Eigandi Patriots þvertekur fyrir að hafa keypt vændi Samúel Karl Ólason skrifar 23. febrúar 2019 09:49 Robert Kraft. AP/Steven Senne Robert Kraft, eigandi NFL-liðsins New England Patriots, hefur verið ákærður fyrir vændiskaup. Kraft mun hafa verið tvisvar sinnum kvikmyndaður við kynmök á nuddstofu í Flórída, með földum myndavélum lögreglu. Hinn 77 ára gamli eigandi Patriots, sem hefur ekki verið handtekinn, þvertekur fyrir að hafa keypt vændi.Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa frekari upplýsingar um ákæruna ekki verið opinberaðar og stendur til að gera það í næstu viku. Þá stendur einnig til að gefa út handtökuskipun gagnvart Kraft.Lögreglan í Flórída hefur gefið út hundruð handtökuskipanna á undanförnum dögum eftir hálfs árs rannsókn á vændi í ríkinu. Búist er við að þeim muni fjölga. Tíu nuddstofum hefur verið lokað og hafa þó nokkrir verið handteknir vegna gruns um mansal og kynlífsþrælkun. Daniel Kerr, lögreglustjóri Jupiter í Flórída, segir það hafa komið sér á óvart að Kraft, sem er metinn á einhverja sex milljarða dala, hafi verið að kaupa vændi á nuddstofu í verslunarmiðstöð. Hann býr í Massachusetts en á einnig heimili í Palm Beach. Eiginkona hans, Myra Hiatt, dó árið 2011 og hefur Kraft verið í sambandi með hinni 39 ára gömlu leikkonu Ricki Noel frá 2012. Samkvæmt lögum Flórída þykir líklegt að Kraft verði gert að sinna samfélagsþjónustu í hundrað klukkustundir og sitja námskeið um skaða vændis og kynlífsþrælkunar, verði hann fundinn sekur. Kraft gæti einnig lenti í vandræðum hjá NFL-deildinni þar sem hægt er að refsa eigendum fyrir alls konar hegðun sem kemur niður á ímynd deildarinnar. Eigandi umræddrar nuddstofu heitir Hua Zhang en hún hefur verið handtekin. Í dómsskjölum kemur fram að lögregluþjónar hafi náð myndböndum af „starfsmönnum“ hennar stunda vændi í minnst tólf skipti. Lögreglan segir þetta fólk vera í kynlífsþrælkun. Bandaríkin NFL Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Robert Kraft, eigandi NFL-liðsins New England Patriots, hefur verið ákærður fyrir vændiskaup. Kraft mun hafa verið tvisvar sinnum kvikmyndaður við kynmök á nuddstofu í Flórída, með földum myndavélum lögreglu. Hinn 77 ára gamli eigandi Patriots, sem hefur ekki verið handtekinn, þvertekur fyrir að hafa keypt vændi.Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa frekari upplýsingar um ákæruna ekki verið opinberaðar og stendur til að gera það í næstu viku. Þá stendur einnig til að gefa út handtökuskipun gagnvart Kraft.Lögreglan í Flórída hefur gefið út hundruð handtökuskipanna á undanförnum dögum eftir hálfs árs rannsókn á vændi í ríkinu. Búist er við að þeim muni fjölga. Tíu nuddstofum hefur verið lokað og hafa þó nokkrir verið handteknir vegna gruns um mansal og kynlífsþrælkun. Daniel Kerr, lögreglustjóri Jupiter í Flórída, segir það hafa komið sér á óvart að Kraft, sem er metinn á einhverja sex milljarða dala, hafi verið að kaupa vændi á nuddstofu í verslunarmiðstöð. Hann býr í Massachusetts en á einnig heimili í Palm Beach. Eiginkona hans, Myra Hiatt, dó árið 2011 og hefur Kraft verið í sambandi með hinni 39 ára gömlu leikkonu Ricki Noel frá 2012. Samkvæmt lögum Flórída þykir líklegt að Kraft verði gert að sinna samfélagsþjónustu í hundrað klukkustundir og sitja námskeið um skaða vændis og kynlífsþrælkunar, verði hann fundinn sekur. Kraft gæti einnig lenti í vandræðum hjá NFL-deildinni þar sem hægt er að refsa eigendum fyrir alls konar hegðun sem kemur niður á ímynd deildarinnar. Eigandi umræddrar nuddstofu heitir Hua Zhang en hún hefur verið handtekin. Í dómsskjölum kemur fram að lögregluþjónar hafi náð myndböndum af „starfsmönnum“ hennar stunda vændi í minnst tólf skipti. Lögreglan segir þetta fólk vera í kynlífsþrælkun.
Bandaríkin NFL Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira