Hafi náð nýjum lægðum með því að draga starfsfólk inn í umræðuna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. febrúar 2019 14:21 Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir það vera til marks um málefnafátækt þegar kjörnir fulltrúar fari með ásakanir á hendur opinberra starfsmanna í fjölmiðla. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir það vera til marks um málefnafátækt þegar kjörnir fulltrúar fari með ásakanir á hendur opinberra starfsmanna í fjölmiðla. Þetta sagði Hanna Katrín sem var á meðal gesta í Vikulokunum á Rás 1 í morgun en til umfjöllunar var meðal annars starfsumhverfið á Alþingi og í borgarstjórn. Það komst í hámæli þegar Stefán Eiríksson, borgarritari Reykjavíkurborgar, lýsti framgöngu kjörinna fulltrúa í borgarstjórn gagnvart starfsfólki borgarinnar.Sjá nánar: Finnst Stefán Eiríksson vera að lýsa sjálfum sér með eiturummælum Stjórn starfsmannafélags Ráðhúss Reykjavíkur hefur formlega óskað eftir því að starfsfólkið fái frið til að vinna vinnuna sína án þess að störf þess séu gerð tortryggileg og án þess að vera blandað í stjórnmálaumræðu. Í frétt RÚV kom fram að uppsagnir tveggja starfsmanna Reykjavíkurborgar á yfirstandandi kjörtímabili megi rekja beint til starfsumhverfisins í ráðhúsinu. Hanna Katrín segist hreinlega verða döpur þegar hún hugsi um þann farveg sem málin eru komin í. Betra væri að leysa málin sín á milli, sé þess þörf, í stað þess að: „hlaupa með gaspur og órökstuddar ásakanir í fjölmiðla með hótun um lögsóknir og annað. Þetta er bara svo galið að beita svona aðferðum. Hóta fólki út og suður með mannorðsmissi varðandi starfsöryggi og annað. Við verðum einfaldlega að stoppa þessa þróun og beina fólki sem telur sig eiga einhverra harma að herna í eðlilegan farveg með sín mál.“ Hanna Katrín segir að hér áður fyrr hefðu kannski nokkrir kjörnir fulltrúar freistast til að grípa til þess ráðs að blanda starfsfólki inn í pólitíska umræðu en munurinn sé sá að í dag sé þessi nálgun orðin kerfisbundin, að því er henni virðist. „Í mínum huga lýsir þetta fullkominni málefnafátækt þeirra sem grípa til þessarar orðræðu – punktur – vegna þess að þannig fá þeir athygli og ef málefnin eru ekki til staðar til að fá athygli út á þá er farið þessa leið,“ segir Hanna Katrín.Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að það sé mjög varhugarverð þróun að blanda opinberum starfsmönnum, sem geti ekki varið sig, inn í umræðuna.Vísir/EgillGeta ekki borið hönd fyrir höfuð sér Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, tók undir með Hönnu Katrín og bætti við að lögum samkvæmt geti opinberir starfsmenn ekki varið sig út á við og þess vegna séu árásirnar enn ómaklegri fyrir vikið. „Viðkomandi starfsmenn geta aldrei tjáð sig eða varið sig með sama hætti. Kjörnir fulltrúar eru að ganga fram með óbilgirni, ósannmæli og svo framvegis,“ segir Rósa Björk. Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Óska eftir vinnufriði í kjölfar færslu borgarritara Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn starfsmannafélagsins sem send var fjölmiðlum í dag. 22. febrúar 2019 16:04 Finnst Stefán Eiríksson vera að lýsa sjálfum sér með eiturummælum Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ummæli Stefáns Eiríkssonar borgarritara óheppileg. Stefán lét ummælin falla í gær á lokuðum Facebook-vef sem starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa aðgang að. 22. febrúar 2019 11:30 Stefán segist aldrei hafa upplifað annað eins ástand Stefán Eiríksson, borgarritari, sagði starfsmenn Reykjavíkurborgar ekki eiga að þurfa að sæta því að talað sé til þeirra með niðrandi hætti, gert sé lítið úr störfum þeirra og ýmislegt annað sem hafi verið gert. 23. febrúar 2019 12:07 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir það vera til marks um málefnafátækt þegar kjörnir fulltrúar fari með ásakanir á hendur opinberra starfsmanna í fjölmiðla. Þetta sagði Hanna Katrín sem var á meðal gesta í Vikulokunum á Rás 1 í morgun en til umfjöllunar var meðal annars starfsumhverfið á Alþingi og í borgarstjórn. Það komst í hámæli þegar Stefán Eiríksson, borgarritari Reykjavíkurborgar, lýsti framgöngu kjörinna fulltrúa í borgarstjórn gagnvart starfsfólki borgarinnar.Sjá nánar: Finnst Stefán Eiríksson vera að lýsa sjálfum sér með eiturummælum Stjórn starfsmannafélags Ráðhúss Reykjavíkur hefur formlega óskað eftir því að starfsfólkið fái frið til að vinna vinnuna sína án þess að störf þess séu gerð tortryggileg og án þess að vera blandað í stjórnmálaumræðu. Í frétt RÚV kom fram að uppsagnir tveggja starfsmanna Reykjavíkurborgar á yfirstandandi kjörtímabili megi rekja beint til starfsumhverfisins í ráðhúsinu. Hanna Katrín segist hreinlega verða döpur þegar hún hugsi um þann farveg sem málin eru komin í. Betra væri að leysa málin sín á milli, sé þess þörf, í stað þess að: „hlaupa með gaspur og órökstuddar ásakanir í fjölmiðla með hótun um lögsóknir og annað. Þetta er bara svo galið að beita svona aðferðum. Hóta fólki út og suður með mannorðsmissi varðandi starfsöryggi og annað. Við verðum einfaldlega að stoppa þessa þróun og beina fólki sem telur sig eiga einhverra harma að herna í eðlilegan farveg með sín mál.“ Hanna Katrín segir að hér áður fyrr hefðu kannski nokkrir kjörnir fulltrúar freistast til að grípa til þess ráðs að blanda starfsfólki inn í pólitíska umræðu en munurinn sé sá að í dag sé þessi nálgun orðin kerfisbundin, að því er henni virðist. „Í mínum huga lýsir þetta fullkominni málefnafátækt þeirra sem grípa til þessarar orðræðu – punktur – vegna þess að þannig fá þeir athygli og ef málefnin eru ekki til staðar til að fá athygli út á þá er farið þessa leið,“ segir Hanna Katrín.Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að það sé mjög varhugarverð þróun að blanda opinberum starfsmönnum, sem geti ekki varið sig, inn í umræðuna.Vísir/EgillGeta ekki borið hönd fyrir höfuð sér Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, tók undir með Hönnu Katrín og bætti við að lögum samkvæmt geti opinberir starfsmenn ekki varið sig út á við og þess vegna séu árásirnar enn ómaklegri fyrir vikið. „Viðkomandi starfsmenn geta aldrei tjáð sig eða varið sig með sama hætti. Kjörnir fulltrúar eru að ganga fram með óbilgirni, ósannmæli og svo framvegis,“ segir Rósa Björk.
Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Óska eftir vinnufriði í kjölfar færslu borgarritara Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn starfsmannafélagsins sem send var fjölmiðlum í dag. 22. febrúar 2019 16:04 Finnst Stefán Eiríksson vera að lýsa sjálfum sér með eiturummælum Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ummæli Stefáns Eiríkssonar borgarritara óheppileg. Stefán lét ummælin falla í gær á lokuðum Facebook-vef sem starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa aðgang að. 22. febrúar 2019 11:30 Stefán segist aldrei hafa upplifað annað eins ástand Stefán Eiríksson, borgarritari, sagði starfsmenn Reykjavíkurborgar ekki eiga að þurfa að sæta því að talað sé til þeirra með niðrandi hætti, gert sé lítið úr störfum þeirra og ýmislegt annað sem hafi verið gert. 23. febrúar 2019 12:07 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Óska eftir vinnufriði í kjölfar færslu borgarritara Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn starfsmannafélagsins sem send var fjölmiðlum í dag. 22. febrúar 2019 16:04
Finnst Stefán Eiríksson vera að lýsa sjálfum sér með eiturummælum Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ummæli Stefáns Eiríkssonar borgarritara óheppileg. Stefán lét ummælin falla í gær á lokuðum Facebook-vef sem starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa aðgang að. 22. febrúar 2019 11:30
Stefán segist aldrei hafa upplifað annað eins ástand Stefán Eiríksson, borgarritari, sagði starfsmenn Reykjavíkurborgar ekki eiga að þurfa að sæta því að talað sé til þeirra með niðrandi hætti, gert sé lítið úr störfum þeirra og ýmislegt annað sem hafi verið gert. 23. febrúar 2019 12:07