George fór framhjá tveimur varnarmönnum og skaut boltanum yfir risann Rudy Gobert og í átt að körfunni þegar síðustu sekúndurnar fóru af klukkunni í seinni framlengingu kvöldsins í Oklahoma, staðan 147-146 fyrir Utah.
Skotið small í netinu og tryggði Oklahoma eins stigs sigur.
George kláraði því kvöldið með 45 stig fyrir Oklahoma. Hann fékk góða hjálp frá Russell Westbrook með 43 stig, 15 fráköst og átta stoðsendingar.
T E A R D R O P@Yg_Trece wins it for the @okcthunder in #PhantomCam! #ThunderUppic.twitter.com/oHX2hVkRHY
— NBA (@NBA) February 23, 2019
DeMar DeRozan snéri aftur til Toronto í fyrsta skipti síðan hann fór til San Antonio Spurs í nótt. Stuðningsmenn Toronto tóku vel á móti manninum sem skilaði níu árum fyrir Raptors.
Endurkoman endaði hins vegar ekki vel fyrir DeRozan, hann tapaði boltanum þegar 15 sekúndur voru eftir og Spurs tapaði leiknum. Kawhi Leonard, maðurinn sem fór frá Spurs til Toronto í stað DeRozan, stal boltanum af honum og tróð hinu megin.
Leonard skoraði 25 stig í 120-117 sigri Toronto og DeRozan var með 23 fyrir Spurs.
.@DeMar_DeRozan records 23 PTS, 8 AST in his return to Toronto! #GoSpursGopic.twitter.com/y4gksTJAtc
— NBA (@NBA) February 23, 2019
Úrslit næturinnar:
Charlotte Hornets - Washington Wizards 123-110
Indiana Pacers - New Orleans Pelicans 126-111
Orlando Magic - Chicago Bulls 109-110
Toronto Raptors - San Antonio Spurs 120-117
Atlanta Hawks - Detroit Pistons 122-125
New York Knicks - Minnesota Timberwolves 104-115
Memphis Grizzlies - LA Clippers 106-112
Dallas Mavericks - Denver Nuggets 104-114
Oklahoma City Thunder - Utah Jazz 148-147