur hætta á skaða við athöfnina.

„Þetta á auðvitað að vera forvörn gegn því að fólk noti vímuefni í æð á þessum salernum. Þetta er ekki að skila miklum árangri hvað það varðar en þetta er að auka skaðann við notkunina, bæði fyrir notendur efnanna sem og starfsfólk og aðra sem nota salernin á eftir þeim,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar.

Hún segir bláu ljósin enn töluvert í notkun á salernum, til dæmis í sundlaugum, þjónustumiðstöðvum og víðar.

„Það verða núna allavegana send út þau skilaboð að þetta verði ekki notað lengur,“ segir hún.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×