Stefán segist aldrei hafa upplifað annað eins ástand Samúel Karl Ólason skrifar 23. febrúar 2019 12:07 "Mér finnst það fullkomlega skiljanlegt að fólk hugsi sig tvisvar um áður en það stingur höfðinu í gin ljónsins,“ sagði Stefán. Vísir/Vilhelm Stefán Eiríksson, borgarritari, sagði starfsmenn Reykjavíkurborgar ekki eiga að þurfa að sæta því að talað sé til þeirra með niðrandi hætti, gert sé lítið úr störfum þeirra og ýmislegt annað sem hafi verið gert. Hann segist aldrei hafa upplifað annað eins ástand og sé nú í ráðhúsi Reykjavíkurborgar. Ástandið sé erfitt í ráðhúsinu. Þolinmæði starfsmanna hafi verið mikil að undanförnu en nú hafi reynst nauðsynlegt að stíga fram fyrir hönd starfsmanna og segja að nú sé komið nóg. Þetta sagði Stefán á Rás eitt á tólfta tímanum í dag. Fram kom í útvarpsþættinum Vikulokin að tveir starfsmenn borgarinnar hafi hrökklast úr starfi vegna slæms starfsumhverfis og hegðunar kjörinna fulltrúa og 70 manns hafi leitað til mannauðsþjónustu borgarinnar vegna meiðandi og særandi ummæla, orðræðu og framkomu kjörinna fulltrúa. Stefán skrifaði í vikunni á lokaða Facebook-síðu starfsmanna Reykjavíkurborgar að fáir borgarfulltrúar eitri starfsumhverfi starfsfólks borgarinnar með fordæmalausri hegðun, atferli og framgöngu. „Gert hefur verið lítið úr störfum hlutaðeigandi, hæðst hefur verið að þeim verkefnum sem viðkomandi starfsmenn sinna, þeir jafnvel vændir um óheiðarleika og hafa í störfum sínum einhvern annan tilgang en að sinna hverju því verkefni sem viðkomandi hefur verið falið af fagmennsku og heiðarleika. Og fáeinir borgarfulltrúar hafa ekki látið þar við sitja heldur jafnframt vegið að einstaklingum, stofnunum og fyrirtækjum sem unnið hafa með eða fyrir Reykjavíkurborg með sama hætti.“Sjá einnig: Finnst Stefán Eiríksson vera að lýsa sjálfum sér með eiturummælumStefán sagði að að sumu leyti hafi starfsmenn borgarinnar staðið ráðþrota frammi fyrir þessum kvörtunum sem borist hafa til starfsmannastjóra, mannauðsdeildar í ráðhúsinu og víðar innan borgarkerfisins.Stefán Eiríksson.Vísir/Vilhelm„Það varð einfaldlega að reyna að segja hlutina upphátt. Bæði til þess að segja starfsfólki sem verður vitni að slíkri hegðun að það eigi ekki að sitja á hliðarlínunni og bíða og líka að leiðbeina því starfsfólki sem verður beint fyrir þessu að það standi ekki eitt í þessu. Það eigi að leita til sinna yfirmanna og þeim beri skylda til að bregðast við,“ sagði Stefán. Hann sagði óvenjulegt að valdaójafnvægið sé gífurlega mikið. Annars vegar sé um pólitískt kjörna fulltrúa að ræða, sem hafi sinn vettvang eins og borgarstjórn, þar sem venjulegt starfsfólk borgarinnar hafi enga aðkomu. Þeir hafi ekki vettvang til að verja sig og velti fyrir sér hvað þau eigi að gera og hvaða afleiðingar það gæti haft. „Mér finnst það fullkomlega skiljanlegt að fólk hugsi sig tvisvar um áður en það stingur höfðinu í gin ljónsins,“ sagði Stefán. Hann sagðist hafa borið þetta saman við einelti í grunnskóla. Þar séu til góðar leiðbeiningar um hvernig bregðast eigi við og sagði Stefán að dusta þyrfti rykið af þeim og nota innan borgaryfirvalda. Stefán sagðist ekki hafa nafngreint neinn því það sé ekki við hæfi. Hann hafi eingöngu verið að standa upp og verja starfsfólk Reykjavíkurborgar gegn „þessum ómaklegu árásum“ og biðja um að þeim linni. Hann vildi ekki fara nánar út í hverju þessar árásir fælust. „En það eru auðvitað fullt af dæmum, sem fólk þekkir bara úr fréttum, sem hafa verið í opinberri umfjöllun. Það er ekkert að ástæðulausu sem að þessir tilteknu borgarfulltrúar sem þú nefnir tóku þetta til sín. Þeim greinilega sveið undan þessu,“ sagði Stefán. Var hann þar að tala um Vigdísi Hauksdóttur, Eyþór Arnalds og Kolbrún Baldursdóttir hafa gagnrýnt skrif Stefáns opinberlega og vilja vísa henni til forsætisnefndar. Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Óska eftir vinnufriði í kjölfar færslu borgarritara Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn starfsmannafélagsins sem send var fjölmiðlum í dag. 22. febrúar 2019 16:04 Finnst Stefán Eiríksson vera að lýsa sjálfum sér með eiturummælum Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ummæli Stefáns Eiríkssonar borgarritara óheppileg. Stefán lét ummælin falla í gær á lokuðum Facebook-vef sem starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa aðgang að. 22. febrúar 2019 11:30 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Stefán Eiríksson, borgarritari, sagði starfsmenn Reykjavíkurborgar ekki eiga að þurfa að sæta því að talað sé til þeirra með niðrandi hætti, gert sé lítið úr störfum þeirra og ýmislegt annað sem hafi verið gert. Hann segist aldrei hafa upplifað annað eins ástand og sé nú í ráðhúsi Reykjavíkurborgar. Ástandið sé erfitt í ráðhúsinu. Þolinmæði starfsmanna hafi verið mikil að undanförnu en nú hafi reynst nauðsynlegt að stíga fram fyrir hönd starfsmanna og segja að nú sé komið nóg. Þetta sagði Stefán á Rás eitt á tólfta tímanum í dag. Fram kom í útvarpsþættinum Vikulokin að tveir starfsmenn borgarinnar hafi hrökklast úr starfi vegna slæms starfsumhverfis og hegðunar kjörinna fulltrúa og 70 manns hafi leitað til mannauðsþjónustu borgarinnar vegna meiðandi og særandi ummæla, orðræðu og framkomu kjörinna fulltrúa. Stefán skrifaði í vikunni á lokaða Facebook-síðu starfsmanna Reykjavíkurborgar að fáir borgarfulltrúar eitri starfsumhverfi starfsfólks borgarinnar með fordæmalausri hegðun, atferli og framgöngu. „Gert hefur verið lítið úr störfum hlutaðeigandi, hæðst hefur verið að þeim verkefnum sem viðkomandi starfsmenn sinna, þeir jafnvel vændir um óheiðarleika og hafa í störfum sínum einhvern annan tilgang en að sinna hverju því verkefni sem viðkomandi hefur verið falið af fagmennsku og heiðarleika. Og fáeinir borgarfulltrúar hafa ekki látið þar við sitja heldur jafnframt vegið að einstaklingum, stofnunum og fyrirtækjum sem unnið hafa með eða fyrir Reykjavíkurborg með sama hætti.“Sjá einnig: Finnst Stefán Eiríksson vera að lýsa sjálfum sér með eiturummælumStefán sagði að að sumu leyti hafi starfsmenn borgarinnar staðið ráðþrota frammi fyrir þessum kvörtunum sem borist hafa til starfsmannastjóra, mannauðsdeildar í ráðhúsinu og víðar innan borgarkerfisins.Stefán Eiríksson.Vísir/Vilhelm„Það varð einfaldlega að reyna að segja hlutina upphátt. Bæði til þess að segja starfsfólki sem verður vitni að slíkri hegðun að það eigi ekki að sitja á hliðarlínunni og bíða og líka að leiðbeina því starfsfólki sem verður beint fyrir þessu að það standi ekki eitt í þessu. Það eigi að leita til sinna yfirmanna og þeim beri skylda til að bregðast við,“ sagði Stefán. Hann sagði óvenjulegt að valdaójafnvægið sé gífurlega mikið. Annars vegar sé um pólitískt kjörna fulltrúa að ræða, sem hafi sinn vettvang eins og borgarstjórn, þar sem venjulegt starfsfólk borgarinnar hafi enga aðkomu. Þeir hafi ekki vettvang til að verja sig og velti fyrir sér hvað þau eigi að gera og hvaða afleiðingar það gæti haft. „Mér finnst það fullkomlega skiljanlegt að fólk hugsi sig tvisvar um áður en það stingur höfðinu í gin ljónsins,“ sagði Stefán. Hann sagðist hafa borið þetta saman við einelti í grunnskóla. Þar séu til góðar leiðbeiningar um hvernig bregðast eigi við og sagði Stefán að dusta þyrfti rykið af þeim og nota innan borgaryfirvalda. Stefán sagðist ekki hafa nafngreint neinn því það sé ekki við hæfi. Hann hafi eingöngu verið að standa upp og verja starfsfólk Reykjavíkurborgar gegn „þessum ómaklegu árásum“ og biðja um að þeim linni. Hann vildi ekki fara nánar út í hverju þessar árásir fælust. „En það eru auðvitað fullt af dæmum, sem fólk þekkir bara úr fréttum, sem hafa verið í opinberri umfjöllun. Það er ekkert að ástæðulausu sem að þessir tilteknu borgarfulltrúar sem þú nefnir tóku þetta til sín. Þeim greinilega sveið undan þessu,“ sagði Stefán. Var hann þar að tala um Vigdísi Hauksdóttur, Eyþór Arnalds og Kolbrún Baldursdóttir hafa gagnrýnt skrif Stefáns opinberlega og vilja vísa henni til forsætisnefndar.
Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Óska eftir vinnufriði í kjölfar færslu borgarritara Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn starfsmannafélagsins sem send var fjölmiðlum í dag. 22. febrúar 2019 16:04 Finnst Stefán Eiríksson vera að lýsa sjálfum sér með eiturummælum Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ummæli Stefáns Eiríkssonar borgarritara óheppileg. Stefán lét ummælin falla í gær á lokuðum Facebook-vef sem starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa aðgang að. 22. febrúar 2019 11:30 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Óska eftir vinnufriði í kjölfar færslu borgarritara Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn starfsmannafélagsins sem send var fjölmiðlum í dag. 22. febrúar 2019 16:04
Finnst Stefán Eiríksson vera að lýsa sjálfum sér með eiturummælum Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ummæli Stefáns Eiríkssonar borgarritara óheppileg. Stefán lét ummælin falla í gær á lokuðum Facebook-vef sem starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa aðgang að. 22. febrúar 2019 11:30