Fyrsta MAX 9 þotan flaug yfir Reykjavík Kristján Már Unnarsson skrifar 23. febrúar 2019 16:30 TF-ICA, fyrsta Boeing 737 MAX 9 þota Icelandair, komin að flugskýli félagsins á Keflavíkurflugvelli. Mynd/Icelandair. TF-ICA, fyrsta 737 MAX 9 þota Icelandair, kom til Íslands í dag. Vélin flaug hring yfir Reykjavík áður en hún lenti á Keflavíkurflugvelli um klukkan hálfellefu í morgun. Sagt var frá komunni í fréttum Stöðvar 2. Haraldur Baldursson flugstjóri og Kári Valsson flugmaður flugu þotunni heim frá Seattle og voru 7 tíma og 16 mínútur á leiðinni, að sögn Ásdísar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair. Koma þotunnar markar nýjan áfanga í mestu flugvélakaupum Íslandssögunnar, kaupum Icelandair á alls sextán þotum af gerðinni Boeing 737 MAX. Þar af eru níu vélar af MAX 8-gerð, sem verða með 160 sætum, og sjö vélar af MAX 9-gerð, sem verða með 178 sætum, en 2,64 metrum munar á lengd vélanna.MAX 9 þotan komin í nýja skýli Icelandair í dag á milli MAX 8 og Boeing 757.Mynd/Icelandair.Félagið fékk fyrstu þrjár MAX 8-vélarnar í fyrra og núna er fyrsta MAX 9-vélin komin. Eftir lendinguna í morgun var hún dregin inn í nýja flugskýli félagsins þar sem starfsmenn Icelandair munu innrétta hana, setja sæti um borð og afþreyingarkerfi, en áætlað er að standsetning taki um þrjár vikur. Stefnt er að því að hún verði komin í áætlunarflug í síðari hluta marsmánaðar. Icelandair tekur alls sex nýjar MAX-vélar í notkun núna á vormánuðum; þrjár MAX 8 og þrjár MAX 9. Von eru á næstu vél innan viku og hinar fjórar koma síðan hratt inn, og sú síðasta í kringum mánaðamótin mars-apríl. Stefnt er að því að þær verði allar komnar í áætlunarflug í maímánuði, að sögn Hauks Reynissonar, flugrekstrarstjóra Icelandair. Hér má sjá myndband sem tekið var þegar MAX 9 þotan var dregin inn í skýli Icelandair í dag: Boeing Fréttir af flugi Icelandair Reykjavík Tengdar fréttir Icelandair fær fyrstu MAX 9 þotuna frá Boeing Fyrsta Boeing 737 MAX 9 þota Icelandair er komin úr verksmiðjunum í Seattle. Myndir frá reynsluflugi þotunnar voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. 19. febrúar 2019 21:00 Flugrekstrarstjórinn fagnar þotunni sem eyðir fjórðungi minna eldsneyti Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair er komin til landsins. Flugstjórinn, sem flaug henni heim, segir hana þá skemmtilegustu sem hann hafi kynnst. 5. mars 2018 20:30 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
TF-ICA, fyrsta 737 MAX 9 þota Icelandair, kom til Íslands í dag. Vélin flaug hring yfir Reykjavík áður en hún lenti á Keflavíkurflugvelli um klukkan hálfellefu í morgun. Sagt var frá komunni í fréttum Stöðvar 2. Haraldur Baldursson flugstjóri og Kári Valsson flugmaður flugu þotunni heim frá Seattle og voru 7 tíma og 16 mínútur á leiðinni, að sögn Ásdísar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair. Koma þotunnar markar nýjan áfanga í mestu flugvélakaupum Íslandssögunnar, kaupum Icelandair á alls sextán þotum af gerðinni Boeing 737 MAX. Þar af eru níu vélar af MAX 8-gerð, sem verða með 160 sætum, og sjö vélar af MAX 9-gerð, sem verða með 178 sætum, en 2,64 metrum munar á lengd vélanna.MAX 9 þotan komin í nýja skýli Icelandair í dag á milli MAX 8 og Boeing 757.Mynd/Icelandair.Félagið fékk fyrstu þrjár MAX 8-vélarnar í fyrra og núna er fyrsta MAX 9-vélin komin. Eftir lendinguna í morgun var hún dregin inn í nýja flugskýli félagsins þar sem starfsmenn Icelandair munu innrétta hana, setja sæti um borð og afþreyingarkerfi, en áætlað er að standsetning taki um þrjár vikur. Stefnt er að því að hún verði komin í áætlunarflug í síðari hluta marsmánaðar. Icelandair tekur alls sex nýjar MAX-vélar í notkun núna á vormánuðum; þrjár MAX 8 og þrjár MAX 9. Von eru á næstu vél innan viku og hinar fjórar koma síðan hratt inn, og sú síðasta í kringum mánaðamótin mars-apríl. Stefnt er að því að þær verði allar komnar í áætlunarflug í maímánuði, að sögn Hauks Reynissonar, flugrekstrarstjóra Icelandair. Hér má sjá myndband sem tekið var þegar MAX 9 þotan var dregin inn í skýli Icelandair í dag:
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Reykjavík Tengdar fréttir Icelandair fær fyrstu MAX 9 þotuna frá Boeing Fyrsta Boeing 737 MAX 9 þota Icelandair er komin úr verksmiðjunum í Seattle. Myndir frá reynsluflugi þotunnar voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. 19. febrúar 2019 21:00 Flugrekstrarstjórinn fagnar þotunni sem eyðir fjórðungi minna eldsneyti Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair er komin til landsins. Flugstjórinn, sem flaug henni heim, segir hana þá skemmtilegustu sem hann hafi kynnst. 5. mars 2018 20:30 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Icelandair fær fyrstu MAX 9 þotuna frá Boeing Fyrsta Boeing 737 MAX 9 þota Icelandair er komin úr verksmiðjunum í Seattle. Myndir frá reynsluflugi þotunnar voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. 19. febrúar 2019 21:00
Flugrekstrarstjórinn fagnar þotunni sem eyðir fjórðungi minna eldsneyti Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair er komin til landsins. Flugstjórinn, sem flaug henni heim, segir hana þá skemmtilegustu sem hann hafi kynnst. 5. mars 2018 20:30