Fjórmenninga- klíkan Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 23. febrúar 2019 08:30 Það hefur lengi legið fyrir að fjórmenningaklíkan, Sólveig, Ragnar, Gunnar Smári og Vilhjálmur, ætlar ekki að semja. Markmiðið er átök, þau vilja breyta samfélaginu og til þess ætla þau að beita verkalýðsfélögunum. Það verður ekki gert með skynsamlegum samningum sem skila launafólki auknum kaupmætti, lágri verðbólgu og fullri atvinnu. Ekkert fútt í því. Fjórmenningarnir hafa tileinkað sér orðræðu og slagorð úr stéttabaráttu þriðja og fjórða áratugar síðustu aldar með áberandi hætti. En þrátt fyrir slagorðin, vaxandi reiði, sívaxandi hneykslan, úthlaup af fundum og annað slíkt þá er augljós munurinn á þessum hópi og verkalýðsleiðtogum eins og til dæmis Guðmundi Jaka. Allir skynjuðu heilindi Jakans, fyrir hverju hann barðist af hörku og þáttur hans í þjóðarsáttinni skilaði launafólki gríðarlegri kjarabót. Gunnar Smári er enginn Jaki, nýuppfundinn sósíalismi hans væri hlægilegur ef afleiðingar væru ekki alvarlegar. Hver skyldi þurfa að borga fyrir stjórnmálabrölt fjórmenningaklíkunnar? Verður það „auðstéttin“ sem Sólveigu Önnu verður svo tíðrætt um? Nei, ekki aldeilis. Það fólk er búið að breyta lánunum sínum í óverðtryggð lán og það fólk mun ekki missa vinnuna þegar harðnar á dalnum. Við höfum nefnilega séð þetta allt áður, oft. Laun hækka langt umfram framleiðni, verðlag hækkar og gengið fellur, fyrirtækin fækka starfsfólki. Það er hægt að fletta upp á þessari sögu t.d. í Öldinni okkar, ef maður nennir ekki að hlusta á hagfræðingana. En það er láglaunafólkið sem skuldar verðtryggt og það er láglaunafólkið sem missir fyrst vinnuna. Ríka liðið sleppur. Herkostnaðurinn af stjórnmálabaráttu fjórmenningana mun falla á launafólk. En hva, það þarf að færa fórnir fyrir byltinguna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Skoðun Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Það hefur lengi legið fyrir að fjórmenningaklíkan, Sólveig, Ragnar, Gunnar Smári og Vilhjálmur, ætlar ekki að semja. Markmiðið er átök, þau vilja breyta samfélaginu og til þess ætla þau að beita verkalýðsfélögunum. Það verður ekki gert með skynsamlegum samningum sem skila launafólki auknum kaupmætti, lágri verðbólgu og fullri atvinnu. Ekkert fútt í því. Fjórmenningarnir hafa tileinkað sér orðræðu og slagorð úr stéttabaráttu þriðja og fjórða áratugar síðustu aldar með áberandi hætti. En þrátt fyrir slagorðin, vaxandi reiði, sívaxandi hneykslan, úthlaup af fundum og annað slíkt þá er augljós munurinn á þessum hópi og verkalýðsleiðtogum eins og til dæmis Guðmundi Jaka. Allir skynjuðu heilindi Jakans, fyrir hverju hann barðist af hörku og þáttur hans í þjóðarsáttinni skilaði launafólki gríðarlegri kjarabót. Gunnar Smári er enginn Jaki, nýuppfundinn sósíalismi hans væri hlægilegur ef afleiðingar væru ekki alvarlegar. Hver skyldi þurfa að borga fyrir stjórnmálabrölt fjórmenningaklíkunnar? Verður það „auðstéttin“ sem Sólveigu Önnu verður svo tíðrætt um? Nei, ekki aldeilis. Það fólk er búið að breyta lánunum sínum í óverðtryggð lán og það fólk mun ekki missa vinnuna þegar harðnar á dalnum. Við höfum nefnilega séð þetta allt áður, oft. Laun hækka langt umfram framleiðni, verðlag hækkar og gengið fellur, fyrirtækin fækka starfsfólki. Það er hægt að fletta upp á þessari sögu t.d. í Öldinni okkar, ef maður nennir ekki að hlusta á hagfræðingana. En það er láglaunafólkið sem skuldar verðtryggt og það er láglaunafólkið sem missir fyrst vinnuna. Ríka liðið sleppur. Herkostnaðurinn af stjórnmálabaráttu fjórmenningana mun falla á launafólk. En hva, það þarf að færa fórnir fyrir byltinguna.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar