Geir: Fyrstu tuttugu mínúturnar voru hræðilegar Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar 23. febrúar 2019 19:50 Geir er hann krotaði undir samninginn. mynd/pallijóh Geir Sveinsson, þjálfari Akureyri Handboltafélag, var að vonum ansi súr eftir tap sinna manna gegn Fram á heimavelli í dag. Geir sagði úrslitin hafa verið gríðarleg vonbrigði, sérstaklega þar sem að um svokallaðan fjögurra stiga leik hafi verið að ræða. Akureyringar áttu í miklu basli í upphafi beggja hálfleika og sagðist Geir vera að reyna að átta sig á því afhverju Akureyringar mæti svona illa til leiks.„Þetta er búið að vera viðloðandi allt of oft og þetta er eitthvað sem við þurfum að setjast yfir og vorum að ræða þetta inni í klefa og við getum einfaldlega ekki leyft okkur að mæta svona til leiks“ sagði Geir en hann hélt þrumuræðu í hartnær hálftíma yfir sínum mönnum eftir að leik lauk. Það var ekki bara í sókninni sem leikmenn Geirs áttu í vandræðum heldur virtist leið Framara oft og tíðum ansi greið upp að marki heimamanna.„Þetta er ekki bara sóknarleikur sem að þetta snýr að, heldur okkar heildar leikur þessar fyrstu 20 mínútur sem voru einfaldlega hræðilegar og menn bara ekki á svæðinu og því miður var það ekki í fyrsta skiptið. Eftir leikinn eru Akureyringar komnir niður í fallsæti og eiga erfiðan leik í næstu umferð. Spurður út í framhaldið sagði Geir að menn hafi vitað að þetta yrði brekka en bætti svo við að „þetta er orðin ennþá meiri brekka heldur en var og það er bara gríðarleg vinna framundan.“ Friðrik Svavarsson, línumaður, spilaði ekkert í seinni hálfleiknum en hann fór meiddur af velli í fyrri hálfleik eftir samstuð.„Ég hef aldrei lent í því að missa eina þrjá til fjóra leikmenn út í sama leiknum og við þurftum því að gera miklar hrókeringar“ sagði Geir og bætti því við að hann gæti ,,verið ánægður með það hvernig menn lögðu sig fram í nýjum stöðum og hvernig menn náðu að vinna sig út úr því en það breytir því ekki að við fengum ekkert út úr leiknum.“ Geir sagðist einfaldlega bara geta vonað það að meiðslin væru minniháttar og bætti svo við „og þó það er ljóst þar sem það er stutt í næsta leik sem er á fimmtudaginn að hvað nokkra varðar þá lítur þetta illa út.“ Geir vildi ekki horfa á baráttuna og karakterinn sem hans menn sýndu undir lok leiksins þegar þeir náðu að vinna sig inn í hann og eygðu von um að fá eitthvað út úr leiknum.„Á þeim tímapunkti eru menn að gera það sem þeir eiga að gera í 60 mínútur og ná þá að para sig svolítið og koma sér þangað sem þeir eiga að vera í 60 mínútur“ sagði Geir og bætti við að ,,ef framlagið hefði verið svona allan leikinn þá hugsanlega værum við að tala um einhverja aðra hluti núna en auðvitað veit maður ekki.“ Geir vildi samt ekki taka neitt af leikmönnum Fram.„Þeir koma hingað norður, komu í gær, virkilega einbeittir á þennan leik í dag og ætluðu sér að ná í tvö stig og gerðu það verðskuldað, við skulum ekkert gleyma því að það er í rauninni niðurstaðan og við verðum að sætta okkur við hana“ sagði Geir Sveinsson að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
Geir Sveinsson, þjálfari Akureyri Handboltafélag, var að vonum ansi súr eftir tap sinna manna gegn Fram á heimavelli í dag. Geir sagði úrslitin hafa verið gríðarleg vonbrigði, sérstaklega þar sem að um svokallaðan fjögurra stiga leik hafi verið að ræða. Akureyringar áttu í miklu basli í upphafi beggja hálfleika og sagðist Geir vera að reyna að átta sig á því afhverju Akureyringar mæti svona illa til leiks.„Þetta er búið að vera viðloðandi allt of oft og þetta er eitthvað sem við þurfum að setjast yfir og vorum að ræða þetta inni í klefa og við getum einfaldlega ekki leyft okkur að mæta svona til leiks“ sagði Geir en hann hélt þrumuræðu í hartnær hálftíma yfir sínum mönnum eftir að leik lauk. Það var ekki bara í sókninni sem leikmenn Geirs áttu í vandræðum heldur virtist leið Framara oft og tíðum ansi greið upp að marki heimamanna.„Þetta er ekki bara sóknarleikur sem að þetta snýr að, heldur okkar heildar leikur þessar fyrstu 20 mínútur sem voru einfaldlega hræðilegar og menn bara ekki á svæðinu og því miður var það ekki í fyrsta skiptið. Eftir leikinn eru Akureyringar komnir niður í fallsæti og eiga erfiðan leik í næstu umferð. Spurður út í framhaldið sagði Geir að menn hafi vitað að þetta yrði brekka en bætti svo við að „þetta er orðin ennþá meiri brekka heldur en var og það er bara gríðarleg vinna framundan.“ Friðrik Svavarsson, línumaður, spilaði ekkert í seinni hálfleiknum en hann fór meiddur af velli í fyrri hálfleik eftir samstuð.„Ég hef aldrei lent í því að missa eina þrjá til fjóra leikmenn út í sama leiknum og við þurftum því að gera miklar hrókeringar“ sagði Geir og bætti því við að hann gæti ,,verið ánægður með það hvernig menn lögðu sig fram í nýjum stöðum og hvernig menn náðu að vinna sig út úr því en það breytir því ekki að við fengum ekkert út úr leiknum.“ Geir sagðist einfaldlega bara geta vonað það að meiðslin væru minniháttar og bætti svo við „og þó það er ljóst þar sem það er stutt í næsta leik sem er á fimmtudaginn að hvað nokkra varðar þá lítur þetta illa út.“ Geir vildi ekki horfa á baráttuna og karakterinn sem hans menn sýndu undir lok leiksins þegar þeir náðu að vinna sig inn í hann og eygðu von um að fá eitthvað út úr leiknum.„Á þeim tímapunkti eru menn að gera það sem þeir eiga að gera í 60 mínútur og ná þá að para sig svolítið og koma sér þangað sem þeir eiga að vera í 60 mínútur“ sagði Geir og bætti við að ,,ef framlagið hefði verið svona allan leikinn þá hugsanlega værum við að tala um einhverja aðra hluti núna en auðvitað veit maður ekki.“ Geir vildi samt ekki taka neitt af leikmönnum Fram.„Þeir koma hingað norður, komu í gær, virkilega einbeittir á þennan leik í dag og ætluðu sér að ná í tvö stig og gerðu það verðskuldað, við skulum ekkert gleyma því að það er í rauninni niðurstaðan og við verðum að sætta okkur við hana“ sagði Geir Sveinsson að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira