Eigandi Patriots þvertekur fyrir að hafa keypt vændi Samúel Karl Ólason skrifar 23. febrúar 2019 09:49 Robert Kraft. AP/Steven Senne Robert Kraft, eigandi NFL-liðsins New England Patriots, hefur verið ákærður fyrir vændiskaup. Kraft mun hafa verið tvisvar sinnum kvikmyndaður við kynmök á nuddstofu í Flórída, með földum myndavélum lögreglu. Hinn 77 ára gamli eigandi Patriots, sem hefur ekki verið handtekinn, þvertekur fyrir að hafa keypt vændi.Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa frekari upplýsingar um ákæruna ekki verið opinberaðar og stendur til að gera það í næstu viku. Þá stendur einnig til að gefa út handtökuskipun gagnvart Kraft.Lögreglan í Flórída hefur gefið út hundruð handtökuskipanna á undanförnum dögum eftir hálfs árs rannsókn á vændi í ríkinu. Búist er við að þeim muni fjölga. Tíu nuddstofum hefur verið lokað og hafa þó nokkrir verið handteknir vegna gruns um mansal og kynlífsþrælkun. Daniel Kerr, lögreglustjóri Jupiter í Flórída, segir það hafa komið sér á óvart að Kraft, sem er metinn á einhverja sex milljarða dala, hafi verið að kaupa vændi á nuddstofu í verslunarmiðstöð. Hann býr í Massachusetts en á einnig heimili í Palm Beach. Eiginkona hans, Myra Hiatt, dó árið 2011 og hefur Kraft verið í sambandi með hinni 39 ára gömlu leikkonu Ricki Noel frá 2012. Samkvæmt lögum Flórída þykir líklegt að Kraft verði gert að sinna samfélagsþjónustu í hundrað klukkustundir og sitja námskeið um skaða vændis og kynlífsþrælkunar, verði hann fundinn sekur. Kraft gæti einnig lenti í vandræðum hjá NFL-deildinni þar sem hægt er að refsa eigendum fyrir alls konar hegðun sem kemur niður á ímynd deildarinnar. Eigandi umræddrar nuddstofu heitir Hua Zhang en hún hefur verið handtekin. Í dómsskjölum kemur fram að lögregluþjónar hafi náð myndböndum af „starfsmönnum“ hennar stunda vændi í minnst tólf skipti. Lögreglan segir þetta fólk vera í kynlífsþrælkun. Bandaríkin NFL Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Robert Kraft, eigandi NFL-liðsins New England Patriots, hefur verið ákærður fyrir vændiskaup. Kraft mun hafa verið tvisvar sinnum kvikmyndaður við kynmök á nuddstofu í Flórída, með földum myndavélum lögreglu. Hinn 77 ára gamli eigandi Patriots, sem hefur ekki verið handtekinn, þvertekur fyrir að hafa keypt vændi.Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa frekari upplýsingar um ákæruna ekki verið opinberaðar og stendur til að gera það í næstu viku. Þá stendur einnig til að gefa út handtökuskipun gagnvart Kraft.Lögreglan í Flórída hefur gefið út hundruð handtökuskipanna á undanförnum dögum eftir hálfs árs rannsókn á vændi í ríkinu. Búist er við að þeim muni fjölga. Tíu nuddstofum hefur verið lokað og hafa þó nokkrir verið handteknir vegna gruns um mansal og kynlífsþrælkun. Daniel Kerr, lögreglustjóri Jupiter í Flórída, segir það hafa komið sér á óvart að Kraft, sem er metinn á einhverja sex milljarða dala, hafi verið að kaupa vændi á nuddstofu í verslunarmiðstöð. Hann býr í Massachusetts en á einnig heimili í Palm Beach. Eiginkona hans, Myra Hiatt, dó árið 2011 og hefur Kraft verið í sambandi með hinni 39 ára gömlu leikkonu Ricki Noel frá 2012. Samkvæmt lögum Flórída þykir líklegt að Kraft verði gert að sinna samfélagsþjónustu í hundrað klukkustundir og sitja námskeið um skaða vændis og kynlífsþrælkunar, verði hann fundinn sekur. Kraft gæti einnig lenti í vandræðum hjá NFL-deildinni þar sem hægt er að refsa eigendum fyrir alls konar hegðun sem kemur niður á ímynd deildarinnar. Eigandi umræddrar nuddstofu heitir Hua Zhang en hún hefur verið handtekin. Í dómsskjölum kemur fram að lögregluþjónar hafi náð myndböndum af „starfsmönnum“ hennar stunda vændi í minnst tólf skipti. Lögreglan segir þetta fólk vera í kynlífsþrælkun.
Bandaríkin NFL Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira